Þjóðlíf - 01.07.1986, Síða 9

Þjóðlíf - 01.07.1986, Síða 9
Þessa gagnrýni á heilbrigðiskerfið og læknavísindin útfærði Illich nánar í bókinni Medical Nemesis sem út kom árið 1975. í þeirri bók sakaði hann læknavísindin um samsæri gegn almenningi og hélt því fram að heilbrigðiskerfið væri orðið ein alvarlegasta ógnin við heilsu manna í nútímaþjóðfélagi. Þessa ásökun sína studdi Illich margvíslegum staðhæfingum, svo sem eftirfarandi: Læknavísindin eru áhrifalítil vörn gegn sjúkdómum og oft eru þau beinlínis skaðleg. Læknar valda oft sjúkdómum, t. d. með óhóflegri og kæruleysislegrí lyfjagjöf. Heilbrigðiskerfið dregur úr ábyrgð fólks á eigin heilsufari oggerir það sífellt háð- ara heilbrigðisstéttunum. Listin að lækna hefurlotið ílægra haldi fyrir tæknivæðingu vísinda. ístað þess að ýta undir lækningamátt náttúrunnar leggja læknar allt kapp á að taka við- fangsfni sín tæknilegum tökum. Mjög skortir á mannleg samskipti milli sjúklinga og lækna sem eru of tæknilega sinnaðir og menntaðir til að umgangast manneskjur afskilningi. Viðleitni hjúkrunarfólks til þess að draga úrþjáningum og sársauka gengur út í öfgar. Hún dregur úr hæfileika manna til að takast á við veruleikann afdjörfung ograunsæi. Starf heilbrigðisstéttanna beinir sjónum okkar frá meginorsökum margra sjúk- dóma ínútímasamfélagi. Það er orðið eitt höfuðviðfangsefni læknisfræðinnar að viðhalda sjúku lífi hjá fólki sem lifirí óheilbrigðu umhverfi. Langflestir læknar hafa talið afstöðu Illich svo öfgafulla, að hann sé ekki svaraverður. En þeir læknar, sem svarað hafa ásökunum Illich, s.s. David Horrobin í bókinni Medical Hu- brís, 1977, hafa lagt áherslu á að þótt Illich hafi ýmislegt til síns máls eyðileggi mann málflutning sinn með grófum ýkjum og alhæfingum, auk þess sem hann sé fjarri því að vera sjálfum sér samkvæmur. Allar þessar staðhæfingar megi rökstyðja með dæmum sem sýni að verulega verði að bæta heilsugæslu og menntun heilbrigðisstétta, en þau séu fjarri því að renna nægilegum stoðum undir þau meginatriði í ákæru Illich að læknavísindin séu samsæri gegn almenningi og heilbrigðis- kerfið helsta ógnin við heilsu manna. Þvert á móti: Ef rétt sé á málum haldið í framtíðinni verði hægt að nýta núverandi þekkingu og aðstöðu heilbrigðisstéttanna til þess að ná mark- miðum heilbrigðisþjónustunnar. Á síðustu árum hafa margir, bæði úr röðum lækna og leik- manna, lagt fram mjög áhugaverð innlegg í þessa umræðu. í þessari grein mun ég reifa nokkur helstu atriðin sem þar hafa komið fram. Hafa læknavísindin lítil áhrif á bætta heilsu? í bókinni The Role of Medicine, 1976, færir enski læknirinn Thomas McKeown rök að því að læknavísindin hafi átt lítinn þátt í að auka lífslíkur manna og bæta heilsu þeirra. Þetta áhrifaleysi læknavísindanna er einna ljósast þegar litið er til Þriðja heimsins í dag. Ljóst er, að það sem þarf til þess að hafa raunveruleg áhrif á heilbrigði fólks í þeim heimshluta er einkum eftirfarandi: - Bætt og meiri næríng. - Heilnæmara umhverfi og betri aðbúnaður. - Breyttir lifnaðarhættir, t. d. minni barna- fjöldi. McKeown telur að sagan sýni og reynslan kenni okkur að framfarir í heilbrigðismálum hafi að langmestu leyti orðið vegna breytinga á ofannefndum skilyrðum. í velferðarþjóðfé- lögum nútímans er heilbrigðisvandinn auðvitað ekki sambæri- legur við ástandið í Þriðja heiminum, en samt sem áður telur McKeown að þessir sömu þrír þættir séu enn mikilvægastir: - Skaðlegir lifnaðarhættir, s.s. reykingarog hreyfingarleysi. - Óheilnæmt umhverfi, t.d. mengun ogað- búnaðurá vinnustöðum. - Óhollt mataræði. ÞJÓÐLÍF 9

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.