Akureyri - 20.11.2014, Blaðsíða 6
6 43. tölublað 4. árgangur 20. nóvember 2014
Kyrrð • Orka • T
öf
ra
r
Markaðsstofa Norðurlands
Verkefnastjóri
Helstu verkefni:
• Þróun og uppbygging á flugklasanum Air 66N.
• Markaðssetning á Norðurlandi og umsjón með þróunarverkefnum klasans.
• Samskipti við flugfélög og ferðaskrifstofur innanlands og erlendis.
• Fjármögnun verkefna Air 66N.
• Þátttaka í nýsköpunarverkefnum, markaðsrannsóknum og þarfagreiningu.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
• Reynsla og þekking á markaðsstarfi.
• Haldgóð þekking á innviðum ferðaþjónustunnar.
• Reynsla af opinberum störfum og klasastarfi er kostur.
• Umsækjandi þarf að eiga auðvelt með samskipti, sýna frumkvæði,
drifkraft og stefnumótandi hugsun.
• Starfið krefst ferðalaga og sveigjanlegs vinnutíma.
• Starfsstöð verður á Akureyri.
Markaðsstofa Norðurlands auglýsir eftir verkefnisstjóra til að
stýra klasasamstarfi Air 66N um millilandaflug til Norðurlands
Gert er ráð fyrir að umsækjandi hefji störf ekki seinna en 5. janúar 2015.
Umsóknarfrestur er til 26. nóvember.
Upplýsingar gefur Arnheiður Jóhannsdóttir s: 462 3307, arnheidur@nordurland.is.N O R T H I C E L A N D . I S
Deila um fótbolta-
völl á Dalvík
Skiptar skoðanir eru meðal Dalvík-
inga eftir að Byggðaráð Dalvíkur-
byggðar samþykkti á fundi sínum
13. nóvember sl. að leggja fé í gervi-
grasvöll á Dalvík. UMFS hafði sent
bænum erindi vegna fyrirhugaðs
gervigrasvallar og bókaði byggða-
ráð að farið yrði í samstarf við
UMFS um uppbyggingu á gervi-
grasvelli á vallasvæði félagins.
„Um er að ræða hálfan merkt-
an völl 48x68m (heildar gervigras-
svæði 52x72m) sem staðsettur yrði
á æfingasvæði vestan megin við að-
alleikvang. Á árunum 2014 og 2015
leggur Dalvíkurbyggð fram styrk
að upphæð kr. 40 m hvort ár vegna
þessarar framkvæmdar.
Jafnframt samþykkir byggðar-
áð að setja inná 4 ára áætlun, árin
2016 og 2017 kr. 35 m hvort ár
vegna uppbyggingar frjálsíþrótta-
aðstöðu við aðalvöll og verði stefnt
að unglingalandsmóti á Dalvík árið
2017, en þá eru 25 ár frá því fyrsta
unglingalandsmót var haldið á
Dalvík. Þessar tölur eru settar fram
með fyrirvara um aðra fjármögnun
og styrki sem kunna að fást vegna
þessarar framkvæmdar,“ segir í
bókun meirihluta byggðaráðs.
Björn Snorrason greiddi at-
kvæði á móti. Hann segir þörf á
framkvæmdum vegna æfingar-
svæðisins og þá sér í lagi frjáls-
íþróttaiðkunar. „En þessi fram-
kvæmd finnst mér of dýr og færa
má fyrir því rök að gjöld á bæjar-
búa séu oftekin ef hægt er að fjár-
magna svona stórar framkvæmdir
sem nýtist litlu hlutfalli bæjarbúa.
Viðgerð á núverandi aðstöðu með
venjulegu grasi og bætt frjáls-
íþróttaaðstaða er það sem ég myndi
geta samþykkt. Gervigrasvöllur
til fótboltaiðkunar er of dýr fram-
kvæmd með háum rekstrarkostn-
aði,“ segir Björn í bókun sinni.
Í umræðu um málið á netinu
hafa heimamenn á Dalvík einnig
viðrað þær skoðanir að byggðaráð
hefði átt að ganga lengra en hún
gerði og splæsa strax í heilan völl.
Stefna meirihluta framsóknar- og
sjálfstæðismanna í bænum í mál-
inu sé þvert á kosningaloforð. a
Ýmsir sýnt einkavæðingu Hlíðarfjalls áhuga
„Það hefur ekki farið fram form-
leg umræða um þessa hugmynd
en áhugasamir aðilar hafa haft
samband við sveitarfélagið bæði á
þessu og síðasta kjörtímabili,“ segir
bæjarstjórinn á Akureyri, spurður
hvernig honum lítist á hugmynd
sem Siguróli Magni Sigurðsson
varabæjarfulltrúi Framsóknar-
flokksins í bæjarstjórn Akureyrar
reifaði í síðasta tölublaði.
Siguróli sagði í opnuviðtali í
Akureyri Vikublaði í síðustu viku:
„Mín persónulega skoðun er sú
að klárlega megi skoða þær hug-
myndir að einkavæða skíðasvæðið
í Hlíðarfjalli. Það er hinsvegar að
mörgu að huga þegar að því kemur,
enda tel ég engan viðskiptamann
vilja taka við slíkum rekstri eins og
hann er í dag. Ef einhver fengist til
verksins þyrfti að tryggja ákveðna
grunnþjónustu, bæði fyrir almenn-
ing og skíðafélögin, með þjónustu-
samningum. Það þarf að stíga var-
lega til jarðar í þessum efnum og
skoða frá öllum sjónarhornum.“
Eiríkur Björn Björgvinsson bæj-
arstjóri segir að skoða þurfi marga
þætti áður en ákvörðun er tekin um
framhaldið eins og t.d. áhrif samn-
ings Akureyrarbæjar og ríkisins
um Vetraríþróttamiðstöð Íslands.
„Sveitarfélagið verður einnig að
hafa í huga lög og reglur um inn-
kaup og útboð.“
Það sem mælir með einkavæð-
ingu eru vonir manna um rýmri
opnunartíma og e.t.v. betri þjón-
ustu. Á móti kemur að sumir óttast
að verðskrá myndi hækka og að
skíðasvæðið yrði sem almanna-
þjónusta fyrir bí. Blaðið heyrði í
tveimur bæjarfulltrúum en hvor-
ugur vildi tjá skoðun á málinu að
sinni. „Þetta er viðkvæmt,“ segir
annar þeirra.
Varabæjarfulltrúi Framsóknar-
flokksins segir rekstur fjallsins ansi
þungbæran fyrir bæinn, eins og öll
önnur þjónusta sem Akureyrarbær
bjóði upp á. „Ég get fyllilega tekið
undir með framkvæmdastjóra Ak-
ureyri Backpackers um að stórauka
þurfi uppbyggingu í fjallinu en
hver á að borga brúsann? Ef svarið
er Akureyrarbær, á hvaða annarri
þjónustu á það að bitna?“ Spyr
Siguróli. a
Það er gaman á skíðum í Hlíðarfjalli
en svæðið þar er almannaeign sem
stendur. Svo kann að fara að breyting
verði á því.
Grafalvarleg vending
Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti
í fyrradag bókun sem Njáll Trausti
Friðbertsson, Sjálfstæðisflokki,
lagði fram og samþykkt var með 8
atkvæðum í bæjarstjórn eftir mikl-
ar umræður. Þrír bæjarfulltrúar
sátu hjá.
Í bókuninni lýsir bæjarstjórn
Akureyrar áhyggjum af framtíð
Reykjavíkurflugvallar í ljósi þeirr-
ar alvarlegu stöðu sem blasi við,
fari svo að Reykjavíkurborg leyfi
byggingar á svokölluðu Hlíðar-
endasvæði án þess að tryggt sé að
hægt verði að nýta NA/SV braut
(neyðarbraut) flugvallarins.
„Bæjarstjórnin skorar á Reykja-
víkurborg að endurskoða nú þegar
samþykktir sínar um Hlíðarenda-
svæðið með það að markmiði að
tryggt sé að byggðin og neyðarbraut-
in eigi samleið. Meirihluti borgar-
stjórnar hefur með samþykktum sín-
um á undanförnum mánuðum unnið
að því að leggja Reykjavíkurflugvöll
af á næstu árum. Þetta er grafalvar-
legt í ljósi þess að Rögnunefndin
er enn að störfum og borgarstjórn
Reykjavíkur er aðili að henni. Þetta
er ekki síður alvarlegt þar sem
Reykjavík er höfuðborg landsins þar
sem flestar stofnanir landsins eru
staðsettar sem eiga að þjóna landinu
öllu. Hlutverk höfuðborgar er víð-
tækt og mikilvægt og það verða
borgarfulltrúar í borgarstjórn allir
að skilja og viðurkenna. Reykja-
víkurflugvöllur er lífsnauðsynleg
tenging landsbyggðanna við höf-
uðborg sína og því kemur það ekki
á óvart að Alþingi láti málið til sín
taka, þegar sérhagsmunir ganga fyr-
ir almannahagsmunum,“ segir í bók-
un bæjarstjórnar.
Þau sem sátu hjá voru Margrét
Kristín Helgadóttir, Bjartri fram-
tíð og báðir fulltrúar Samfylkingar,
Sigríður Huld Jónsdóttir og Logi
Már Einarsson. a