Fjarðarpósturinn - 27.11.2014, Síða 14
12 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014
Ólíðandi forgangsröðun
í Hafnarfirði
Mánudaginn 24. nóvember
síðastliðinn afgreiddi fræðsluráð
tillögur sínar að fjárhagsáætlun
fyrir árið 2015. Í tillögum
fræðsluráðs er gert ráð fyrir 2,7%
hækkun gjaldskráa fyrir árið
2015. Það þýðir m.a.
hækkun leikskólagjalda
á næsta ári um 2,7%.
Áætlað er að slík hækk
un gjaldskráa muni
skila 18 milljónum í
auknar tekjur til Hafn
ar fjarðar. Einnig er
áætlað að skera niður
um 25 milljónir af fjár
veitingum til grunn
skóla Hafnarfjarðar
vegna nýrra reiknireglna við
út hlutun kennslustunda. Fram
sókn arflokkurinn er á móti slíkri
forgangsröðun. Fyrir kosn
ingarnar í vor lagði flokkurinn
ríka áherslu á aukinn stuðning
við barnafjölskyldur í Hafnar
firði. Þessar tillögur eru hreinlega
á skjön við þá stefnu Fram
sóknarflokksins. Það má öllum
vera ljóst að þessi gjaldskrár
hækkun upp á 2,7% kemur sér
afar illa við foreldra leikskóla
barna í Hafnarfirði. Nú þegar eru
leikskólagjöld í Hafnarfirði hærri
en í nágrannasveitarfélögunum
Reykjavík og Kópavogi. Á þetta
benti Helga Hrönn Óskarsdóttir,
fulltrúi foreldra leikskólabarna í
bókun sinni á fundi fræðsluráðs
þar sem tillögur þessar voru
samþykktar.
Þjónustukönnun Capacent
frá 2013
Í nóvember 2013 gerði Capa
cent þjónustukönnun meðal 16
sveitarfélaga á landinu. Mark
miðið var að kanna ánægju með
þjón ustu Hafnarfjarðar og ann
arra sveitarfélaga ásamt því að
gera samanburð þar á. Þegar
kemur að þjónustu Hafnarfjarðar
við barnafjölskyldur er Hafnar
fjörður í 14. sæti, þar sem 47,6%
eru ánægðir með þjónustuna.
Einungis tvö sveitarfélög eru
fyrir neðan okkur. Það eru
sveitarfélögin Árborg og Reykja
vík. Í sömu könnun er Hafnar
fjörður m.a. undir heild ar
meðaltali sveit ar félaga
þegar kemur að ánægju
með þjón ustu leikskóla,
þjónustu grunnskóla og
þjónustu við barnafjöl
skyldur. Við verðum að
taka mark á þessu og
það gerum við svo
sann arlega ekki með
niður skurði og hækkun
gjaldskráa. Tillögur
fræðslu ráðs gera einnig
ráð fyrir auknum stuðningi í
Hraun vallaskóla og spjald
tölvuvæðingu Áslandsskóla. Það
eitt og sér er gott en nauðsynlegt
er að halda áfram að styrkja
innra starf leik og grunnskóla
með markvissum hætti.
Hvaðan koma peningarnir?
Í tillögum fræðsluráðs kemur
það fram að vegna smærri
árganga muni börnum fækka um
120 á milli ára. Vegna þessa er
gert ráð fyrir því að um 73
milljónir muni sparast vegna
lækkunar á rekstrarkostnaði leik
skólanna. Einnig er gert ráð fyrir
25 milljóna sparnaði vegna nýrra
reikni reglna við úthlutun
kennslu stunda. Við teljum rétt að
nýta það svigrúm sem myndast
vegna þess til að styrkja innra
starf skólanna og í þjónustu við
fjölskyldur með ung börn, hækka
tómstundastyrk og auka syst
kina afslátt. Við verðum að gera
Hafnarfjörð að fjölskylduvænu
sam félagi og raunverulegum
valkosti fyrir ungt fólk til fram
tíðar. Með nýjum íbúum koma
auknar tekjur – við skulum
heldur ekki gleyma því.
Höfundur er oddviti
Framsóknarflokksins í
Hafnarfirði.
Ágúst Bjarni
Garðarsson
Dalshrauni 24 • 220 Hafnarfir›i • www.steinmark.is • Sími 555 4855
Prentsmi›jan Steinmark
Stofnað 1982
Jól 2014
Jól 2014
Verð frá kr. 2.400 kr.
(16 stk. 15x10 cm, 4 bls)
Fleiri stærðir eru:
14x14 cm, 10x21 cm – 4 bls.
Standandi/Liggjandi
Umslög fást hjá okkur!
Persónuleg jólakort
.. kemur út 4. des.
Tryggðu þér
auglýsingapláss