Þjóðlíf - 01.07.1986, Side 31

Þjóðlíf - 01.07.1986, Side 31
Lýðræðishreyfingin sem nú er stærsti stjórnmálaflokkur landsins, var stofnaður 1990 en um leið voru lagðir niður þrír tiltölulega litlir flokkar, Alþýðubandalag, Alþýðu- flokkur og Kvennalisti. Jafnframt tóku þátt í stofnun hreyfingarinnar fjölmargir, sem staðið höfðu utan eldri flokkanna. Ákveðið var að kjósa formann og varaformann Lýð- ræðishreyfingarinnar í almennum kosningum innan hennar og undir- strika þar með beina þátttöku í flokksstarfinu og að forystan væri ekki valin með hrossakaupum og makki forystumanna gömlu flokk- anna. Líklegast er talið, að Lýðræðis- hreyfingin myndi minnihlutastjórn, en njóti hlutleysis Framsóknarflokks- ins sem lýsti því yfir eftir mikið af- hroð í kosningunum að hann kysi að vera utan stjórnar og eðlilegt væri að sigurvegarar kosninganna tæki við stjórnartaumunum. Hér hefur verið lýst í örstuttu máli atburðarás í íslenskum stjórnmálum að fimm árum liðnum. Á árunum fyrir 1970 hefði slík lýsing hljómað sem hugarburður — fremur til marks um brenglað ímyndunarafl en grein- ingu á þeim straumum, sem vísa til framtíðar. í dag getur hins vegar eng- inn útilokað að frásögnin hér að ofan reynist ekki í stórum dráttum rétt: á næstu árum verði flokkakerfinu gjör- breytt og í stað forystuhlutverks Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks, sem verið hafa valdamestir flokka hér á landi í langan tíma, komi öflugur flokkur vinstra megin við miðju í tengslum við sterka verka- lýðshreyfingu sem og öfluga kvenna- hreyfingu. íslensk stjórnmál hafa gjörbreyst á tæpum tveimur ára- tugum. Hér verður rætt um þessar breytingar og spáð í framtíðina með hliðsjón af atburðum síðustu missera. Þegar litið er til baka má sjá að forsetakosningarnar 1968 voru meira en gárur á yfirborði stjórnmálanna. Á þeim tíma var ekki ljóst, að í gerj- un væru meiriháttar breytingar. Einn af helstu stjórnmálamönnum lands- ins, Gunnar Thoroddsen, hafði að vísu tapað með miklum atkvæðamun fyrir Kristjáni Eldjárn, þjóðminja- verði. Flestir afgreiddu þessi úrslit sem n.k. endurtekningu á forsetak- osningunum 1952, þegar tveir stærstu stjórnmálaflokkarnir studdu fram- bjóðanda sem tapaði kosningunum. Fáa grunaði að framundan væri um- rót, sem raskaði mjög stöðu stjórn- málamanna og stjórnmálaflokka í ís- lensku þjóðlífi. Þingkosningarnar 1971 sýndu síð- TÍMAMÓT an, að undir sléttu yfirborði fjór- flokkakerfisins - Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks — var mikil pólitísk ólga. Nýr flokkur, Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna (SFV) hlaut ÞJÓÐLÍF 31

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.