Þjóðlíf - 01.07.1986, Side 28

Þjóðlíf - 01.07.1986, Side 28
Þeir sem vilja gerast félagar eða fá upplýsingar um starfsemina geta snú- ið sér til skrifstofunnar. Vilji maður styrkja starfsemi Amnesty er um tvær leiðir að velja. í fyrsta lagi að gerast styrktarfélagi og greiða árgjald, en starfsemin byggir að mestu leyti á þeim. Því fylgir einnig áskrift inn- lenda fréttabréfsins sem íslands- deildin gefur út. Hins vegar er hægt að gerast virkur félagi og taka þátt í starfsemi hópanna sem vinna að mál- efnum fanga, — í fyrsta lagi sam- viskufanga, en það eru þeir nefndir sem ekki hafa beitt ofbeldi heldur verið fangelsaðir vegna skoðana, lit- arháttar, kynferðis, tungu eða trúar; í öðru lagi fanga sem sæta pyntingum eða eiga yfir höfði sér dauðarefsingu; og í þriðja lagi pólitískra fanga, en samtökin beita sér fyrir því að þeir séu sem fyrst leiddir fyrir rétt og fái viðunandi málsmeðferð. Sérhver fangahópur fjallar um mál tveggja fanga og er reynt að hafa þá frá mismunandi heimshornum og frá löndum með mismunandi stjórn- skipulagi. Reynt er að veita fjöl- skyldum fanganna stuðning meðan þeir eru í fangelsum, fé er safnað fyrir fatnaði, matvælum og styrkjum til skólabarna og þegar fangelsun veldur töfum á námi stúdenta er reynt að senda þeim bækur á sviði námsgreina þeirra. Fyrir kemur að aðstoð er veitt við að greiða málsvörn fanganna. Sérstakur hópur tekur einnig að sér að taka þátt í því sem kallað er skyndiaðgerðir, en þá eru send sím- skeyti samstundis í máli sem þarfnast skjótra viðbragða. Fólk getur gerst áskrifendur að árs- skýrslu samtakanna þar sem fram koma upplýsingar um mál sem unnið hefur verið að, svo og að alþjóðlega fréttabréfinu sem heildarsamtökin gefa út. Þar eru m.a. upplýsingar um fanga mánaðarins og mál ýmissa landa sem rannsóknardeild samtak- anna hefur unnið að. Hún sendir oft á tíðum sendinefnd til ýmissa landa sem aflar upplýsinga í skýrslur sem gefnar eru út um ástandið í viðkom- andi landi og eru fréttatilkynningar samdar úr þeim í helstu fjölmiðla heims. Þess má geta að hin traustu vinnubrögð Amnesty International fengu verðskuldaða viðurkenningu þegar samtökunum voru veitt friðar- verðlaun Nóbels árið 1977. Sudur-Afríku herferð Fyrir utan hópstarfið beitir íslands- deild Amnesty kröftum sínum að fleiri málum og fer að því leyti líkar leiðir og deildir annarra landa. Reynt hefur verið að taka þátt í því sem kallað er herferðir en þá er eitt ákveðið land eða ákveðið mál tekið fyrir. Síðastliðin tvö ár einbeittu sam- tökin sér að afnámi pyntinga og var unnið að kynningu á þeim málum á margvíslegan hátt, m.a. með kynn- ingum í skólum og sölu plakata, leikdagskrám o.fl. Nú er í gangi her- ferð sem beinist að ástandi mála í Suður-Afríku og er herferðarstjóri hér á landi sr. Jón Bjarman. Að sögn Sigríðar Ingvarsdóttur, nýkjörins formanns íslandsdeildar- innar, er leitað til ýmissa aðila þegar herferðir eru í gangi og þeir beðnir um að skrifa. Á meðan á herferðinni stendur berast embættismönnum og þúsundum annarra Suður-Afríkubúa bréf hvaðanæva að úr heiminum, t.d. áhrifamönnum í bæjar- og sveitarfé- lögum, framkvæmdastjórum fyrir- tækja, meðlimum kirkjudeilda, verkalýðsfélaga og annarra samtaka. Þannig er lögð áhersla á að sem flest- ir íbúar landsins fái vitneskju um áhyggjur heimsins af því sem er að gerast í landi þeirra. Herferð þessi hófst 5. mars sl. með því að P.W. Botha forsætisráðherra var sent opið bréf þar sem talin voru upp tíu atriði sem nauðsynleg væru til verndar mannréttindum í landi hans. Ef til vill má rekja tilkynningu um breytingar á vegabréfalögum Suður-Afríku til þessarar herferðar Amnesty, en hún kom í kjölfar skýrslu sem Amnesty gaf út eftir nákvæma athugun á ástandi mála í Suður-Afríku, þar sem m.a. var bent á óréttlæti vegabréfa- laganna. Sterkasta vopnid: réttlætiskennd og brjóstvit almennings Fyrir þá sem hafa hug á að beita kröftum sínum til að hola stein órétt- lætis í heiminum benti Sigríður Ing- varsdóttir á byrjendanámskeið sem íslandsdeildin stendur fyrir og fer yf- irleitt fram á haustin. Fólk getur innritast á þau hvenær sem er á skrif- stofunni. Og næg eru verkefnin. Ein leið sem félagar Amnesty hafa farið víða um heim er starf svokall- aðra markhópa, en það eru hópar atvinnustétta sem einbeita sér að málum stéttarbræðra sinna og -syst- ra, sem sæta kúgun einhvers staðar. Þeir sem vilja taka þátt í slíku starfi þurfa ekki endilega að gerast form- legir félagar í samtökunum. Má nefna starfsstéttir eins og kennara, lögfræðinga, blaðamenn og verkaýðs- leiðtoga sem verða víða fyrir aðkasti stjórnvalda. Hér á landi er starfandi hópur lækna sem reynt hefur að hafa áhrif á stéttarbræður sína annars staðar um að hætta þátttöku í pynt- ingum stjórnvalda, þar sem þekking þeirra er nýtt til annars en að bjarga mannslífum. Sú þekking er þó stund- um nýtt við fanga sem eru að deyja vegna pyntinga og er læknum þá jafn- vel falið að lífga þá við svo hægt sé að gera úrslitatilraun til að fá þá til sagna við yfirheyrslur. Á sama hátt hefur verið reynt að ná til lögreglu- þjóna og hefur Sigríður Ingvarsdóttir tvisvar kynnt samtökin í Lögreglu- skóla ríkisins, þar sem bent er á hvers konar grimmileg, niðurlægjandi og ómannúðleg meðferð sé brot á mannréttindum. Annað mál sem unnið er að núna í samvinnu við fleiri aðila er mannréttindafræðsla í skólum og hafa verið haldin málþing með kenn- urum og fleiri aðilum um það mál. Nefnd er nú starfandi sem hefur m.a. það hlutverk að kanna hvernig best verði staðið að mannréttindafræðslu, en samtökin hafa mikinn áhuga á að ná samstarfi við kennara um þessi mál. Guðrún Hannesdóttir kennari hefur haft forgöngu um þennan mála- flokk af hálfu íslandsdeildarinnar. Handhægasta leiðin til að láta skoðun sína í ljós er svo sú að gerast áskrifandi að kortum sem íslands- deildin gefur út með beiðni til ein- hvers ráðamanns um náðun sam- viskufanga. Áskrifandi kortsins þarf þá ekki annað en að gerast áskrifandi að þessum kortum með því að hring- ja á skrifstofuna. Fjöldi fanga sem látinn hefur verið laus, hugsanlega fyrir atbeina Am- nesty International hefur lýst því yfir hve mikill styrkur þeim er að því að vita af starfi samtakanna meðan á fangelsisdvölinni stendur. Það getur skipt sköpum fyrir lífslöngun þeirra. Sterkasta vopn Amnesty er réttlætis- kennd og brjóstvit almennings sem neitar að loka augunum fyrir því hvað gert er við meðbræður þeirra og -systur hvar sem er í heiminum. Með- an enn er til fólk sem finnst þess virði að reyna að berjast gegn óréttlætinu er von. Jafnframt því einbeita sam- tökin sér að samvinnu við alþjóðlegar stofnanir og ríkisstjórnir sinna landa um að beita sér fyrir afnámi pynt- inga, dauðarefsinga og fangelsana saklauss fólks í öllum löndum. Trúin á að dropinn holi steininn. 28 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.