Þjóðlíf - 01.07.1986, Side 22

Þjóðlíf - 01.07.1986, Side 22
Fór sem sé aö vinna. Það var varla nokkuð annað að gera fannst mér. Mér fannst eiginlega ekkert orðið eft- ir af mér - mér fannst ég þurfa'að vinna mér inn fyrir mat og húsaskjóli, það væri ekki um annað að velja. Og engin plön um neitt. Og þetta var afskaplega hollt, sko. Ég var í þessu í nærri tvö ár - vann við höfnina hjá skipafélagi, sem að vísu er farið veg allrar veraldar nú. Þetta var voðalega skemmtilegt fólk sem ég vann með við höfnina. Tíminn var passlega langur þó.“ Þegar uppvíst varð að Megas hafði sett tappann í flöskuna og einbeitti sér nú að því að ná réttum kili í lífinu brugðust margir reiðir við. Nú gæti hann ekki ort meir. Hvernig hafði ekki farið fyrir ótal skáldum og lista- mönnum sem lokuðu inni Andann? „Þetta er mjög eðlilegt viðhorf,“ segir Megas sem meira að segja er hættur að reykja venjulegt tóbak. „Fólk almennt, og einnig þeir sem fást við að búa eitthvað til, hefur oft svo lítinn skilning á því hvernig sköpunin fer fram og hvað hún í raun og veru er. Fólk heldur gjarnan að þetta sér einhver óskiljanlegur andi. Því er meira að segja haldið fram, að enginn geti búið neitt til nema líða illa á meðan — ef mönnum fari að líða vel, búa í sæmilegu húsnæði og borða almennilega, þá hætti þeir að geta búið nokkuð til. Sko, mín kenning er nú sú að þetta sé áróður auðvaldsins til þess að halda lista- mönnum pá plads. En það er náttúru- lega eins og hver önnur kommalýgi — auðvaldið kemur þarna hvergi nærri. Þetta er bara tilhneiging fólks. Og ég held að margir listamenn trúi því að þeir þurfi að lifa eymdarlífi til að geta búið eitthvað til. Það skaðar þá af- skaplega mikið í allri þeirra baráttu. Ef listamennirnir trúa því sjálfir að þeir þurfi að neyta mikils brennivíns og eiturlyfja til að geta skapað rætist auðvitað sú ósk þeirra. Og þess vegna eru mýmörg dæmi þess að fólk sem hefur sett tappa í flöskuna hættir að geta gert nokkuð. En það lýsir afskaplega mikilli vantrú á mann- eskjunni að halda að fólki sé ókleyft að gera eitthvað af viti nema vera svo og svo mikið ruglað, ha? Það er sagt um Magnús Ásgeirsson að hann hafi unnið allar sínar þýðing- ar drulluspíttaður. Ég sé enga ástæðu til að efast um að hann hafi haft þá aðferð að kýla sig áfram með spítti. Hitt er svo annað mál að hann hefði verið alveg jafn fær án spíttsins. Það var hann sem þýddi, ekki amfetamín- ið. Það er líka sagt, að hann hafi hætt spíttátinu og drykkju — og síðan ekk- ert getað meir. Það getur líka verið satt og rétt, og afskaplega eðlilegt og skiljanlegt. Menn geta ekki unnið neitt þegar skyndilega eru teknar þær aðferðir sem þeir hafa fram til þessa notað við sína vinnu. En það myndi koma - ef þeir tryðu á sjálfa sig. Ég meina — maður notar einhverja að- ferð við að gera hluti og þegar maður má svo ekki nota hana meir er eðli- legt að maður sé stirður. Maður þarf þá að koma sér upp einhverri annarri aðferð. Það er allt í lagi að fólk al- mennt trúi þessu með andann í flösk- unni, en það er öllu verra þegar þeir sem eru í þessu stríði trúa þessu sjálfir." Haustið 1981 innritaðist Megas í Myndlistaskólann þar sem hann hef- ur verið við nám síðan, lauk fyrsta árinu í Nýlistadeildinni í vor. „Sko — ég stóð niðri við höfn og það var kalt. Snjór og bylur og heljarfrost. Maður var að vinna við höfnina og það and- ar alitaf köldu þar, en það var ekki einleikið hvað þessi vetur var kaldur. Og ég hugsaði með mér: „Nei, þetta gengur ekki. Hér er alltof kalt.“ Og svo fór ég að hugsa um hvað ég ætti að gera. Ekki sá ég neina aðra vinnu sem var skárri. Mér hraus hugur við að reyna að leita mér að hlýrri vinnu — fannst ég hreinlega ekki í stakk búinn til þess að fram á það við Al- mættið að það skaffaði mér hlýlegri vinnu. Á hinn bóginn gat ég farið fram á að einhver skóli tæki við mér. Og ég beitti útilokunaraðferðinni. Ekki hafði ég lyst á háskólanum eða öðrum slíkum skólum. Ég hafði lítils- háttar gutlað við myndlist á mínum yngri árum, eins og svo margir gera, og ég gekk undir inntökupróf í Mynd- listaskólanum — þar sem ég hef verið síðan. Hugsaði með mér að ég hlyti að ráða við þetta, og ekki væri nú verra ef skólavistin yrði skemmtileg. í skólanum hef ég kynnst mörgu góðu fólki, fólki á misjöfnum aldri en þannig hefur það alltaf verið með mig. Mér finnst ég ekki vera tengdur neinni kynslóð sérstaklega, eins og mér finnst um svo marga í kringum mig.“ Ekki einu sinni 68-kynslóðinni, spyr blaðakonan, minnug þess að Megas var ídól þeirrar kynslóðar og var meira að segja fenginn sérstak- lega á nýársfagnað kynslóðarinnar um síðustu áramót. Nostalgía af hæstu gráðu, sögðu sumir. „Nei, ekki einu sinni 68-kynslóð- inni,“ segir Megas og hlær nú við. „Fyrir það fyrsta var ég eldri en hún þegar hún var í gangi, fæddur 45, þannig að ég varð aldrei neitt heillað- ur af þessu. Þegar þetta fer í gang er ég orðinn allt of mikill hundingi til þess að falla fyrir þessu. Þetta var náttúrulega einum of billegt, sko, ef maður hafði perspektíf aldursins á þetta. Þetta var bara hlægilegt. En fallegt á sína vísu, voða fallegt. Á köflum gat maður jafnvel hrifist með. En aldrei alveg. Maður hló svolítið með sjálfum sér. Síðan fóru timbur- mennirnir að koma fram hjá þessari kynslóð, og þá hló manni svolítið hugur í brjósti. Þetta gat ekki skeð, skilurðu.“ Ferill Megasar sem tónlistarmanns hefur verið sérkennilegur. Hávaða- samur minnihluti tók hann upp á sína arma fyrir löngu, almenningur suss- aði og sveiaði, hann hvarf af sviðinu um langa hríð en dúkkaði síðan upp aftur fflefldur — og sló í gegn. Nú hrópar unga kynslóðin á Megas — og er friðþægt með Megasi öllum í bili. Er ekki skrýtið að finna að hann nýt- ur allt í einu alþýðuhylli meðal ungs fólks og er orðinn eins og hver annar „Það lýsir afskaplega mikilli vantrú á mennskjunni að halda að fólki sé ókleyft að gera nokkuð af viti nema vera ruglað.“ „Hugmyndir 68-kynslóðarinnar voru náttúrulega einum of billegar ef maður hafði perspektíf aldursins á þær - þetta gat ekki skeð, sko.“ 22 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.