Fjarðarpósturinn - 27.11.2014, Side 6
4 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014
Undanfarið hefur verið upp
lýst um niðurstöður úr rekstr ar
úttekt um nokkurra sveit ar félaga
og sennilega varð mönnum mest
brugðið við niðurstöður úr úttekt
á rekstri og fjármálum Reykja
nesbæjar. Reyndar áttu niður
stöðurnar ekki að koma mörgum
á óvart en þær eru þó grunnurinn
að því að hægt sé að taka réttar
ákvarðanir.
Segir Haraldur að grundvallar
atriðið sé í 65. gr. sveitarstjórnar
laga þar sem segir „Sveitarstjórn
skal gæta ábyrgðar við meðferð
fjármuna sveitarfélagsins og
varðveita fjármuni með ábyrgum
hætti..“. Þar sem bæjarstjóri fer
með framkvæmdavald í umboði
bæjarstjórnar er honum skylt að
fara eftir þessu ákvæði. Sveitar
félög eins og öll fyrirtæki þurfa
ávallt að vera á tánum við að
fylgjast með rekstrinum og
bregðast við í tíma þegar það
þarf. Haraldur bendir á sem
dæmi um verkefni sem þarf að
takast á við sé 1012% launa
hækkun á árunum 20142015.
Vissulega sé ánægjulegt að fólk
fái launahækkanir en við þeim
þurfi að bregðast í rekstri
bæjarins.
Há fjármagnsgjöld
Hafnarfjörður býr við aðeins
öðruvísi aðstæður en Reykjavík,
Seltjarnarnes og Garðabær.
Skuldahlutfall þessara sveitar
félaga sé lágt og auðvelt að eiga
við. Haraldur segir að hins vegar
hljóti það að vega þungt í rekstri
sveitarfélags eins og Hafnar
fjarðar að þurfa að greiða 1,7
milljarða kr. á ári í fjármagnsgjöld
sem eru um 9% af tekjum
sveitar félagsins. Hins vegar sé
það ekki vandamál sem sveitar
félagið ráði ekki við. Segir hann
margt hægt að gera. Ekki sé farið
í greininguna til að skerða
þjónustu.
Hann vilji taka upp nýjan
hugsanagang hjá sveitarfélaginu
sem feli í sér betri nýtingu á fjár
munum og stefnan sé ekki endi
lega að skera niður – það séu
aðrar leiðir mögulegar.
Leitað eftir tillögum
Segir Haraldur að ráðgjafinn
sem fenginn var til verksins sé
nú þegar byrjaður að ræða við
stjórnendur bæjarins og fólkið á
gólfinu og kalla eftir tillögum.
Hafnarfjarðarbær nýtur nú
þess að verðbólga hefur verið
lægri en spáð var og að gengi
hafi verið hagstætt. Þá hafa út
svars tekjur verið hærri en áætl
aðar og því var hægt að mæta
724 milljón króna útgjaldaauka
sem sam þykktur var með fjórða
viðauka við fjárhagsáætlun 2014
með 330 milljón kr. auka útsvars
tekjum, 235 milljón kr. gengis
hagnaði og 159 milljón kr. lægri
verðbótum en ætlað var. Slíka
viðauka á ekki að þurfa að gera
við eðlilegar aðstæður.
Í tillögu að fjárhagsáætlun
fyrir 2015 er gert ráð fyrir um
400 milljón kr. halla á Ahluta en
um 580 milljón kr. rekstrarafgangi
á Bhluta og nettó um 180
milljón kr. rekstrarafgangi. Að
sögn Haraldar eru þó væntingar
um að rekstrarúttektin skili af sér
sparnaðarleiðum sem verði til
þess að ekki verði halli á Ahluta.
Borga á niður skuldir og
lækka skatta
Hafnarfjörður er í 5. sæti yfir
skuldahæstu sveitarfélögin með
skuldir sem eru 216% af tekju
stofni. Þar vilja menn ekki vera
lengi og markmiðið er að greiða
niður skuldir. Það er hins vegar
líka óásættanlegt að mati
Haraldar að í Hafnarfirði sé
útsvar í hámarki, 14,52%. Þetta á
við um fjölmörg önnur sveitar
félög þó stefnan sé víða tekin á
lækkun. Þá er fasteignaskattur á
íbúðarhúsnæði í Hafnarfirði
mjög hár miðað við sveitarfélög
in í kringum okkur, 0,28% á
meðan hann er 0,2% í Reykjavík,
0,26% í Garðabæ og 0,27% í
Kópavogi. Hins vegar þarf að
taka með í reikninginn lægra
fasteignamat í Hafnarfirði í
einhverjum tilfella.
Mismunandi
rekstrarkostnaður skóla
Haraldur tók sjálfur saman
kostnað á nemanda í skólum
bæjar ins og þar kemur í ljós að
hann er mjög mismunandi hvort
sem miðað er við launakostnað á
hvern nemenda eða annan rekstr
ar kostnað á hvern nem anda.
Hraunvallaskóli er stærsti skóli
landsins með 749 nemendur en
þar eru útgjöldin jafnframt lægst
á hvern nemanda. Munur er á
skólum með sambærilegum
nemendafjölda, einnig ef borið
er saman við aðra jafnstóra skóla
á landinu. Með greiningunni á að
fá skýringar á þessum mun og
hvernig hægt sé að læra af þeim
skólum sem eru hagkvæmastir.
Kannski á þessi munur rétt á sér
í einhverjum tilfellum að sögn
Haraldar en nauðsynlegt sé að
vita það.
Aðeins eru leikskólagjöld
hærri á höfuðborgasvæðinu í
Garðabæ og Mosfellssveit en
mun lægri í Reykjavík og í
Kópa vogi. Í Hafnarfirði eru
1609 ígildi heilsdagsvistunar á
leikskólum en stöðugildi starfs
manna er 434,6. Gerir það 3,7
heilsdagsígildi á hvert starfsgildi.
Í Reykjavík er hlutfallið 4,1 en
aðeins í Kópavogi er hlutfallið
örlítið lægra, 3,65 þegar skoðuð
eru 6 stærstu sveitarfélögin. Ef
miðað er við Reykjavík eru
aukalega 41,9 stöðugildi í
Hafnarfirði sem jafngildi kostn
aði upp á rúmar 190 milljónir kr.
á ári. Haraldur segir að ekki sé
hægt að horfa fram hjá svona
staðreyndum og leita þurfi
skýringa.
„Og það gerum við með
samtali, alveg eins og við gerð
um þegar við unnum að lausn
húsnæðismála í Áslands og
Hraunvallaskóla. Í stað þess að
fara í fjárfestingar í húsnæði,
leggjum við áherslu á að fjárfesta
í innviðum skólastarfsins,“ segir
Haraldur en nánar er sagt frá
þessu annarstaðar í blaðinu.
Starfsfólki hefur fjölgað hjá
Hafnarfjarðarbæ, fjölgaði um 50
stöðugildi frá 20122013. Af
hverju, spyr Haraldur. Alla svona
þætti þarf að skoða, spyrja og
leita skýringa. Segir Haraldur að
ekki sé stefnt á uppsagnir starfs
manna en hægt sé að hagræða
þar sem slíkt þurfi með eðlilegri
starfsmannaveltu.
Ábyrgð
Segir Haraldur að ef hann eigi
að gæta ábyrgðar við meðferð
fjármuna sveitarfélagsins þá geti
hann ekki horft fram hjá svona
stað reynd um um hærri kostnað í
Hafnar firði en annars staðar þar
sem það á við. Segir hann grein
inguna eigi að vera grundvöll að
ákvörðunum um aðgerðir til að
nýta fjármuni bæjarbúa betur.
Úttektinni á að vera lokið í
febrúarlok.
Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri í Hafnarfirði
Hægt að spara án þess að skerða
þjónustu – en jafnvel auka
Snýst um að taka ákvarðanir
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Nýlega samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar
samhljóða að láta gera greiningu á rekstri
Hafnar fjarðarbæjar. Blaðamaður hitti bæjarstjóra,
Harald L. Haralds son, sem hefur einmitt gert
fjölmargar slíkar greiningar fyrir önnur
sveitarfélög og forvitnaðist um úttektina.
verður haldinn þriðjudaginn 9. desember nk.
í Golfskála Keilis
Fundurinn hefst stundvíslega kl. 19:30
Dagskrá:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar
3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis
4. Lagabreytingar – stjórnarkjör (tillögur liggja frammi á skrifstofu viku fyrir fund)
5. Stjórnarkosning
6. Kosning endurskoðanda
7. Kosning fulltrúa og varafulltrúa í samtök, sem Keilir er aðili að
9. Önnur mál
Kvenfatnaður áberandi í miðbænum
Líflegt á tískusýningu Lilju boutique og Kakí
Bæjarbíó er í dag lifandi staður
sem rómaður er fyrir hljómburð.
Sl. fimmtudag þyrptust þangað
áhugasamir gestir um kvenfatnað
og það kom víst ekki neinum á
óvart að karlar sáust þar varla.
Verslanirnar Kakí og Lilja
boutique á Strandgötunni stóðu
fyrir tískusýningunni til að
kynna vörur fyrirtækisins og til
að bjóða upp á skemmtilegt
kvöld sem lukkaðist greinilega
mjög vel. Í anddyri Bæjarbíós
voru ýmsar vörukynningar og
veitingar og fjölmargar fóru út
með glæsilega vinninga úr
happdrætti. Eftir sýningu var
opið í báðum verslununum og
þar var glatt á hjalla inn í nóttina.Fyrirsæturnar komu úr hópi vina og kunningja og stóðu sig vel.
Björk Jakobsdóttir átti auðvelt
með að draga fram bros.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n