Akureyri


Akureyri - 20.11.2014, Blaðsíða 20

Akureyri - 20.11.2014, Blaðsíða 20
20 43. tölublað 4. árgangur 20. nóvember 2014 Sígaunalífið og ævintýraþráin, maður! Hann ólst upp á bóndabænum Brekkubæ í fimm mínútna göngufæri frá þorpinu á Borgarfirði eystri. Fyrstu fimmtán árin segir hann þegar hann minnist uppvaxtaráranna að aldrei, aldrei hafi borið ský fyrir sólu heldur hafi gleðin og hamingjan ein verið við völd. Sagt hefur verið að reiður maður geti ekki sungið. Það er líka talað um syngjandi hamingju. Það virðist eiga við um Magna Ásgeirsson og upphafið að löngum og farsælum tónlistarferli þessa kraftmikla tónlistarmanns. Hann hefur nú árum saman búið á Akureyri og kann því vel. „Ég söng alla barnæskuna út í eitt, söng þegar ég labbaði heim úr skól- anum, söng á traktornum 10 ára gamall þegar maður var að tætla með vasadiskóið á fullu þannig að yfirgnæfði vélarhljóðið. Ég var alltaf gargandi, það heyrðist í mér langar leiðir.“ Þegar ég sem blaðamaður og áhugamaður um manneskjur og músík reyni að leita upphafsins að tónlistargáfu viðmælanda míns kemur á daginn í kaffispjalli okk- ar í miðbæ Akureyrar að Magni telur að náttúrufegurðin hafi þátt í að móta hann sem einstakling og væntanlega sem tónlistarmann einnig. Í báðum ættum Magna er iðandi músík. Hann lærði fyrst á blokkflautu en á ekki stórbrotnar minningar frá þeim tíma. 7-8 ára gamall hóf Magni svo píanónám og byrjaði skömmu síðar að pikka upp fyrstu frasana á gítarinn. Teningun- um var kastað þegar leið Magna lá í Alþýðuskólann á Eiðum. „Það var árum saman brjálæð- islega mikið af hljómsveitum sem komu frá Eiðum. Í skólanum voru allar græjur, hljóðkerfi, magnarar, trommusett og allt. Sjálfur kunni ég nánast ekkert á hljóðfæri þegar ég byrjaði fyrst í hljómsveitum en smám saman fór manni fram,“ seg- ir Magni og þakkar framsýnum skólastjórnendum Eiða að nokkru fyrir að hafa varðað götu hans sem atvinnutónlistarmanns. Síðar ræðir hann virðingarleysið sem skapandi greinum er sumpart sýnt í samtím- anum. Mætti stundum fordómum Við ræðum mismunandi tónlist- arstefnur og hvaða tónlist Magni hrífst helst af. Hann segist með tímanum hafa lært að bera virðingu fyrir ólíkum tegundum tónlistar þó svo að óperur séu kannski ekki í sérstöku uppáhaldi. Hver og einn verði að fá að finna sinn tón og fjölbreytileiki sé forsenda þess. Hann nefnir að eftir að hann fór að spila og syngja með Á móti sól hafi hann fundið fyrir fordómum sumra gagnvart því sem kallað var „sveitaballapopp“. Hann bendir á að ef hann hefði alist upp á mabikinu í Breiðholtinu hefði hann eflaust tengt hjarta sitt við aðra tegund tónlistar en hefur orðið honum að lifibrauði, annar vegar rokki, hins vegar poppi. Hin hamingjusama bernska hafi líka þýtt að hann hafi lagt sig fram við að finna sig í unglingaangistinni sem einkenndi hans uppáhalds tegund tónlistar, það hafi verið djúpt á „grunge-inu“, þunglyndisangist a la Kurt Cobain. „Það er mjög mikilvægt að brjóta niður tónlistarfordóma, fólk má vera alls konar. Tökum dæmi: Strákarnir í Skálmöld eru í mörg- um mismunandi hljómsveitum, sumir í Ljótu Ljótu hálfvitunum líka. Mér finnst það gullfallegt. Tónlist snýst um tilfinningar manns hverju sinni. Stundum er ég í stuði fyrir hrátt rokk, stundum ballöðu,“ segir Magni og vísar þá til þeirr- ar tónlistar sem hann sækir í að kvöldi dags. Á daginn kemur að Magni Ás- geirsson hlustar ekki á neitt annað en vinyl heima hjá sér. Ekki bara vegna sándsins þó. „Plötusafnið mitt er mjög skit- sófreinískt, ýmist Bítlarnir eða Slipknot. Það er eitthað við það að setja vinylinn á, það krefst þess að þú hlustir og einbeitir þér, þú þarft að snúa plötunni við, hafa hug- ann við hana, það verður athöfn að hlusta á vinyl. Ég hlusta ekki á Spotify, ég vil kaupa þá tónlist sem ég fell fyrir og njóta hennar í botn.“ Tekinn við Tónræktinni Ef undan eru skildir nokkrir vet- ur þar sem Magni sótti tíma sem barn í tónlistarskóla er hann sjálf- menntaður og nánast ólæs á nót- ur. Hann segist óska þess að hafa menntað sig en e.t.v. er afrek hans því meira að gegna nú ekki aðeins framvarðarstöðu í íslenskum dæg- urlagaheimi heldur starfar hann einnig sem annar tveggja forráða- manna Tónræktarinnar, einkarek- ins tónlistarskóla á Akureyri. Hvernig bar það til? Björn Þórarinsson, Bassi, stofn- aði þennan skóla en hefur nú sest í helgan stein og ætlaði bara að loka á eftir sér. Vegna fjölda áskorana varð úr að við Brynleifur Hallsson, Billi, leigðum húsnæðið af honum og héldum áfram. Tónlistaskólarn- ir eru hreinlega sprungnir og taka ekki við öllum sem sækja um. Við erum með um 80 nemendur og þar af kenni ég svolítið, við erum fimm kennarar. Svo erum við búin að færa út kvíarnar og sendum starfs- mann til Hríseyjar einu sinni í viku, Magni Ásgeirsson söngvari átti svo hamingjuríku æsku að aldrei bar skugga á fyrstu fimmtán árin. Hann unir sér einnig vel á Akureyri og tekst nú á við nýtt og spennandi hlutverk í tónlistarkennslu.

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.