Þjóðlíf - 01.07.1986, Side 32

Þjóðlíf - 01.07.1986, Side 32
mikið fylgi en forystu hans skipuðu verkalýðsleiðtogarnir Hannibal Valdimarsson og Björn Jónsson og menntamenn, þ.á.m. Magnús Torfi Ólafsson, sem varð menntamálaráð- herra, og Bjami Guðnason prófess- Frá Stöðugleika Til Lausungar or. Samtökin fengu 8.9 prósent og fimm þingmenn en Viðreisnarflokk- arnir, Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu- flokkur, misstu þingmeirihluta sinn. Alþýðuflokkurinn tapaði miklu fylgi, fékk aðeins sex þingmenn og tapaði þremur. Einnig kom fram flokkur há- skólanema, Framboðsflokkurinn, sem gerði óspart grín að fjórflokkun- um við góðar undirtektir og hlaut umtalsvert fylgi. Ég staðnæmdist nokkuð við for- setakosningarnar 1968 og alþingis- kosningarnar 1971. Þessar kosningar báðar mynduðu í senn endalok langs stöðugleikatímabils í íslenskri flokka- pólitík og upphaf nýs tíma, sem ekki sér fyrir endann á. Við sjáum um- skiptin glögglega ef við lítum fyrst á megineinkenni tímabilsins 1942-71 og síðan á árin þar á eftir. 1942-1971. Á þessum þremur ára- tugum var kosið níu sinnum til Al- þingis. Fátt sýnir betur „einokun“ fjórflokkanna á hylli kjósenda en sú staðreynd, að aðeins einu sinni tókst fimmta flokknum að koma mönnum á þing, þegar Þjóðvarnarflokkurinn fékk tvo menn kjörna 1953. í næstu kosningum féllu hins vegar báðir þingmennirnir og flokkurinn sjálfur varð fljótlega úr sögunni sem virkt stjórnmálaafl. Ýmsir smáflokkar buðu að vísu fram: Þjóðveldisflokkur 1942, Lýðræðisflokkur 1953, en fjór- flokkakerfið haggaðist ekki og að meðaltali fengu fjórflokkarnir um 97 prósent atkvæða í Alþingiskosning- um. Þar að auki voru stærðarhlutföll þeirra innbyrðis óbreytt: Sjálfstæðis- flokkurinn var stærstur með um 40 prósent atkvæða, Framsóknarflokkur næstur með um 25 prósent. Sam- anlagt höfðu þeir tveir því næstum 2/3 hluta atkvæða í landinu. Sósíalista- flokkur og síðar Alþýðubandalag voru þriðji í röðinni, aðeins stærri en Alþýðuflokkurinn. Sveiflur milli fjórflokkanna voru litlar. Hættan á fylgistapi kom nær eingöngu að utan, frá nýjum flokkum eða flokksbrot- um. Þeirri ógn var jafnan bægt frá og engar veigamiklar breytingar virtust í aðsigi. 1971- Frá og með árinu 1971 varð flest í flokkapólitíkinni harla hverf- ult. I öllum kosningum nema einum (1978) hafa flokkar eða flokksbrot önnur en fjórflokkarnir fengið menn kjörna á þing. Samtökin 1971 og 1974, Eggert Haukdal utan flokka 1979 og nú sitja á þingi fjórir þing- menn fyrir Bandalag Jafnaðarmanna og þrír fyrir Kvennalista. Stærðar- hlutföll milli fjórflokkanna hafa rask- ast. Sjálfstæðisflokkurinn hefur raun- ar ætíð verið stærstur en á þessum stutta tíma hefur flokkurinn bæði unnið einn sinn stærsta sigur (1974) og stærsta ósigur (1978). Framsókn- arflokkurinn hefur verið á niðurleið og varð minnstur flokkanna fjögurra 1978; er að vísu nú næst stærstur með örlítið meira fylgi en Alþýðubanda- lagið en fjórum þingmönnum fleiri í krafti kjördæmaskipunarinnar, sem breytt verður fyrir næstu kosningar. Alþýðubandalagið varð næst stærsti flokkurinn 1978 en í öðrum kosning- um hefur því ekki tekist að brjóta 20- prósenta múrinn sem hefur myndað hámark á fylgi þess. Þessum þremur gömlu flokkum hefur því öllum geng- ið misvel á síðustu árum, en fylgi Alþýðuflokksins hefur samt sveiflast langmest. Hann hlaut 9.1 prósent 1974, 22.3 prósent 1978 og síðan að- eins 11.7 prósent 1983. Kosningaúrslit segja mikla sögu um þau umskipti sem urðu 1971, en breytingarnar á stöðu stjórnmála- flokkanna eru víðtækari, djúpstæðari og varanlegri heldur en talnarunur um kosningaúrslit gefa til kynna. Forsenda allra spásagna um framtíð fjórflokkakerfisins, líf þess eða dauða, er að glöggva sig á eðli þess- ara breytinga. í stuttu máli hafa áhrif stjórnmálaflokkanna minnkað. Hylli þeirra meðal kjósenda eru óstöðugri, samheldni innan þeirra er minni en áður, val á frambjóðendum flokk- anna fer nú í ríkum mæli fram með einhvers konar prófkjöri eða forvali en er ekki einvörðungu á valdi flokksstofnana og flokkarnir hafa ekki heldur sterk tök á hagsmuna- samtökum, sem eiga margvísleg og vaxandi samskipti við stjórnvöld án milligöngu flokkanna. Þessi þróun merkir að sjálfsögðu ekki að flokkapólitík skipti engu máli. Alþingi og ríkisstjórnin eru skipuð fulltrúum stjórnmálaflokk- anna og hafa margvísleg áhrif á þau lífsskilyrði sem við búum við. Þegar allt kemur til alls er óánægjan með fjórflokkakerfið óánægja með meintar afurðir þess: lág laun, frum- skógarlögmál í húsnæðismálum, rangar fjárfestingar, kvennakúgun, miðstýringu og spillingu. Hér skal enginn dómur lagður á þessar ásak- anir en ljóst er að síðustu áratugina hefur fjórflokkakerfið átt undir högg að sækja. Enn er samt mikilvægri spurningu ósvarað: Er það feigt? Hugmyndir um þriggja flokka kerfi er býsna gömul í landinu og hefur reynst ærið lífsseig. Jónas Jónsson frá Hriflu, sem var formaður Framsókn- arflokksins og einn áhrifamesti stjórnmálamaður á íslandi fyrr og síðar, taldi að eðlilegast væri að upp kæmu þrír stjórnmálaflokkar: hægri flokkur sem einkum styddist við at- vinnurekendur og efnamenn, mið- flokkur sem sækti fylgi til bænda og millistéttar í bæjunum, og síðan flokkur sem yrði í nánum tengslum við verkalýðsfélögin. Á fyrstu ára- tugum aldarinnar — með stofnun Al- þýðuflokksins og Framsóknarflokks- ins 1916 og Sjálfstæðisflokksins 1929 — virtist spásögn Jónasar hafa ræst. Stofnun Kommúnistaflokksins 1930 raskaði hins vegar þriggja flokka kerfinu. Síðan varð Sósíalistaflokkur- inn sem stofnaður var 1938 stærri en Alþýðuflokkurinn og fjögurra flokka kerfi varð til og hélst óbreytt í marga áratugi. Innan Framsóknar, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags hefur verið tölu- vert fylgi við hugmyndina um einn stóran flokk til mótvægis við Sjálf- stæðisflokkinn. Á undanförnum ára- tugum hafa verið gerðar margar til- raunir til að framkvæma þessa hug- mynd. Þær hafa allar mistekist. Á sama árinu, 1956, voru meira að segja í gangi tvær slíkar tilraunir. Hannibal Valdimarsson og stuðnings- menn hans fóru úr Alþýðuflokknum og stofnuðu með Sósíalistaflokknum Alþýðubandalagið, sem átti að sam- eina vinstri menn. Alþýðubandalagið varð aldrei heilsteypt pólitískt afl og klofnaði á árunum 1967-71 þegar Samtökin voru mynduð. Kosninga- bandalag Framsóknar og Alþýðu- flokks, „Hræðslubandalagið“, var einnig myndað 1956. Markmiðið var að ná meirihluta á Alþingi. Ekki munaði miklu að þetta tækist. Flokk- 32 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.