Akureyri


Akureyri - 20.11.2014, Blaðsíða 14

Akureyri - 20.11.2014, Blaðsíða 14
14 43. tölublað 4. árgangur 20. nóvember 2014 SPORTIÐ Akureyri.net Símar: 848-9114 & 862-8833 | malbikun@simnet.is www.malbikun.is Leitaðu tilboða í síma 848-9114 eða 862-8833 eða malbikun@simnet.is SNJÓMOKSTUR OG SANDDREIFING Tökum að okkur snjómokstur og sanddreifingu á stórum sem litlum plönum Góð þjónusta…vönduð vinna „Loksins er komið að þessu móti!“ Dagana 21. og 22. nóvember fer fram Bikarmót Kraftlyftingasam- bands Íslands í íþróttahúsinu við Glerárskóla. Samhliða bikarmótinu fer fram Akureyrarmótið í kraft- lyftingum og er það mót haldið í fertugasta sinn. KFA (Kraftlyft- ingafélag Akureyrar) sér um allt mótshaldið og með þessu móti hefst afmælismótaröð félagsins sem fagnar 40 ára afmæli á næsta ári. Að sögn Grétars Skúla Gunnars- sonar hjá KFA er þetta stærsta mót ársins og segja má að þetta sé mótið sem menn hafa beðið eftir allt árið og allt sterkasta kraftlyftingafólk landsins er skráð til leiks. ,,Þetta er síðasta mót ársins og þarna verður öllu til tjaldað og mikil keppni um hver verður stigahæsti lyftinga- maður ársins. Keppendur verða 55 og af þeim koma 21 frá KFA. Hlut- fall kvenna í mótinu er nokkuð hátt því að þeim 55 keppendum eru 21 kona og þar af 6 koma frá KFA. Þar sem þetta er afmælismót KFA eigum við von á fjölda fólks til Ak- ureyrar vegna þessa móts. Undir- búningur hefur gengið vel og mikill spenna í loftinu, loksins er komið að þessu móti“ sagði Grétar Skúli Gunnarsson. Mótið hefst á föstudeginum klukkan 17:00. Á laugardeginum hefst keppni klukkan 10:00 með keppni í léttari flokkum karla og kvenna en klukkan 15:00 hefst keppni í þyngri flokkum karla. a Viktor Samúelsson frá KFA á bikarmóti Kraft 2012 Á DÖFINNI Föstudagurinn 21. taka Hamrarnir á móti Mínunni í 1. deild karla í hand- bolta í leik sem fram fer í íþrótta- höllinni. Leikur liðanna hefst leikur liðanna klukkan 19:15. Laugardagur 22. tekur Þór á móti KFÍ í 1. deild kvenna í körfu- bolta í leik sem fram fer í íþrótta- húsinu við Síðuskóla. Leikur liðanna hefst klukkan 15:30. Stelpurnar í KA/Þór sækja lið Gróttu heim í Olísdeild kvenna í handbolta. Leikur liðanna fer fram í Hertz höllinni og hefst klukkan 15:00. Þá sækir Akureyri lið Stjörnunn- ar heim í Olísdeild karla í handbolta í leik sem fram fer í TM höllinni. Leikur liðanna hefst klukkan 16:00. Sunnudagur 23. Þór tekur á móti Hamri í 1. deild karla í körfubolta í leik sem fram fer í íþróttahúsinu við Síðuskóla. Leikurinn hefst klukkan 16:00. Ábendingar um efni í blaðið og á vefinn itrottir@akureyri.net Frábær ferð hjá Óðni Sundmót fór fram í Ásvallalaug 14.-16.nóv sl. Krakkarnir frá Óðni gerðu góða ferð suður og stóðu sig frábærlega. Lið Óðins var þannig skipað: Bryndís Bolladóttir, Nanna Björk Barkardóttir, Elín Kata Sig- urgeirsdóttir, Rakel Baldvinsdóttir, Kristín Ása Sverrisdóttir og Embla Sólrún Einarsdóttir. Einnig höfðu þau Birgir Viktor Hannesson og Anna Lilja Valdimarsdóttir tryggt sér keppnisrétt en þau sáu sér ekki fært að taka þátt vegna anna í skóla. Þó svo að liðið hefði verið fámennt þá var það góðmennt. Glæsilegur árangur náðist og stelpurnar vöktu verðskuldaða athygli. Mörg verðlaun unnust og ekki var það síður að það voru glæsilegar bætingar hjá liðinu. Þær sem syntu til úrslita voru Bryn- dís Bolladóttir, Elín Kata Sigurgeirs- dóttir, Nanna Björk Barkardóttir og Rakel Baldvinsdóttir. Stelpurnar tóku verðlaun í tveimur boðsund- um og voru hársbreidd frá því í því þriðja. Bryndís Bolladóttir krækti sér síðan í verðlaun í 50 og 100 m. flugsundi og 100 m. fjórsundi og Elín Kata Sigurgeirsdóttir fékk verðlaun í 100 m. flugi og 200 m. flugi. Boðsundssveitirnar skipuðu þær Bryndís Bolladóttir, Elín Kata Sig- urgeirsdóttir, Nanna Björk Bark- ardóttir og Rakel Baldvinsdóttir. Þær unnu til verðlauna í 4*200 m. skriðsundi og 4*100 m. fjórsundi. Bryndís Bolladóttir fer síðan með unglingalandsliðinu til Svíþjóðar í byrjun desember til að keppa á Norðurlandameistaramótinu. Elín Kata var hársbreidd frá lágmark- inu þar. Elín Kata bætti akureyrar- metið í 200 m. flugsundi og Bryndís einnig í skriðsundinu. Stelpurnar slógu síðan metið í 4*200 m. skrið- sundi. Frábær árangur í alla staði hjá stelpunum sem eiga sannarlega bjarta framtíð fyrir sér.

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.