Þjóðlíf - 01.07.1986, Side 26

Þjóðlíf - 01.07.1986, Side 26
Þessi orð eru höfð eftir séra Martin Niemöller og eiga vel við þegar rætt er um tilgang og starfsemi alþjóðlegu samtakanna Amnesty International. Grundvallarhugsun samtakanna er sú, að okkur komi örlög annarra við og okkur beri skylda til að leggja eitthvað af mörkum til að vinna gegn kúgun og misrétti sem annað fólk er beitt. Að þessu vinna samtökin á mjög skýran og afmarkaðan hátt. Þau einbeita sér að því að vekja at- hygli heimsins á því athæfi stjórn- valda um allan heim að fangelsa og pynta saklaust fólk sem ekki hefur drýgt neinn glæp, aðeins látið í ljós trúar- eða stjórnmálaskoðanir. Með því að afla áreiðanlegra upplýsinga um slíka fanga og fólk sem hefur hreinlega „horfið" og virkja fólk um allan heim til að skrifa viðkomandi stjórnvöldum og biðjast lausnar fyrir það fólk sem enn er á lífi, hefur þess- um samtökum tekist að fá lausa mörg þúsund fanga og ýtt við hinum harð- skeyttustu stjórnvöldum, sem hafa viðurkennt að þrýstingur frá Am- nesty-félögum um allan heim, kemur við taugar þeirra. Þannig hafa samtökin með skipu- lagi sínu og vinnuaðferðum öðlast virðingu, upplýsingar þeirra eru tald- ar mjög áreiðanlegar og þeim hefur tekist að vinna á fullkomlega hlut- lausan hátt hvað varðar hollustu við stjórnmálakenningar. Mannréttinda- yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna er sá lagabókstafur sem höfðað er til og farið fram á að sé framfylgt, en þar kemur m.a. fram skýrt bann við hvers konar pyntingum. „Það má kalla okkur varðhunda Mannréttindayfirlýsingarinnar," sagði starfsmaður íslandsdeildar Amnesty, Ingibjörg Björnsdóttir, í samtali við ÞJÓÐLÍF. En hugum nánar að upphafi sam- takanna. Þau má rekja til þess að snemma árs 1961 las breski lögfræð- ingurinn Peter Benenson um tvo stúdenta sem höfðu verið handteknir fyrir að skála fyrir frelsinu, á veit- ingahúsi í Portúgal, og dæmdir í sjö ára fangelsi. Peter varð sárhneykslað- ur og brá skjótt við. Hann fór í port- úgalska sendiráðið í Lundúnum og mótmælti,-þótt hann gerði sér ljóst að það myndi ekkert bæta hag stúdent- anna. Skoðanakúgun stjórnvalda hafði valdið Peter Benenson áhyggj- um um langan tíma. Á sjötta áratugn- um hafði hann verið viðstaddur póli- tísk réttarhöld í Ungverjalandi, á Kýpur, í Suður-Afríku og á Spáni, annað hvort sem áheyrandi eða verj- eða óbeint. Þrátt fyrir viðleitni Sam- einuðu þjóðanna og annarra alþjóða- stofnana hafa ekki verið fundnar virkar leiðir til þess að koma í veg fyrir þessi og önnur brot á mannrétt- indum. Þessar staðreyndir eru und- irrótin að starfi alþjóðasamtakanna Amnesty International.“ Til þess að trúa á starfsemi þessa er hollt að hafa í huga samlíkinguna um dropann sem holar steininn og að með því að taka ekki afstöðu sé mað- ur í raun að samþykkja kúgunarað- ferðirnar. Og það er ekki flókið mál að leggja lóð sitt á vogarskálarnar. Upplýsingar um fanga koma frá höf- uðstöðvum samtakanna og þeim er dreift til félaga og birtar í dag- blöðum. Síðan er stöðugum straumi áskorana og tilmæla beint til ríkis- stjórna og fangelsisyfirvalda. Bréf fyrir bréf eru send hvaðanæva úr heiminum til tiltekinna ráðherra og til sendiráða viðkomandi lands um allan heim. Félagarnir reyna jafn- framt að vekja athygli fjölmiðla í heimalöndum sínum á málunum og fá fólk í áhrifastöðum til að skrifa undir tilmæli, bænarskrár og mót- mælayfirlýsingar. Fljótvirkari aðferð er einnig beitt þegar fréttist af pynt- ingum fanga eða aftökum sem yfir- vofandi eru, eða þegar afstaðnar. Þá er sjálfboðaliðum í tugum ríkja gert viðvart og innan nokkurra klukku- stunda byrja símskeyti og áskoranir eða mótmæli að streyma til ríki- stjórna og fangelsisstjórna í viðkom- andi landi. íslandsdeild íslandsdeild Amnesty Internation- al var stofnuð 1974 og eru nú skráðir félagar 860. Deildin hefur opna skrif- stofu alla virka daga klukkan 16 til 18 að Hafnarstræti 15 (á þriðju hæð veitingahússins Hornið), sími 1 69 40. andi. Hann hafði einnig skrifað mikið um málið. En nú fór hann að velta fyrir sér hvernig harðstjórar myndu bregðast við skipulögðum mótmæl- um pólitískrar kúgunar, á alþjóð- legum vettvangi, í stað persónulegra mótmæla. Og þá fæddist hugmyndin um eins árs herferð til að vekja at- hygli á aðstæðum þeirra sem í haldi eru um allan heim, í hinum ólíkustu þjóðfélagskerfum, fólks sem hafði unnið það eitt til saka að hafa á friðsamlegan hátt látið í ljós trúar- eða stjórnmálaskoðanir. Benenson ræddi hugmyndina við vini sína og fékk strax mjög jákvæð viðbrögð. Hann skrifaði því grein í breska blaðið Observer sem hann nefndi „Gleymdu fangarnir". Grein- in birtist sama dag í franska blaðinu Le Monde ásamt frétt um herferðina sem kölluð var Appeal for Amnesty ‘61 eða Ákall um sakaruppgjöf. Hluti átaksins var að koma á fót skrifstofu í Lundúnum sem sæi um upplýsinga- söfnun um slíka fanga og að vekja athygli á hverjum fanga fyrir sig. Ákallið fékk strax stuðning hvaðan- æva að og innan fárra mánaða var lagður grundvöllur að heildarsamtök- unum Amnesty International. Grein- in í Observer birtist 28. maí 1961 og miða samtökin aldur sinn við þann dag. Þau eru því réttra 25 ára. Dropinn holar steininn Félagar í Amnesty International eru nú rúm hálf milljón og búa félag- ar og styrktarmenn í 160 þjóð- löndum, en sérstakar landsdeildir eru starfandi í 55 löndum. Samtökin fjalla um málefni um það bil 5000 fanga að meðaltali á ári og má sem dæmi nefna að árið 1985 voru 1655 ný mál tekin upp og 1516 fangar fengu frelsi. I almennu yfirliti um starfsemi al- þjóðasamtakanna Amnesty Internat- ional sem íslandsdeildin gaf út segir: „Víðsvegar um heiminn er þúsund- um og aftur þúsundum karla og kvenna haldið í fangelsum vegna skoðana þeirra. Fjölmörgum er hald- ið föngnum án þess að kæra sé nokkru sinni borin fram á hendur þeim eða þeir leiddir fyrir dómstól. Pyntingar og dauðarefsingar tíðkast víða. í mörgum ríkjum hafa karlar, konur og börn „horfið“ eftir hand- töku um lengri tíma og af mörgum heyrist aldrei framar. Aðrir hafa ver- ið teknir af lífi án dóms og laga eða drepnir af útsendurum stjórnvalda eða sveitum, sem þau styðja beint 26 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.