Akureyri


Akureyri - 09.10.2014, Qupperneq 6

Akureyri - 09.10.2014, Qupperneq 6
6 37. tölublað 4. árgangur 9. október 2014 Mál sem truflað hefur alla alþingismenn Hver er munurinn á pólitískri og lagalegri ábyrgð ráðherra? Hvenær er rétt að kæra ráðherra fyrir emb- ættisrekstur þeirra og hvenær á að lýsa vantrausti? Er hægt að lýsa vantrausti á einstaka ráðherra? Hver er munurinn á vantrausti á ríkisstjórn og van- trausti á einstaka ráð- herra? Á Lögfræðitorgi Háskólans á Akureyri í síðustu viku ræddi Að- alheiður Ámundadóttir, lögfræðingur og fram- kvæmdastjóri þingflokks Pírata, um eftirlitshlut- verk alþingismanna, þingræðið, ráðherraá- byrgð og vantraust. Hún lærði við Háskólann á Akureyri á sínum tíma og bauð sig fram sem þingmaður fyrir Pírata fyrir síðustu þingkosningar í NA- -kjördæmi en vantaði nokkur at- kvæði á að ná kjöri. Fram kom í máli Aðalheiðar að svokallað lekamál Hönnu Birnu Karlsdóttir innanríkisráðherra hafi smitað andrúmsloftið mjög á henn- ar vinnustað í hartnær ár sem og ýmis afleidd mál sem varði stöðu ráðherra. Þingflokkur Pírata hefur lýst yfir að hann vilji leggja fram vantrauststillögu á Hönnu Birnu á þingi en niðurstaða orðið að það verði ekki fyrr en eftir að Umboðs- maður Alþingis hafi lokið sinni rannsókn. “Þetta er mál sem hefur truflað alla þingmenn Al- þingis síðan um áramót,” segir Aðalheiður. Lekamálið kom first til kasta Alþingis 21. Nóvember árið 2013. Í desember kom ráðherra fyrir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og þá fór Valgerður bjarnadótt- ir, þingkona síðar fram á sérstaka utandagskrárumræðu sem vörðuðu upplýsingar um hælisleitendur og sendi ráðherra fyrirspurn til skrif- legs svars. Umboðsmaður Alþingis tók svo málið upp í sumar sjálf- stætt en enn hafa orðið á yfirstand- andi þingi umræðu um málið. Aðalheiður svaraði því aðspurð að loknu erindi sínu að svo kynni að fara að ef rannsókn Umbopps- manns Alþingis myndi dragast á langinn kynni að fara svo að ákveðin kælingaráhrif kæmu fram í málinu, enda þekkt að pólitísk ábyrgð er ábyrgð sem almenningur krefst að staðið verði undir í hita viðburða. Fram kom að skiptar skoðanir séu um að alþingismenn veiti umboðmanni alþingis frið meðan hann rannsaki málið og að þingmenn séu þá ekki að atast í eftirliti með ráðherra. Ráðherra getur aðeins setið með svokallaðri neikvæðri þingræðissreglu sem þýðir að það er ekki bara hlutverk forsætisráðherra ríkisstjórna að víkja ráðherrum frá ef vill heldur getur þingið felt ráðherra. Eitt sem spurt hefur verið er hvort samskipti Hönnu Birnu við lögreglustjóra dugi ekki eins og sér til að skapa vafa á að ráðherra njóti trausts. Aðalheiður upplýsti að tölu- verður tritringur væri í þinginu um málið en vantrauststillaga á ráð- herra yrði aldrei flutt af “pólitískri léttúð”. -BÞ Stefnir í hörð átök á vinnumarkaði Stjórn Einingar-Iðju lýsir yfir mikl- um vonbrigðum með fjárlagafrum- varp ríkisstjórnarinnar og þeim skerðingum sem í því megi finna. “Á síðustu árum hefur al- mennt launafólk tekið á sig miklar skerðingar með minnkandi tekjum og auknum útgjöldum sem leitt hafa til minni kaupmáttar. Á meðan eru tekjur ríkissjóðs skertar um tugi milljarða með því að aflétta sköttum af fyrirtækjum og einstak- lingum sem vel eru af- lögufærir,” segir í ályktun. “Nú á enn og aftur að auka álög- ur á almennt launafólk og niður- skurðarhnífnum beint að þeim sem síst skyldi. Atvinnulausum, lífeyris- þegum, sjúklingum, þeim sem þurfa á starfsendurhæfingu að halda og þeim sem hafa minnstu menntun- ina. Forystumenn ríkisstjórnarinnar halda því fram að mótvægisaðgerð- ir muni bæta hag heimila í landinu að meðaltali, en það meðaltal hallar verulega á þá sem lægri hafa laun- in og virðist sem hópur- inn sé ekki í forgangi hjá ríkisstjórninni. Hækkun barnabóta og breytingar á vörugjöldum jafna ekki út hækkun matvæla hjá þeim sem lægst hafa laun- in. Fjölmargir launþegar sem eru með lágar- og millitekjur eru barnlausir eða með eldri börn á fram- færi og of margir sem ekki geta veitt sér þann munað að vera tíðir gestir í verslunum sem geta lækkað verð í kjölfar afnáms almennra vörugjalda. Stjórn Einingar-Iðju mót- mælir harðlega þeirri aðför sem stjórnvöld eru í gegn þeim sem eru í atvinnuleit, sérstaklega þeim einstaklingum sem hafa verið hvað lengst án atvinnu. Skerðing á bóta- rétti getur kippt fótunum undan lífsafkomu fjölda fólks og atvinnu- leysi mun ekki minnka við það að velta vandanum yfir á sveitarfélög- in,” segir Eining-Iðja. Stjórn Einingar-Iðju ger- ir mjög alvarlegar athugasemdir við hækkun lægra þreps virðis- aukaskatts úr 7% í 12%, skerðingu réttar til atvinnuleysisbóta, svik við gefin fyrirheit um framlag til VIRK - Starfsendurhæfingarsjóðs, skerðingu framlaga til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóða og skert framlög til mennta-, heilbrigðis- og vinnumarkaðsmála. “Að óbreyttu er ljóst að það stefn- ir í hörð átök á vinnumarkaði því ofangreind atriði auðvelda ekki þá kjarasamningsgerð sem framund- an er. Stjórn Einingar-Iðju skorar á ríkisstjórn Íslands að endurskoða tafarlaust framkomið fjárlaga- frumvarp.” a Hluti Glerárdals verði laus við háspennulínur Eins og sagði í frétt hér í blaðinu í síðustu viku er haldið fram að fólkvangur, fyrirhugaður í Gler- árdal, hafi tafist vegna andstöðu Landsnets sem krefst þess að fá að reisa nýjar háspennulínur á svæð- inu. Landsnet hefur sagt að áætl- anir um fólkvanginn setji skyldur Landsnets um raforkudreifingu í uppnám eins og Akureyri Vikublað hefur fjallað um. Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti 29. ágúst 2012 að hluti Glerárdals yrði skilgreindur sem fólkvangur í samræmi við lög um náttúruvernd nr. 44/1999, gr. 55. Einnig var samþykkt að gerð yrði tillaga til Umhverfisstofnunar um mörk og nýtingarmöguleika fólk- vangsins og gerð grein fyrir þeim takmörkunum sem ákvörðun um fólkvang kunni að setja Akureyrar- bæ sem rétthafa landsvæðisins. Lögð var fram tillaga starfshóps sem skipaður var til að vinna að friðun Glerárdals sem fólkvangs. Tillagan var unnin af Ómari Ívarssyni frá Landslagi ehf. Í des- ember árið 2013 lagði skipulags- stjóri fram skipulagslýsingu vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagi vegna virkjunaráforma á Glerárdal og byggingar stöðvarhúss í Rétt- arhvammi ofan Rangárvallarbrúar. Síðan hefur boltinn rúllað en eitt ófrávíkjanlegt skilyrði hefur verið að nýjar háspennulínur verði ekki innan fólksvangsins. Í starfshópi við stofnun fólk- vangs á Glerárdal störfuðu Hulda Stefánsdóttir, Petrea Ósk Sig- urðardóttir, Jón Ingi Cæsarsson, Sigurður Guðmundsson og Helgi Snæbjarnarson. Starfsmenn starfs- hópsins voru Jón Birgir Gunnlaugs- son forstöðumaður umhverfismála Akureyrarbæjar og Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri Akur- eyrarbæjar. Hópurinn hélt 11 fundi um málefni fólkvangs á Glerárdal, þann fyrsta 11. september 2012 og lauk hópurinn störfum á síðasta fundi sínum þann 19. nóvember 2013. Bærinn afgreiddi þá end- anlega erindið þar sem stofnun fólksvangsins var samþykkt. Stytt- ist í að ár hafi liðið síðan þau tíma- mót urðu og er afstöðu Landsnets kennt um dráttinn að miklu leyti og haldið fram að Landsnet sé með fólkvanginn í gíslingu vegna kröfu sinnar um að fá að leggja nýjar há- spennulínur. Aðrar áherslur en að hluti Glerárdals verði laus við nýjar háspennulínur eru að öll umferð ökutækja verður óheimil á því svæði sem er óraskað nema á snjó og þegar snjór er svo mikill að hann beri farartækið uppi. Það gildi um öll vélknúin farartæki, vélsleða, bifhjól, fjórhjól, bifreið- ar og önnur tæki. Umsjónaraðilar hafi möguleika á að loka svæðinu fyrir umferð farartækja á ákveðn- um tímapunkti eftir snjóalögum og opni það þegar aðstæður leyfa. Búfjárbeit verði í hófi. Um 200 fjár voru á dalnum sumarið 2012 og æskilegt er talið að fé fjölgi ekki umfram það. SKJÓTA MEGI KANÍNU TIL UNDANTEKNINGA! Umferð fótgangandi verði sjálfsögð allt árið með þeim umgengnisregl- um sem náttúruverndarlög gera ráð fyrir. Meðferð skotvopna verði bönnuð innan fólkvangsins. Um- sjónaraðili fólkvangsins geti þó veitt heimild til veiða á ref, mink og kanínum. Ferðir á hestum um fólkvanginn verða aðeins leyfðar á stikuðum leiðum sem eru sérstaklega merkt- ar sem reiðleiðir. Ekki er heimilt að fara með rekstur hesta um fólk- vanginn. Heimilt er að nota hross við smölun. Atvinnustarfsemi hafi ekki að- stöðu á svæðinu en hugsanlegt er að einhver fyrirtæki, t.d. ferða- þjónusta, nýti svæðið sem útivist- arsvæði. Ferðaþjónusta sem nýtir svæðið án þess að raska því fari vel saman við markmið um nýtingu svæðisins. Gistiskálinn Lambi verði áfram þar sem hann er en til stendur að endurnýja hann frekar. Endurnýjun er heimil með þeim takmörkunum sem gilda um umferð og fram- kvæmdir á svæðinu í heild. Almenn útivist af ýmsu tagi og önnur starf- semi feli í sér að svæðið verði jafn- gott til þeirrar starfsemi til langs tíma. Skipulag þeirra svæða sem liggja að fólkvangnum verði vand- að og heildstætt. Landnotkun verði með þeim hætti að sem minnst hætta sé á árekstrum þeirra sem nýta svæðið allt. Samráð verði við þá aðila sem nýta svæðið í nágrenni Glerárdals, s.s. Skotfélagið, Hesta- mannafélagið og akstursíþrótta- félög og gengið tryggilega frá því að ekki verði um árekstra að ræða vegna skipulags svæðanna, hættu fyrir umferð, hávaða eða annað sem veldur truflun. Umhverfis- nefnd Akureyrar hafi umsjón með fólkvangnum. Mesta þýðingu fyrir deiluna í málinu er skilyrðið um að engar nýjar raflínur verði reistar á friðaða svæðinu. -BÞ Ósnortin náttúra Glerárdals heillar útivistarfólk. Völundur Aðalheiður Ámundadóttir Björn Snæbjörnsson

x

Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.