Akureyri


Akureyri - 20.11.2014, Blaðsíða 11

Akureyri - 20.11.2014, Blaðsíða 11
20. nóvember 2014 43. tölublað 4. árgangur 11 Ákvörðun um Bakka tekin 15. desember næstkomandi Óþreyja er í mörgum Þingeying- um eftir því að framkvæmdir hefj- ist við stóriðju á Bakka á Húsavík. Þetta kom fram á fundi sem stéttar- félagið Framsýn stóð nýverið að á Húsavík um fyrirhugaðar fram- kvæmdir. Um 70 manns mættu á upplýs- ingafund félagsins. Snæbjörn Sig- urðarson verkefnastjóri hjá Norð- urþingi fór yfir stöðuna og sagði mikilvægt að snúa vörn í sókn í at- vinnumálum. Störfum hefði fækk- að um þriðjung á svæðinu eða um 32% á árabilinu 1990 til 2009 að því er fram kemur á vef Framsýnar. Snæbjörn sagði allt í fullum gangi varðandi verkefnið á Bakka, búið væri að skipuleggja iðnað- arlóðir á Bakka, frekari hafnar- framkvæmdir og vegalagningu sem og göng frá hafnarsvæði að iðnað- arsvæðinu í Bakka. Flestir samn- ingar væru í höfn. Þá væru töluverðar fram- kvæmdir á vegum Landsvirkjunar í gangi á Þeistareykjum sem miðuðu að því að gera allt klárt fyrir virkj- unarframkvæmdir um leið og samþykkt PCC um uppbyggingu á orkufrekum iðnaði á Bakka lægi fyrir sem yrði vonandi um miðjan desember. Samhliða vær Landsnet að skoða línulögn frá Þeistareykj- um til Húsavíkur. Tveggja áfanga framkvæmd Verði af framkvæmdum þarf fyrri áfanginn á Bakka um 45 Mw af raforku en verksmiðjan verður byggð upp í tveimur áföngum. Talið er að um 700 manns komi að upp- byggingunni sem ætlað er að ljúki haustið 2017 enda hefjist hún á næsta ári. Eftir að framkvæmdum líkur er áætlað að um 130 til 150 manns vinni við verksmiðjuna og með hliðarstörfum verði starfa- fjöldinn um 200 ný störf. Lands- virkjun hefur sagt að endurskoðun umhverfismats í Bjarnarflagi hafi engin neikvæð áhrif á Bakka. Fleiri fyrirtæki hafa sýnt því áhuga að hefja starfsemi á Bakka og bíða á hliðarlínunni meðan PPC er að klára sín mál eftir því sem frram kom á fundinum. Í máli Snæbjörns kom einnig fram að búið að tryggja fjármögnunina að mestu en Þýski sparisjóðabankinn með tryggingum frá Þýska ríkinu sér um að fjármagna verkefnið að mestu eða um 70%. Þá eru bundnar vonir við að íslenskir lífeyrissjóðir fjármagni innlenda hlutann sem upp á vantar. Reiknað er með því að afstaða þeirra til aðkomu að verkefninu liggi fyrir 15. desember n.k. Gangi fjármögnunin eftir taldi Snæbjörn fátt því til fyrirstöðu að framkvæmdir gætu hafist á næsta ári. Gögn sýna að veikt atvinnu- ástand í Þingeyjarsýslum hefur valdið fólksflótta. Viðvarandi fækk- un hefur orðið í flestum sveitarfé- lögum sýslunnar nema í Langanes- byggð. Á sama tíma og íbúum fjölgaði um 1,18 prósent á landinu öllu 2013-2014 fækkaði Þingeying- um um 1,36%. a Skuggahliðar kvótakerfisins Húsavík er ekki í flokki fámennra byggða með ein- hæft atvinnulíf þannig að þörf sé á að grípa til sér- stakra mótvægisaðgerða þrátt fyrir flutning Vísis frá Húsavík sem kostaði bæinn 60 störf. Þetta sagði Sig- urður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra í svari við fyrirspurn frá Kristjáni Möller þingmanni NA- -kjördæmis í vikunni á Alþingi. Steingrímur J. Sigfússon, VG, sagði brotthvarf Vísis og högg Húsvíkinga þungt sl. sumar. Hann sagði að kvótinn væri að safnast saman. „Það verður að auka svigrúm stjórnvalda til að tryggja einhverja viðunandi byggðafestu í sjávarbyggðunum sem eiga allt sitt undir sjávarútvegi.“ Össur Skarphéðinsson, Samfylkingu, sagði kveðju ráðherra til Húsvíkinga kalda, að svara því til að þeim stæðu engar mótvægisaðgerðir til boða þrátt fyrir áfallið. Þau 60 störf sem hyrfu frá Húsavík væru nánast helmingur þeirra starfa sem rætt væri um að sköpuðust í tengslum við fyrirhugaða kísil- verksmiðju PCC. Málið væri dæmi um skuggahliðar kvótakerfisins. Kristján Möller, þingmaður NA-kjördæmis, sagði að ekki þýddi fyrir ráðherra að kenna veiðileyfagjaldi um þróunina, því Vísir fengi mestan afslátt veiði- gjalda allra sjávarútvegsfyrirtækja. Ráðherra svaraði að fólk yrði að horfast í augu við að ekki sé sjálfgefið að alls staðar verði rekinn sjávarútvegur í framtíð- inni þar sem hann hafi verið stundaður. Frá fjölsóttum fundi Framsýnar. Framsýn. Bakki við Húsavík. Fyrirheitna landið í huga sumra Þingeyinga. Aðrir óttast mengun og gagnrýna einhæfni atvinnulífs. Völundur

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.