Þjóðlíf - 01.07.1986, Qupperneq 49

Þjóðlíf - 01.07.1986, Qupperneq 49
einstaklingar sem voru mjög til póii- tískrar forystu fallnir og héldu merkj- um vinstri stefnu hátt á lofti. En hver er lærdómurinn sem draga má af sam- einingartilraunum ungra SUF-ara og Möðruvellinga? Voru hugmyndir þeirra óraunsæjar — miðað við þann flokk sem þeir störfuðu í og miðað við þann tíma sem þessar hugmyndir voru settar fram? Þýðir kannski ekki að sameina vinstri menn? Verða þeir alltaf sundraðir? „Möðruvallahreyfingin var ótíma- bær tilraun til sameiningar vinstri manna og hafði þau áhrif að hún verður ekki reynd næstu tíu til 15 árin,“ segir Gunnlaugur Sigmunds- son. „Ef einhver sameining verður þá er líklegast að það verði frjálslyndir miðjumenn úr Framsókn, Alþýðu- flokki og Sjálfstæðisflokki gegn markaðshyggjuöflunum. “ „Flokkamir eru miklu ólíkari en við héldum eða vildum að þeir væru,“ segir Sólveig Ólafsdóttir. „Það hefur sýnt sig síðar að þessar hugmyndir voru óraunsæjar. Það hef- ur aldrei verið neinn vilji hjá forystu- mönnum flokkanna um að sameinast - til þess eru hagsmunir þeirra allt of sterkir.“ „Barátta Möðruvellinga sýndi að mínu viti afdráttarlaust að sú leið sem við vildum fara gengur ekki upp,“ Elías Snæland Jónsson: Trúðum á samruna gamalgróinna flokka „Baráttan innnan Framsóknar- flokksins átti rætur að rekja aftur til síðustu ára sjöunda áratugarins og var reyndar beint framhald þeirrar vinstri stefnu sem Fram- sóknarflokkurinn boðaði í for- mannstíð Eysteins Jónssonar,“ sagði Elías Snæland Jónsson, nú- verandi ritstjórnarfulltrúi DV, en hann var formaður FUF 1969-71. „Sameiningarmálið sem mjög var á oddinum hjá okkur á árunum 1970- 74 var einungis eitt af mörgum mál- um þar sem kom til átaka milli vinstri framsóknarmanna og þáverandi flokksforystu. Þar var til dæmis tekist á um stefnu í hermálinu, byggðamál- um og stjórnkerfismálum, og svo að sjálfsögðu um vinnubrögð innan flokksins, en þar voru ágreiningsefn- in mörg. Fyrstu árin voru það ungir framsóknarmenn sem stóðu nánast einir í þessari baráttu. Stofnun Möðruvallahreyfingarinnar var í reynd tilraun okkar til að tengja eldri flokksmenn á vinstri vængnum inn í baráttuna." Og Elías Snæland bætir því við að sú tilraun hafi tekist bæri- lega. „Allt fram til fundar í fram- kvæmdastjórn flokksins í mars 1974 var það trú okkar, flestra a.m.k., að samkomulag myndi takast innan flokksins. En á þeim fundi kom fram að vilji til slíks var ekki til staðar þar sem máli skipti, og þar með ljóst hvert stefndi. Þegar litið er yfir þetta tímabil í sögu Framsóknarflokksins nú rúmum áratug síðar er ljóst, að trú okkar á árangur af baráttu Möðruvalla- hreyfingarinnar fyrir lykilmálum sín- um innan flokksins var óraunsæ. Það meginbaráttumál að flokkurinn gegndi ávallt því hlutverki að vera forystuafl vinstri manna var í algjörri andstöðu við ríkjandi viðhorf foryst- unnar, sem var það að flokkurinn ætti ávallt að vera til taks á uppboðs- torgi stjórnmálanna. Og formanns- hollustan í flokknum var auðvitað slík að óraunhæft var að ætla sér að knýja fram einhverja þá stefnu eða vinnubrögð sem formanninum voru ekki að skapi. Slíkt tókst að vísu á flokksþinginu vorið 1971, en 1974 voru aðstæður allt aðrar, kannski ekki síst að því leyti að formaður flokksins var jafnframt forsætisráð- herra. Það hafði einnig sitt að segja að lokauppgjörið í flokknum fór ekki fram á flokksþingi heldur miðstjórn- arfundi, þar sem forystan hefur alltaf haft mun meiri tök. segir Elías Snæland Jónsson. „Sam- eining félagshyggjufólks með sam- runa gamalgróinna flokka er jafn ó- raunhæf í dag og hún var á fyrstu árum áttunda áratugarins. Eini mun- urinn er sá, að á þeim árum trúðum við því að sú leið væri fær. Nú vitum við betur.“ En vitum við betur? Hefur allt verið reynt sem hægt er? Sagt er að frumherjarnir nái sjald- an markmiðum sínum — en þeir plægi drjúgum. Munu Möðruvell- ingar og fleiri sem reynt hafa samein- ingu vinstri aflanna kannski reynast sá plógur sem ryður brautina? Að mínu mati hafði brotthvarf Möðruvellinga úr Framsóknarflokkn- um mikil áhrif á flokkinn. Vinstrí stefna hefur ekki þekkst á þeim bæ síðan og öll umræða um pólitík hefur snúist um stjórnarathafnir og fyrir- greiðslu. Flokkurinn hefur ýmist unn- ið til hægri eða vinsti eftir því sem valdahagsmunir hafa sagt til um. Af- leiðingin er m.a. sú að fast fylgi flokksins hefur snarminnkað, svo sem dæmin sanna úr undanförnum kosningum. í Möðruvallahreyfing- unni var mikið af dugmiklu fólki sem trúði á það sem það barðist fyrir og lagði mikið í sölurnar. Hreyfingin sýndi svo ekki var um villst að ungt fólk getur haft veruleg áhrif á gang stjórnmála ef það nær saman um hug- sjónir, þótt endanlegur árangur hafi ekki orðið sá sem að var stefnt í þetta sinn.“ Aðspurður um hvort baráttan fyrir sameiningu félagshyggjuafla landsins hafi verið vonlaus á þessum tíma svaraði Elías Snæland: „Barátta Möðruvellinga sýndi að mínu viti af- dráttarlaust að sú leið sem við vildum fara gengur ekki upp. Það er ekki hægt að sameina gamalgróna stjórn- málaflokka. Hagsmunir ríkjandi valdaklíka í flokkunum eru þar helsti þröskuldur. Það hefur ekki breyst. Þess vegna er ekki hægt að halda því fram með rökum að sameiningarmál- ið hafi verið tekið upp af Möðruvell- ingum á röngum tíma. Sameining fél- agshyggjufólks með samruna gamal- gróinna flokka er jafn óraunhæf í dag og hún var á fyrstu árum áttunda áratugarins. Eini munurinn er sá, að á þeim árum trúðum við því að sú leið væri fær. Nú vitum við betur.“ ÞJÓÐLÍF 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.