Akureyri - 20.11.2014, Blaðsíða 10
10 43. tölublað 4. árgangur 20. nóvember 2014
Telur að gosmengunin hafi
haft áhrif á rjúpnaveiði
„Það á að leyfa miklu fleiri veiði-
daga. Ég þekki marga sem nánast
skutu ekki einn einasta fugl þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir. Þar spilar
margt inn í, það eru of fáir dagar
til veiða, óhagstætt tíðarfar og svo
er ég viss um að gasmengunin frá
eldgosinu norðan Vatnajökuls spil-
ar inn í þetta og hefur orðið til þess
aðð rjúpan flýr mengunina,“ segir
einn kunnasti veiðimaður landsins,
Jónas Þór Hallgrímsson á Húsavík.
Fyrirkomulag rjúpnaveiða hefur
sætt gagnrýni í ár. Í október árið
2013 fagnaði Umhverfisstofnun
því að umhverfisráðherra auglýsti í
stjórnartíðindum þriggja ára veiði-
tímaáætlun. Umhverfisstofnun
hélt þá fram að verulegt óhagræði
hefði fylgt eldra fyrirkomulaginu.
Samkvæmt ákvörðun ráðherra er
rjúpnaveiði leyfð fjórar þriggja
daga helgar, föstudag, laugardag
og sunnudag árin 2013-2015. Mið-
árinu er sem sagt lokið. Ráðlögð
rjúpnaveiði í ár var 48.000 fugl-
ar en veiðimenn telja ólíklegt að
veiðin hafi numið nema broti af því
hámarki.
Frá því að rjúpnaveiðar hófust
að nýju árið 2005 hafa rjúpnaveiði-
menn verið virkir þátttakendur í
að draga úr veiðum á rjúpu í því
skyni að vernda stofninn. „Ljóst er
að allir að þurfa að leggjast á eitt,
svo hægt sé að tryggja sjálfbæra
nýtingu rjúpnastofnsins,“ segir í
opinberum gögnum. Nú er síðasta
veiðihelgi þessa árs að baki og lýsa
rjúpnaveiðimenn óánægju sinni
með fyrirkomulagið. Viðmælendur
blaðsins segja að ábati veiðanna sé
hrein tilviljun, þar sem gæftir ráð-
ist mjög af tíðarfari sem veiðimenn
eru sammála um að hafi verið frem-
ur óhagstætt í ár. Vætutíð og vindar
hafi sett mark sitt á rjúpnagöngur
og þegar snjór sé lítill sem enginn
haldi rjúpan sig oft hátt uppi. Fyr-
ir vikið séu vísbendingar um að
óvenju lítið hafi veiðst af fugli í ár.
Minna en tölur um stofnstærð rjúp-
unnar gefi tilefni til.
Versti mánuðurinn til veiða
„Nóvember er versti mánuðurinn til
veiða, nóvemberveðrið er oft ekki
gott til að ganga til rjúpu, a.m.k.
háttar þannig til hér fyrir norð-
an,“ segir hinn mývetnski Jónas
Þór Hallgrímsson skotveiðimaður
sem býr á Húsavík. Hann er í hópi
þeirra sem gagnrýna núverandi fyr-
irkomulag. Hann telur til bóta að
annað hvort hafa veiðitímann fyrr
eða seinna. „Þegar er óhagstætt
tíðarfar eins og þetta árið verða
rjúpnadagarnir allt of fáir.“
Matarmenning á undanhaldi
Jónas Þór segir að tölur um stofn-
stærð sýni að nóg sé til af rjúpu
til nýtingar. Sölubann á rjúpu sé
hárrétt stefna af hálfu yfirvalda
en hitt gangi ekki að bjóða aðeins
upp á 12 veiðidaga. Jónas bendir
á að fyrirkomulag veiðanna bjóði
þeirri hættu heim að hin gamla
hefð Íslendinga að hafa rjúpur á
jólum deyi senn út, e.t.v. fyrir utan
örfá heimili „hörðustu veiðimanna“.
Menningarlegt rof milli kynslóða
kunni að vera í uppsiglingu. „Það
er alveg ljóst að það borðar enginn
íslenska rjúpu á jólunum nema
rjúpa sé í boði. Nú orðið er þetta
aðallega gamalt fólk sem sækist
eftir henni, því það er svo erfitt að
verða sér út um rjúpu. Gamla fólkið
deyr. Niðurstaðan verður að enginn
mun borða rjúpu á jólunum í fram-
tíðinni – ekki að óbreyttu,“ segir
Jónas Þór.
Sjalfur segir veiðimaðurinn að
honum hafi gengið sæmilega miðað
við suma aðra að ná rjúpu þennan
veturinn, síðasta helgi hafi ver-
ið gæftadrjúg. Jónas Þór veiðir að
jafnaði í Búrfellshrauni austan Mý-
vatnssveitar þar sem veiði er lok-
uð öðrum en landeigendum. Hann
segist þekkja marga sem gengu og
fengu varla fugl. Einnig sé mismun-
andi hvort það henti fólki að ganga
til rjúpna þegar allt tímabilið eigi
sér stað í sömu fjórum vikunum.
Hann spyr sem dæmi hvers sjó-
menn eigi að gjalda sem e.t.v. séu í
mánaðarlöngum úthöldum akkúrat
meðan veiðitíminn stendur yfir.
Flýgur í kaffi til Grænlands!
Fleira hefur áhrif á stofnstærð
rjúpu en skotvopn að mati Jónas-
ar Þórs. Sem dæmi geti vel verið
að gasmengunin frá eldgosinu í
Holuhrauni hafi haft meiri áhrif á
dræma rjúpnaveiði þennan vetur-
inn en fólk geri sér grein fyrir. „Það
er ekki ólíklegt að rjúpan hafi flúið
mengunina, við mennirnir myndum
gera það ef okkur liði illa. Við sáum
það í haust að á sumum svæðum
hvarf gæsin þegar eldgosið byrj-
aði. Þá berast líka fréttir af því
að mýs hafi drepist úr gaseitrun á
Suðurlandi. Rjúpur eru fuglar sem
hafast við alveg niður við jörðina
í dældum og dokkum. Þar getur
orðið mikil loftmengun. En rjúpan
er líka góður flugfugl, svo góður að
ekki einu sinni fálkinn nær henni á
flugi. Ég sé alveg fyrir mér að rjúp-
unni geti dottið í hug að fljúga „í
kaffi“ til Grænlands ef hún lendir í
loftmengun. Að hún hafi fært sig til
vegna eldgossins. En hún skilar sér
örugglega til baka.“
Þegar blaðamaður spyr hvaða
veiðifyrirkomulag nafni þjóð-
skáldsins okkar myndi leggja til
ef Jónas Hallgrímsson væri um-
hverfisráðherra á Íslandi í einn
dag, svarar kappinn: „Það þarf að
lengja tímabilið í að minnsta kosti
átta helgar. Tvöfalda veiðidagana.
Hafa 24 daga í stað 12 núna.“
Sumir svindla og okra
Akureyri Vikublað heyrði í fleiri
rjúpnaveiðimönnum. Þeir reyndust
ófúsir að gagnrýna málaflokkinn
undir nafni en margir virðast sam-
mála Jónasi Þór. Veiðimenn vilja
fleiri veiðidaga. Mönnum ber einnig
saman um að sölubann sé ekki í öll-
um tilvikum virt. Tvær óskyldar
heimildir halda fram að vegna þess
hve lítið framboð sé af rjúpu sjái
sumir sér leik á borði og selji hvern
fugl á allt að 5.000 krónur stykkið
þessa dagana. Þetta sé hægt í ljósi
ójafnvægis milli framboðs og eft-
irsurnar. Ef veiðifyrirkomulag væri
með öðrum hætti veiddist meira
af fugli án þess að það kæmi nið-
ur á stofnstærð. Eðlilegt verð fyrir
rjúpu sé e.t.v. um 2.000 krónur ef
sala á henni væri leyfð til ættingja
og vina. Skorturinn á henni spenni
upp svarta markaðinn.
Margir nefna einnig að fálkar,
tófur og mávar höggvi töluvert
í rjúpnastofninn. „Refurinn er
svakalegur í að drepa rjúpuna, það
flæðir tófa út um allt og hún étur
mikið af rjúpu,“ segir einn viðmæl-
enda blaðsins. -BÞ
ÓHRÆSIÐ!
Þótt mörgum þyki rjúpan herramanssmatur og að á sumum heimilum þyki engin jól án þess að rjúpnailmur fyllli vitin
er rjúpan líka fugl sem mörgum þykir saklaus og fagur, fugl sem fólk hefur tilfinningar til. Í tilefni af degi íslenskrar
tungu sem haldinn var hátíðlegur síðastliðinn sunnudag birtir Akureyri Vikublað hér Óhræsið!, þekktasta ljóð Íslands
um rjúpuna. Höfundur er skáldið Jónas Hallgrímsson. Ekki sá Jónas Hallgrímsson sem rætt er við hér í opnunni en
báðir deila þeir nafnar þeirri skoðun að vargur hafi töluverð áhrif á stofnstærð rjúpunnar.
Ein er upp til fjalla,
yli húsa fjær,
út um hamrahjalla,
hvít með loðnar tær,
brýst í bjargarleysi,
ber því hyggju gljúpa,
á sér ekkert hreysi
útibarin rjúpa.
Valur er á veiðum,
vargur í fuglahjörð,
veifar vængjum breiðum,
vofir yfir jörð;
otar augum skjótum
yfir hlíð, og lítur
kind, sem köldum fótum
krafsar snjó og bítur.
Rjúpa ræður að lyngi
– raun er létt um sinn –
skýst í skafrenningi
skjót í krafsturinn,
tínir, mjöllu mærri,
mola, sem af borði
hrjóta kind hjá kærri,
kvakar þakkarorði.
Valur í vígahuga
varpar sér á teig,
eins og fiskifluga
fyrst úr löngum sveig
hnitar hringa marga;
hnýfill er að bíta;
nú er bágt til bjarga,
blessuð rjúpan hvíta!
Elting ill er hafin,
yfir skyggir él,
rjúpan vanda vafin
veit sér búið hel;
eins og álmur gjalli,
örskot veginn mæli,
fleygist hún úr fjalli
að fá sér eitthvert hæli.
Mædd á manna besta
miskunn loks hún flaug,
inn um gluggann gesta
guðs í nafni smaug
– úti garmar geltu,
gólið hrein í valnum –
kastar hún sér í keltu
konunnar í dalnum.
Gæðakonan góða
grípur fegin við
dýri dauðamóða –
dregur háls úr lið;
plokkar, pils upp brýtur,
pott á hlóðir setur,
segir happ þeim hlýtur,
og horaða rjúpu étur.
Jónas Hallgrímsson
Jónas Þór Hallgrímsson rekur skotvopnafyrirtækið Hlað
á Húsavík. Hann segir að þeir sem borði rjúpu á jólum
séu að breytast í síðasta móhíkanann. Mynd: Skarpur á
Húsavík.
Rándýr jólamatur. Völundur