Þjóðlíf - 01.07.1986, Qupperneq 32

Þjóðlíf - 01.07.1986, Qupperneq 32
mikið fylgi en forystu hans skipuðu verkalýðsleiðtogarnir Hannibal Valdimarsson og Björn Jónsson og menntamenn, þ.á.m. Magnús Torfi Ólafsson, sem varð menntamálaráð- herra, og Bjami Guðnason prófess- Frá Stöðugleika Til Lausungar or. Samtökin fengu 8.9 prósent og fimm þingmenn en Viðreisnarflokk- arnir, Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu- flokkur, misstu þingmeirihluta sinn. Alþýðuflokkurinn tapaði miklu fylgi, fékk aðeins sex þingmenn og tapaði þremur. Einnig kom fram flokkur há- skólanema, Framboðsflokkurinn, sem gerði óspart grín að fjórflokkun- um við góðar undirtektir og hlaut umtalsvert fylgi. Ég staðnæmdist nokkuð við for- setakosningarnar 1968 og alþingis- kosningarnar 1971. Þessar kosningar báðar mynduðu í senn endalok langs stöðugleikatímabils í íslenskri flokka- pólitík og upphaf nýs tíma, sem ekki sér fyrir endann á. Við sjáum um- skiptin glögglega ef við lítum fyrst á megineinkenni tímabilsins 1942-71 og síðan á árin þar á eftir. 1942-1971. Á þessum þremur ára- tugum var kosið níu sinnum til Al- þingis. Fátt sýnir betur „einokun“ fjórflokkanna á hylli kjósenda en sú staðreynd, að aðeins einu sinni tókst fimmta flokknum að koma mönnum á þing, þegar Þjóðvarnarflokkurinn fékk tvo menn kjörna 1953. í næstu kosningum féllu hins vegar báðir þingmennirnir og flokkurinn sjálfur varð fljótlega úr sögunni sem virkt stjórnmálaafl. Ýmsir smáflokkar buðu að vísu fram: Þjóðveldisflokkur 1942, Lýðræðisflokkur 1953, en fjór- flokkakerfið haggaðist ekki og að meðaltali fengu fjórflokkarnir um 97 prósent atkvæða í Alþingiskosning- um. Þar að auki voru stærðarhlutföll þeirra innbyrðis óbreytt: Sjálfstæðis- flokkurinn var stærstur með um 40 prósent atkvæða, Framsóknarflokkur næstur með um 25 prósent. Sam- anlagt höfðu þeir tveir því næstum 2/3 hluta atkvæða í landinu. Sósíalista- flokkur og síðar Alþýðubandalag voru þriðji í röðinni, aðeins stærri en Alþýðuflokkurinn. Sveiflur milli fjórflokkanna voru litlar. Hættan á fylgistapi kom nær eingöngu að utan, frá nýjum flokkum eða flokksbrot- um. Þeirri ógn var jafnan bægt frá og engar veigamiklar breytingar virtust í aðsigi. 1971- Frá og með árinu 1971 varð flest í flokkapólitíkinni harla hverf- ult. I öllum kosningum nema einum (1978) hafa flokkar eða flokksbrot önnur en fjórflokkarnir fengið menn kjörna á þing. Samtökin 1971 og 1974, Eggert Haukdal utan flokka 1979 og nú sitja á þingi fjórir þing- menn fyrir Bandalag Jafnaðarmanna og þrír fyrir Kvennalista. Stærðar- hlutföll milli fjórflokkanna hafa rask- ast. Sjálfstæðisflokkurinn hefur raun- ar ætíð verið stærstur en á þessum stutta tíma hefur flokkurinn bæði unnið einn sinn stærsta sigur (1974) og stærsta ósigur (1978). Framsókn- arflokkurinn hefur verið á niðurleið og varð minnstur flokkanna fjögurra 1978; er að vísu nú næst stærstur með örlítið meira fylgi en Alþýðubanda- lagið en fjórum þingmönnum fleiri í krafti kjördæmaskipunarinnar, sem breytt verður fyrir næstu kosningar. Alþýðubandalagið varð næst stærsti flokkurinn 1978 en í öðrum kosning- um hefur því ekki tekist að brjóta 20- prósenta múrinn sem hefur myndað hámark á fylgi þess. Þessum þremur gömlu flokkum hefur því öllum geng- ið misvel á síðustu árum, en fylgi Alþýðuflokksins hefur samt sveiflast langmest. Hann hlaut 9.1 prósent 1974, 22.3 prósent 1978 og síðan að- eins 11.7 prósent 1983. Kosningaúrslit segja mikla sögu um þau umskipti sem urðu 1971, en breytingarnar á stöðu stjórnmála- flokkanna eru víðtækari, djúpstæðari og varanlegri heldur en talnarunur um kosningaúrslit gefa til kynna. Forsenda allra spásagna um framtíð fjórflokkakerfisins, líf þess eða dauða, er að glöggva sig á eðli þess- ara breytinga. í stuttu máli hafa áhrif stjórnmálaflokkanna minnkað. Hylli þeirra meðal kjósenda eru óstöðugri, samheldni innan þeirra er minni en áður, val á frambjóðendum flokk- anna fer nú í ríkum mæli fram með einhvers konar prófkjöri eða forvali en er ekki einvörðungu á valdi flokksstofnana og flokkarnir hafa ekki heldur sterk tök á hagsmuna- samtökum, sem eiga margvísleg og vaxandi samskipti við stjórnvöld án milligöngu flokkanna. Þessi þróun merkir að sjálfsögðu ekki að flokkapólitík skipti engu máli. Alþingi og ríkisstjórnin eru skipuð fulltrúum stjórnmálaflokk- anna og hafa margvísleg áhrif á þau lífsskilyrði sem við búum við. Þegar allt kemur til alls er óánægjan með fjórflokkakerfið óánægja með meintar afurðir þess: lág laun, frum- skógarlögmál í húsnæðismálum, rangar fjárfestingar, kvennakúgun, miðstýringu og spillingu. Hér skal enginn dómur lagður á þessar ásak- anir en ljóst er að síðustu áratugina hefur fjórflokkakerfið átt undir högg að sækja. Enn er samt mikilvægri spurningu ósvarað: Er það feigt? Hugmyndir um þriggja flokka kerfi er býsna gömul í landinu og hefur reynst ærið lífsseig. Jónas Jónsson frá Hriflu, sem var formaður Framsókn- arflokksins og einn áhrifamesti stjórnmálamaður á íslandi fyrr og síðar, taldi að eðlilegast væri að upp kæmu þrír stjórnmálaflokkar: hægri flokkur sem einkum styddist við at- vinnurekendur og efnamenn, mið- flokkur sem sækti fylgi til bænda og millistéttar í bæjunum, og síðan flokkur sem yrði í nánum tengslum við verkalýðsfélögin. Á fyrstu ára- tugum aldarinnar — með stofnun Al- þýðuflokksins og Framsóknarflokks- ins 1916 og Sjálfstæðisflokksins 1929 — virtist spásögn Jónasar hafa ræst. Stofnun Kommúnistaflokksins 1930 raskaði hins vegar þriggja flokka kerfinu. Síðan varð Sósíalistaflokkur- inn sem stofnaður var 1938 stærri en Alþýðuflokkurinn og fjögurra flokka kerfi varð til og hélst óbreytt í marga áratugi. Innan Framsóknar, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags hefur verið tölu- vert fylgi við hugmyndina um einn stóran flokk til mótvægis við Sjálf- stæðisflokkinn. Á undanförnum ára- tugum hafa verið gerðar margar til- raunir til að framkvæma þessa hug- mynd. Þær hafa allar mistekist. Á sama árinu, 1956, voru meira að segja í gangi tvær slíkar tilraunir. Hannibal Valdimarsson og stuðnings- menn hans fóru úr Alþýðuflokknum og stofnuðu með Sósíalistaflokknum Alþýðubandalagið, sem átti að sam- eina vinstri menn. Alþýðubandalagið varð aldrei heilsteypt pólitískt afl og klofnaði á árunum 1967-71 þegar Samtökin voru mynduð. Kosninga- bandalag Framsóknar og Alþýðu- flokks, „Hræðslubandalagið“, var einnig myndað 1956. Markmiðið var að ná meirihluta á Alþingi. Ekki munaði miklu að þetta tækist. Flokk- 32 ÞJÓÐLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.