Þjóðlíf - 01.07.1986, Side 35

Þjóðlíf - 01.07.1986, Side 35
lista sjálfstæðisfólks á Vestfjörðum 1983, T-listanum, og hlaut ríflega 600 atkvæði. Möguleikar Sigurlaugar á þingsæti í næstu kosningum eru hverfandi litlar. Aðeins í Reykjavík eru umtalsverðar líkur á því að konur auki hlut sinn í öruggum þingsætum. Þetta mun ráðast töluvert af fyrir- komulagi við val frambjóðenda. í prófkjöri eiga konur í Sjálfstæðis- flokknum sennilega minni möguleika heldur en með „gamla laginu", þar sem uppstillinganefnd gerir tillögu um skipan listans sem síðan er af- greiddur í fulltrúaráði flokksins. í Reykjavík eru fyrirsjáanleg mikil innanflokksátök þar sem konur verða ekki í aðalhlutverkum. Albert Guð- mundsson mun t.d. varla hávaðalaust skipa aftur efsta sætið og varla heldur Fríðrík Sophusson annað sætið. Báð- ir tengjast þeir öflum sem mjög eiga nú undir högg að sækja innan Sjálf- stæðisflokksins og utan. FRAMSÓKNARFLOKKURINN hefur 14 þingmenn, allt karlmenn. Hlutur kvenna er þó nokkur á listum í Reykjavík og á Reykjanesi, eða um 40 prósent. í Reykjavík fékk Fram- sókn einn þingmann og miðað við úrslit sveitarstjórnarkosninganna er vafasamt að flokkurinn haldi þeim manni í næstu kosningum. Stein- grímur Hermannsson vill raunar skipta um í efsta sætinu í Reykjavík, fá Guðmund G. Þórarínsson í stað Haraldar Ólaíssonar. Barist verður um sætið en eins og hjá Sjálfstæðis- flokknum munu konur koma þar lítt við sögu. í kjördæmum utan Reykjavíkur og Reykjaness hefur Framsókn þrjá þingmenn í Noðurlandi eystra en tvo í hverju hinna. Hvergi eru konur í einhverju af þremur efstu sætum og í heild skipa karlar um 80 prósent sæt- anna. Mín skoðun er sú að aðeins í Norðurlandi eystra séu töluverðar líkur á að kona verði í „öruggu" sæti í næstu kosningum. Þá mun Stefán Valgeirsson hætta og í hans stað gæti komið Valgerður Sverrísdóttir, fyrsta og eina konan sem situr í stjórn SIS. Framsóknarmenn í N-Þingeyjarsýslu munu einnig sækjast eftir sæti ofar en hinu fjórða, en þar var síðast Níels Árni Lund, ritstjóri Tímans. Hann hefur þegar lýst yfir áhuga á þingsæti. Ég veðja samt á Valgerði, sem síðast skipaði fimmta sætið. Hún á marga stuðningsmenn, þar á meðal Val Arnþórsson, kaupfélagsstjóra KEA. Væntanlega munu síðan andstæðing- ar Vals einnig styðja Valgerði, m.a. til að bægja honum frá þingmennsku og áhrifastöðu í flokknum. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ hefur að- eins eina konu í sínu þingliði, Guð- rúnu Helgadóttur. Hún er frá Hjörleifur Guttormsson sem ekki nýtur lýðhylli á borð við Helga eða Lúðvík Jósepsson, fyrrum þingmann flokksins um áratuga skeið. Ekki er útilokað að í annað sætið veljist kona, en líklegra er þó að það verði Reykjavík þar sem flokkurinn hefur þrjá þingmenn. Annars staðar hefur Alþýðubandalagið einn þingmann, nema tvo á Austfjörðum og engan á Vestfjörðum. Skúli Alexandersson og Guðmundur J. Guðmundsson eru elstir þingmanna Alþýðubanda- lagsins, en þeir eru rétt um sextugt. Lítil endurnýjun verður á framboðs- listum í næstu kosningum í flestum kjördæmum. Guðmundur J. gæti fall- ið í forvali, en ósennilegt er að kona komi í staðinn. Fyrir austan hefur Helgi Seljan hug á að hætta og fyrir vestan mun Kjartan Ólafsson e.t.v. ekki vilja fara fram aftur, en hann hefur verið í efsta sætinu síðan 1974, bætt við fylgi en aðeins einu sinni (1978) náð kjöri. í stað Kjartans gæti komið Þuríður Pétursdóttir, bæjar- fulltrúi á ísafirði. Karlmenn koma einnig til greina í efsta sætið, m.a. Krístinn H. Gunnarsson bæjarfulltrúi á Bolungarvík, Finnbogi Hermanns- son ísafirði og Sigurbjörn Jónsson Súgandafirði. Á Austfjörðum er flokknum mikili vandi á höndum ef Helgi Seljan hættir. Eftir stendur þá karlmaður, t.d. Sveinn Jónsson, verkfræðingur og varaþingmaður. ALÞÝÐUFLOKKURINN hefur að- eins sex þingmenn, þar af eina konu, Jóhönnu Sigurðardóttur. Aldursfor- setinn er Karvel Pálmason, sem verð- ur fimmtugur í sumar. Konum mun vart fjölga mjög í þingliðinu við næstu kosningar. Flokkurinn mun að öllum líkindum bæta við sig einhverj- um þingsætum, en þar á meðal verða einhverjir karlmenn, t.d. Árni Gunn- arsson í Norðurlandi eystra, og efsti maður á Suðurlandi (Páll Magnússon fréttamaður?). Af þessari umfjöllun sést, að í næstu þingkosningum mun konum varla fjölga mjög í öruggum sætum á listum fjórflokkanna. Auðvitað er ekki unnt að útiloka að einhver aukn- ing verði, en ekki verður hún þá um- talsverð. Yfirhöfuð er aðlögunar- hæfni flokkanna mikið minni í lands- málapólitíkinni en í sveitarstjómum. Hver flokkur hefur á að skipa mörg- um öruggum sætum í sveitarstjórnum ÞJÓÐLÍF 35

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.