Akureyri - 20.11.2014, Blaðsíða 21
20. nóvember 2014 43. tölublað 4. árgangur 21
Ármann Einarsson.“
Hefur fest sig á öllum heiðum
landsins
Magni áætlar að hann hafi spil-
að um 750 sinnum með hljómsveit
sinni Á móti Sól, auk allra hinna
gigganna. „Það er eitthvað sígauna-
líferni sem fylgir þessu djobbi, eitt-
hvað óstjórnlega skemmtilegt, æv-
intýraþráin, maður!“
Magni hefur spilað á böllum
í nítján ár þrátt fyrir að vera að-
eins 36 ára gamall. Hann hefur
búið í hljómsveitarrútu um helgar
mánuðum saman, farið hringinn
oftar en tölu verður á komið. Hljóm-
sveitarbíllinn hefur fest sig á öllum
heiðum landsins, the show must go
þar sem allt gengur út á að vera til
í slaginn, sérhverja helgi nánast.
Guðirnir hljóta að vera djammarar,
því meðlimir Á móti sól hafa fætt
í heiminn um 10 börn síðan Magni
hóf ferill sinn í bandinu. Þau hafa
öll komið í heiminn á virkum dög-
um, sem er mikil tillitssemi við for-
eldrana!
„Þetta líf smellpassar með fjöl-
skyldulífinu þegar allt kemur til
alls. Maður er heima á virkum dög-
um og þá er ég frábær húsfaðir.
Svo fer ég í túr um helgar eins og
sjómaður. Ef maður er vel giftur er
svona líf enginn samfelldur slagur,
þvert á móti.“
Varð snarruglaður þarna úti...
Magni segir að það hafi aldrei kall-
að á sig að reyna að meika það
í útlöndum. „Hér á Íslandi eru
320.000 manns og ef Íslendingur
búandi á Íslandi nær að verða góð-
ur í einhverju fær hann vinnu við
það. Utan landsteinanna þarftu að
leggja þig þúsundfalt fram til að ná
árangri, því þar er samkeppnin svo
miklu meiri.
En hvað með þátttökuna í
SuperNova, sumarið sem lands-
menn sátu límdir um miðjar nætur
og fylgdust með glæsilegri þátttöku
Magna í beinni útsendingu í keppni
í Bandaríkjunum. Var það ekki til-
raun til alheimsmeiks og þurfti
ekki sterk bein til að þola þá miklu
athygli sem glaði sveitadrengurinn
að austan öðlaðist á einnu nóttu?
„Ég firrtist nú dálítið þarna úti,
varð hreinlega snarruglaður svo
ég orði það hreint út. Þetta var of
mikið fyrir mann sem kom úr 100
manna sveitarþorpi. Í dag hugsa ég
aldrei um þessa keppni, hún er þá-
tíðin,“ svarar Magni og verður ögn
alvarlegur á svipinn.
Vill ekki hallmæla höfðuborginni,
en...
Hann segist alltaf hafa verið reglu-
maður, hafi aldrei prófað neitt
sterkara en Captain Morgan og
aldrei átt í vandræðum með hann.
En jafnvel fyrir mann sem lifir
reglulífi (sem hreint ekki er sjálf-
gefið í lífi þeirra sem leggja allt
undir á sviðinu) virðist vegurinn
frá Super Nova og norður til Akur-
eyrar nokkuð langur, ekki síst þar
sem Magni hefur búið árum saman
í Reykjavík og megnið af giggunum
hans á sér stað á suðvesturhorninu.
Hvernig bar það til að Akureyri
varð næturstaður ykkar Eyrúnar
Huldar Haraldsdóttur og sona ykk-
ar þriggja?
„Þegar Eyrúnu bauðst íslensku-
kennarastaða við MA var það stór-
kostlegur heiður og við fluttum
norður árið 2007 og bjuggum hér
fyrir norðan í þrjú ár, kunnum vel
við okkur. Svo fórum við aftur suð-
ur, bjuggum önnur þrjú ár þar. Það
bættist við baranahópinn og allt
varð flóknara. Nú ætla ég ekki með
neinum hætti að hallmæla höfuð-
borginni okkar, en maður stækkar
ekkert við sig í húsnæði þar svo
auðveldlega. Einn daginn hringdi
Eyrún í mig þar sem ég var fastur
í umferð á Miklubrautinni og sagði
að staða hefði losna við MA og að
hún hefði fundið frábæra íbúð á
Akureyri. Ég veit betur en að and-
mæla konunni minni, hún er skýr-
ari aðilinn í þessu sambandi þannig
að ég bara sagði ókei, flott.“
Við þönbum kaffið og ræðum
kosti þess og galla að búa á Akur-
eyri. Honum finnst stærð bæjarins
fullkomin. Nánast öll þjónusta sem
þurfi og svo hafi bæst við fúnda-
mental stofnanir eins og ToysRus,
Lindex og Elco! „Ég fíla taktinn
hérna, hann er hægari og stöðugri
en í Reykjavík, maður fær meira út
úr hverjum degi, þarf ekki að eyða
hálfum deginum í akstur fram og
aftur fyrir utan þann augljósa kost
að hér er allt miklu ódýrara en fyrir
sunnan, t.d. húsnæðið.“
Við ræðum Sjallann en þar fór
fram síðasti „Palladansleikurinn“
um síðustu helgi en húsið mun loka
sem dansstaður um áramótin. Mun
Magni sakna Sjallans?
„Ja, ekki staðarins persónulega,
okkur hefur ekki gengið neitt sér-
staklega vel í þessu húsi. En auðvit-
að er bömmer að það sé þá enginn
ballstaður eftir hérna. Rekstur-
inn hefur gengið erfiðlega og það
skrifast auðvitað á Akureyringa að
miklu leyti.“
Svavar Knútur „beint frá býli“
Magni er dínamískur náungi.
Kurteis, glaðvær og alúðlegur.
Hann leggur mikið upp úr að vera
gott foreldri og vill engan mann
styggja. Það kemur góð í augun
þegar ég ákveð að hætta mér út í
umræðuefnið samfélagsmál. Tölu-
verð umræða hefur blossað upp um
hvort listamenn eigi í auknum mæli
að huga að samfélagspólitískum
álitaefnum í þágu aukins réttlætis.
Svavar Knútur (sem ég hélt að væri
„latte“ en Magni leiðréttir mig og
segir hann sveitamann „beint frá
býli“ hefur náð til fjöldans og orðið
mörgum innblástur. Eiga listamenn
að beita karisma- og kennivaldi
sínu til að taka opinberlega afstöðu
til samfélagsmála í þeirri von að
heiminum verði breytt til góðs?
„Það verður hver að ráða því. Ég
hef sterkar skoðanir á ástandinu
í þessu landi en ég hef líka það
sterkar skoðanir á sjáfum mér að ég
veit betur en svo að reyna að halda
fram að ég viti allt. Ég leyfi mér að
vona að allir inni á Alþingi a.m.k.
haldi að þeir viti hvað þeir séu
að gera, ég vona að þetta lið sé að
störfum af heilindum. En stundum
fær maður því miður annað á tilf-
inninguna.“
Ísland á hræðilegum stað núna
Hann bætir við: „Mér finnst íslenskt
samfélag eiginlega á hræðilegum
stað. Enginn hefði trúað því fyrir 20
árum, hvernig samfélagið er orðið
með sín hræðilegu commentakerfi
og einhverkonar andleysi. Það er
skylda allra Íslendinga að reyna
að hafa einhver áhrif á samfélagið
og að vissu leyti held ég að það sé
auðveldara fyrir fólk sem er vant að
koma fram eins og t.d. tónlistarmenn
eins og Svavar. Mér finnst frábært
að Svavar sé að gera þetta og ég skil
reyndar ekki að fólk hafi ekki tekið
aftur til við mótmæli fyrr en núna.
Er ástandið eitthvað skárra nú en
þegar þjóðin fór út árin 2008-2009
og barði pönnurnar úti á torgum?
Eru ekki innviðir samfélagsins að
verða bensínlausir? Í grundvallar-
atriðum borga ég skatta til að hafa
mennta- og heilbrigðismálin í lagi,
hverjum er ekki drullusama hvort
húsnæðislánið stendur í 24 eða í 25
millum, ég hef meiri áhyggjur af því
að ef einhver nákominn mér veikist
þurfi sá hinn sami hugsamlega að
liggja inni í tómum birgðaskáp á
Landspítalanum vegna plássleys-
is og tækjaskorts. Bæði heilbrigðis
– og skólakerfið virðast orðin ein-
hver brandari í augum þeirra sem
stjórna hérna. Það eru borguð léleg
laun, endalaus verkföll, skapandi
greinar undir hnífnum en samt eru
það listirnar sem hafa bjargað þjóð-
inni og rifið hana upp úr andleysinu
síðustu árin.“
Íslenska skinhelgin
Magni tekur sér stutta málhvíld
en heldur svo áfram: „Hvað er
eiginlega mikilvægara af því sem
íslenskt er en Björk, Of Monsters
and Men, Airvaves og það allt sem
Íslendingar hreykja sér af? Samt
fá skapandi greinar engan stuðn-
ing. Heldur fólk að listin sé sjálf-
sprottin, að það þurfi ekkert að
styðja við hana? Sumir sem ég
þekki eru hársbreidd frá því að gef-
ast upp á búsetu hérna. Það er ekki
sjálfsagður hlutur að ætla sér að
lifa á því að spila á hljóðfæri í dag
svo ég nefni sérstaklega mína stétt
til sögunnar. Það er alveg eins mik-
ilvægt fyrir samfélög að borgaarnir
læri tónlist eins og stærðfræði en
áherslurnar eru ekki í neinum takti
við þá staðreynd, verkfall tónlistar-
kennara sýnir það.“
Okkur er orðið heitt í hamsi,
sem er eðlilegt. Ísland er ónýtt var
yfirskrift pistils sem hlotið hfur
metdreifingu í netheimum síðustu
daga. Auðvitað er Ísland samt
ekkert ónýtt. Bara laskað. Vonandi
hressist það.
Fyllir upp í gat fyrir jólin
Við tæmum kaffibollana og ég spyr
hvort örli á jólaskapinu. Magni
svarar að það muni bresta á með
jólaskapi eigi síðar en 12-13. des-
ember. Þeir Summi í Hvanndals-
bræðrum hafi tekið eftir gati í
jólatónleikahaldi hér fyrir norðan,
engin, Frostrós, ekki neitt. „Okkur
vinunum fannst við verða að bæta
úr og ákváðum að telja í jólatón-
leika í Hofi og skírðum þá Norður-
ljósin. Við munum mest megnis not-
ast við norðlenskt vinnuafl, annað
hvort fólk sem býr hér eða bjó hér.
Það verður Stúlknakór Akureyrar-
kirkju, Óskar úr Skagafirði, Birgitta
frá Húsavík, Pálmi Akureyringur
og svo mamma Jól, Helga Möller.
Helga er jólin og það verða þrennir
tónleikar þessa helgi. Það verður að
nota þetta hús,“ segir Magni og er
rokinn að kenna krakka á hljóðfæri
– í Tónræktinni. Það hlýtur að vera
gaman að vera nemandi hjá rokk-
stjörnunni. Hinni manneskjulegu
rokkstjörnu sem hefur fest sig með
hljómsveitarbílum á öllum heið-
um landsins en kemst þó jafnan á
áfangastað. Ef grannt er skoðað
snýst lífið kannski einmitt um það.
Að komast frá einum stað til annars
og leita nýrra tækifæra. Stundum
er nóg að horfa beint í augun á
fólkinu sem manni er kærast til að
finna þau tækifæri...
VIÐTAL Björn Þorláksson
MYNDIR Völundur Jónsson
„Mér finnst Ísland eiginlega á hræðilegum stað núna.“