Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 27.11.2014, Page 5

Fjarðarpósturinn - 27.11.2014, Page 5
www.fjardarposturinn.is 3FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014 Jólaþorpið er opið á aðventunni um helgar frá kl. 12-18 auk 22. og 23. desember frá kl. 16-21. Jólaþorpið í Hafnarfirði Jólaþorpið er risið í 12 sinn í miðbæ Hafnarfjarðar. Í litlu jólahúsunum verður, handverk og hönnun, fiskur og fegurð, sultur og saft, kakó og kandís og ýmislegt annað góðgæti. Fjölbreytt skemmtidagskrá verður alla opnunardaga og má stóla á jólasveinanna á milli kl. 14-16. Á laugardögum verða alvöru úti-jólaböll kl. 15 og svo er búist við að Lína langsokkur, Pollapönkarar, Margrét Eir og Páll Rósinkrans, jólaálfar Hafnarfjarðar, Rauðhetta og fleiri reki inn nefið. Opnun og ljós tendruð á tveimur vinabæjartrjám. Laugardaginn 29. nóvember opna jólahúsin kl. 12 og síðan verður hápunkturinn þegar tendrað verður á tveimur jólatrjám frá vinabæjum Hafnarfjarðar. Tendrað verður á jólaljósum Cuxhaventrésins kl. 15 en það er staðsett við Flensborgarhöfn og á jólaljósum á vinabæjartrénu frá Frederiksbergi við hátíðlega athöfn í Jólaþorpinu kl. 17. Mætum öll og fögnum jólaljósunum og opnun Jólaþorpsins. #Jólaþorpið © F ja rð ar pó st ur in n 20 14 11 Ostborgari af matseðli Grænmeti, burgersósa og franskar. Flatahrauni 5a Hfj. • 555 7030 Opið alla daga kl. 11-22 1.000 kr. nóvember-gigg Kíktu á matseðilinn á www.burgerinn.is

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.