Akureyri - 20.11.2014, Blaðsíða 2
2 43. tölublað 4. árgangur 20. nóvember 2014
Vertu viðbúinn
vetrinum
Mest seldu snjókeðjur á Íslandi
Léttar • Sterkar • Traustar
Ísnet Húsavík • s. 5 200 555
Ísnet Akureyri • s. 5 200 550
Ísnet Sauðárkrókur • s. 5 200 560
Kristbjörg Ólafsfjörður • s. 5 200 565
Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is
www.isfell.is
Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna
Fer fram á níu milljónir eftir
banaslys
Lögreglustjórinn á Akureyri hef-
ur ákært karlmann á sjötugsaldri
fyrir manndráp af gáleysi, líkams-
meiðingar af gáleysi og umferð-
arlagabrot.
Akureyri Vikublað sagði fyrst
frá því að maðurinn yrði ákærður
eftir að hann var talinn hafa ekið
ógætilega á Ólafsfjarðarvegi í
mars sl. Þá tók hann fram úr snjó-
ruðningstæki, að því að ákæru-
valdið telur án nægilegrar varúð-
ar. Varð árekstur við annan bíl og
kona lést. Í kjölfarið fór fram um-
ræða á landsvísu um framúrakstur.
Lýsti talsmaður lögreglu á Akur-
eyri því yfir í Akureyri Vikublaði
að gáleysislegur framúrakstur á
þjóðvegum landsins væri vanda-
mál sem þyrfti að uppræta. Lög
banna að ökumenn tefli öryggi
annarra vegfarenda í tvísýnu með
aksturslagi.
Samkvæmt fréttastofu Rúv gerir
ekkill konunnar sem lést einkarétt-
arkröfur á hendur manninum og fer
fram á að hann verði dæmdur til að
greiða sér og börnum sínum níu
milljónir króna í miskabætur, eða
þrjár milljónir króna á hvert þeirra.
Konan sem lést, Zofia Gnidziejko,
lét auk eiginmanns eftir sig tvö
börn, 4ra og 10 ára gömul.
Málið var þingfest í Héraðsdómi
Norðurlands eystra í síðustu viku.
-BÞ
Engin kona í stjórn Tækifæris
Engin kona situr í stjórn Tækifæris
sem nýverið keypti sjónvarpsstöð-
ina N4. Steingrímur
Birgisson, formaður
stjórnar Tækifæris,
segir spurður um skýr-
ingar á þessu að mestu
skipti að hafa hæfa
einstaklinga í stjórn,
burtséð frá kynja-
vinkli.
„Ef hægt væri yrði
gott að hafa fólk af
báðum kynjum í stjórn
Tækifæris en ég stýri
því ekki sjálfur hvern-
ig skipað er í stjórn
heldur hluthafar,“ seg-
ir Steingrímur.
Stjórn Tækifæris skipa auk
Steingríms, Bjarni Hafþór Helga-
son, varaformaður stjórnar, Dan
Jens Brynjarsson fyrir hönd Ak-
ureyrarbæjar, Óðinn Árnason og
Rúnar Sigursteinsson. Í varastjórn
er engin kona heldur. Hana skipa
Sverrir Gestsson og
Arne Vagn Olsen.
Tækifæri hf. er
fjárfestingafélag sem
fjárfestir í nýsköpun
á Norðurlandi. Félag-
ið er í eigu fyrirtækja
og sveitarfélaga á
Norðurlandi eystra og
vestra og er því hálf-
opinber stofnun. Í ljósi
þess að Akureyrar-
bær á fulltrúa í stjórn
Tækifæris spurði
blaðið Eirík Björn
Björgvinsson, bæjar-
stjóra á Akureyri, hvað
honum þætti um að hvorki væri
konu að finna í stjórn né varastjórn
Tækifæris. „ Akureyrarbær til-
nefnir aðeins einn mann í stjórn til
eins árs sem kosin er á aðalfundi.
Dan Brynjarson fjármálastjóri er
fulltrúi bæjarins í dag. Mér finnst
eðlilegt að þarna sé gætt kynjajafn-
réttis ef því er viðkomið,“ svarar
bæjarstjóri.
Alls eru hluthafar 33 en stærstu
eigendur Tækifæris eru auk Akur-
eyrarbæjar KEA og Lífeyrissjóð-
urinn Stapi. Hlutafé Tækifæris er
765 milljónir króna að því er fram
kemur á heimasíðu félagsins.
„Að sjálfsögðu tel ég að það
væri kostur að hafa konur í þessari
stjórn, ég styð fjölbreytni. En það
er oft ekkert auðvelt að fá fólk til
stjórnarstarfa, slík störf kalla á
menntun, reynslu og þekkingu, ekki
síst eru gerðar gríðarlegar kröfur
til stjórnarmanna í fjármálafyrir-
tækjum. Tækifæri á núna hlut í N4
og þar lögðum við mikið upp úr að
fá konur í stjórn, það gekk upp og
eru tvær konur af þremur í stjórn.
Almennt finnst mér oft ganga illa
að fá konur til stjórnarsetu,“ segir
Steingrímur Birgisson.
Lög voru sett í september árið
2013 um hlutföll kynja í stjórnum
fyrirtækja. Lögin segja að konur
skuli skipa að minnsta kosti 40%
stjórnarsæta ef stjórnarmenn eru
fleiri en þrír. Samkvæmt rannsókn-
um hefur hlutfall kvenna í stjórn-
um aukist óverulega síðan lögin
tóku gildi. Hlutfall kvenna er sam-
kvæmt rannsóknum á landsvísu um
þriðjungur í stjórnum fyrirtækja á
móti 66% karla.
Formaður stjórnar Tækifæris
segir að reynt hafi verið að fá konu
í stjórn fyrir síðasta aðalfund. Rætt
hafi verið við konur en þær hafi
ekki treyst sér til starfans. Hann
segist vonast til að á næsta aðal-
fundi verði breyting. -BÞ
Mikill skaði orðinn
„Hljóðið í okkur er mjög slæmt,
verkfalið hefur staðið lengi og það
er farið að bíta. Samt er baráttu-
hljóð í tónlistarkennurum, fólk er
staðfast í verkfallinu,“ segir Hjör-
leifur Örn Jónsson, skólastjóri Tón-
listarskólans á Akureyri.
Undir þetta taka kennarar við
skólann sem blaðið hefur rætt
við. Kennarar telja að skortur á
virðingu og skilningsskortur á mik-
ilvægi tónlistarmenntunar standi
samningum fyrir þrifum. Þá sé sér-
stök tregða í deilunni vegna óleystra
mála milli ríkisins og Reykjavíkur-
borgar sem kunni að bitna á öðrum
sveitarfélögum. Hjörleifur segist
kannast við þessa umræðu en segist
ekki geta fullyrt neitt um þetta.
En hver er skaði nemenda nú
þegar? Hjörleifur svarar að verkfall-
ið muni að líkindum seinka sumum
í náminu. Það sé ekki síst bagalegt
fyrir þá sem séu háðir því að fá
einingar metnar milli skólastiga.
Þá bendi allt til að um helmingur
fyrirhugaðra jólatónleika á vegum
skólans sé þegar kominn í uppnám
en í hefðbundnu ári fara fram 90
tónleikar alls á einu námsári á veg-
um skólans. „Við höfum líka miklar
áhyggjur af nemendum sem stefndu
að áfangaprófi eftir áramót, það er
ekki víst að þeir geti þreytt þau próf.“
„Það er vont að ekki sé sam-
ræmi milli aðgerða og þeirrar stað-
reyndar að skapandi greinar leggja
mikið fram til landsframleiðsl-
unnar og þá eru mörg önnur áhrif
ónefnd. Stundum líður manni eins
og arfur liðins tíma svífi yfir vötn-
unum,“ segir Hjörleifur Örn Jóns-
son, skólastjóri Tónlistarskólans á
Akureyri. a
Bæjarstjóri: Eðlilegt að gæta
kynjajafnréttis.
Steingrímur Birgisson stjórnarformað-
ur: „Almennt finnst mér oft ganga illa
að fá konur til stjórnarsetu.“
Öryggisvarnir á heimil-
um efldar eftir árásina
Sprenging hefur orðið í fyrirspurn-
um sem varða auknar öryggisvarnir
á heimilum Akureyringa eftir að
ráðist var á fulltrúa sýslumanns á
Akureyri í síðustu viku og kveikt í
bíl hans. Þetta segir Helgi Jóhanns-
son, framkvæmdastjóri Öryggis-
miðstöðvar Norðurlands, en fyrir-
tækið annast m.a. sólarhringsgæslu
heimila og fyrirtækja á Norður-
landi.
„Það er óhætt að segja að það
hafi orðið sprenging í fyrirspurnum
síðustu daga eftir atvikið á heimili
fulltrúa sýslumanns á Akureyri,“
segir Helgi.
„Heimilisfólk í venjulegum
íbúðahverfum hér á Akureyri er
auðvitað að átta sig á því að það
gengur ekki lengur að hafa húsin
óvarin. Rétt eins og í Reykjavík þá
eru æ fleiri Akureyringar að láta
setja upp hjá sér eftirlitskerfi á
heimilum sínum.“
Helgi bendir á að lengi framan
af hafi öryggisfyrirtæki á Norð-
urlandi nær einvörðungu sinnt
gæslu fyrirtækja og stofnana. Nú
sé greinileg breyting að verða á
því: „Það er eins og almennir borg-
arar hafa vaknað upp af værum
blundi.“ a
Sumir segja tímann afstætt hugtak, en stundum er hann mjög áþreifanlegur. Völundur