Fréttatíminn - 25.07.2014, Qupperneq 2
Á dagskrá Þjóðhátíðar í Vest-mannaeyjum eru karlar
mikill meirihluti þeirra sem
stígur á stokk á kvöldvökunum.
Að sögn Védísar Hervarar
Árnadóttur, formanns KÍTÓN,
félags kvenna í tónlist á Íslandi,
er það ekki nýlunda að fáar
konur komi fram á Þjóðhátíð í
Eyjum. „Svona var þetta líka í
fyrra og árin þar á undan. Ég
trúi því þó ekki að þetta sé vilj-
andi gert af skipuleggjendum
að sniðganga tónlistarkonur og
auðvitað ganga þeir út frá því að
fá þá inn sem þykja vinsælastir
hverju sinni en hlutdrægnin
spilar alltaf sitt hlutverk. Rótin
að skekkjunni liggur ef til vill
dýpra en þar því að samkvæmt
rannsóknum innan kynjafræði
er erfiðara fyrir sjálfstætt starf-
andi tónlistarkonur að fá spilun
í útvarpi og umfjöllun í fjölmiðl-
um og það er ekki einsdæmi á
Íslandi. Tónleikahaldarar geta
svo skýlt sér á bak við það að
hafa bókað vinsælustu tónlistar-
mennina. Það skýrir þó ekki
hvers vegna vinsælar tónlistar-
konur eru ekki á dagskránni
í Eyjum. Kannski er það eitt-
hvað sem er staðbundið þarna í
Eyjum og mætti færa rök fyrir
því að hátíðinni sé algjörlega í
sjálfsvald sett að velja inn sína
listamenn án svona kvabbs frá
femínistum en þetta er fordæm-
isgefandi og allt morandi í fyrir-
myndum ungra stúlkna og þar
liggur kannski ábyrgðin helst,“
segir hún.
Védís telur lausnina þó ekki
felast í kynjakvótum heldur vilji
þær í KÍTÓN höfða til almennr-
ar skynsemi. „Finnst okkur
þetta í lagi? Það er vel hægt að
ná fram hugarfarsbreytingu
í tónlist, eins og að einhverju
leyti hefur tekist í stjórnum
fyrirtækja og í íþróttum.“
Ekki náðist í skipuleggj-
endur hátíðarinnar við vinnslu
fréttarinnar.
-dhe
Þetta er mjög
krefjandi
kappreið og
ég er orðin
mjög spennt.
A níta Margrét Aradóttir mun taka þátt í lengstu og erfiðustu kapp-reið í heimi, í Mongolíu í ágúst. 45
reiðmenn alls staðar að úr heiminum taka
þátt í Mongol Derby kappreiðinni sem er
1.000 kílómetra löng og jafnframt talin sú
hættulegasta sem til er. Keppendur ríða
mongólskum villihestum sem eru lítt eða
ekkert tamdir en skipt verður um hest á 40
kílómetra fresti svo að hestarnir þreytist
ekki. Aníta er fyrsti Íslendingurinn sem
tekur þátt í Mongol Derby reiðinni en hún
mun styrkja barnaspítalasjóð Hringsins í
reiðinni í Mongólíu.
„Þetta er mjög krefjandi kappreið og ég
er orðin mjög spennt. Ég sótti upphaflega
um að taka þátt í keppninni á næsta ári en
það losnuðu skyndilega pláss í keppnina
núna í ár þannig að ég sló til. Ég fæ mun
styttri undirbúningstíma en hinir knaparnir
en þeir voru valdir í október á síðasta ári.
Ég ætla að gera mitt allra besta og stefnan
er auðvitað að klára kappreiðina og komast
alla þessa 1.000 kilómetra á sem bestum
tíma,“ segir Aníta. Hún er lærður tamninga-
maður frá Háskólanum á Hólum og hefur
starfað sem tamningamaður í 16 ár. Auk
þess er hún reiðkennari að mennt. Aníta
hefur starfað mikið erlendis, bæði í Evrópu
og Bandaríkjunum, bæði við að þjálfa ís-
lenska hesta og sýna þá á hestasýningum.
Mongol Derby reiðin hefur verið haldin
undanfarin sex ár og hefur reynst mörgum
knöpum ofviða vegna hinnar erfiðu og
löngu reiðar. „Ég er ekkert smeyk þrátt
fyrir að þetta sé löng, erfið og hættuleg leið.
Ég er full af baráttuanda og bjartsýni. Ég
lít á þetta sem mikið ævintýri,“ segir hún.
Mjög mikill kostnaður fylgir því að taka þátt
í Mongol Derby reiðinni. Bæði þarf Aníta
að greiða keppnisgjald og ferðagjöld en hún
segir að vel gangi að fjármagna ferðina.
Keppendum í Mongol Derby ber skylda
til að safna hvatningarstyrkjum og mun
Aníta safna fyrir fyrir Barnaspítalasjóð
Hringsins. Einnig mun hún safna pening-
um til styrktar góðgerðarfélagsins Cool
Earth sem vinnur að verndun regnskóga
Amazon.
,,Allir sem taka þátt í kappreiðinni þurfa
að safna fyrir Cool Earth en svo mátti ég
velja annað góðgerðarfélag sjálf. Ég vildi
velja góðgerðarmál sem hvetur mig áfram
og ég veit að Barnaspítalasjóður Hringsins
mun gera það,“ segir Aníta en hún verður
að ná ákveðnu lágmarki í söfnuninni og
verður hún að hafa náð því mánuði eftir að
keppninni lýkur.
Hægt er að heita á Anítu með fjárframlög-
um með því að leggja inn á reikning 515-
26-253774 til að styrkja Barnaspítalasjóð
Hringsins og 515- 26- 253778 til að styrkja
Cool Earth. Sama kennitala er á báðum
reikningunum: 200282-3619.
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
íþróttir AnítA MArgrét ArAdóttir tekur þÁtt í Mongol derby
Keppir í hættulegustu
kappreið í heimi
Alls keppa 45 reiðmenn í þúsund kílómetra langri kappreið í Mongólíu. Knaparnir ríða lítt eða
ekki tömdum mongólskum villihestum. Með reiðinni styrkir Aníta Margrét barnaspítala Hringsins.
Aníta Margrét Aradóttir í fullum skrúða á hestbaki við félagsheimili Fáks í gær. Hún mun keppa á öllu villtari skepnum í
Mongólíu í næsta mánuði, lítt eða ekki tömdum villihestum. Mynd Teitur
Borgartúni 28, 105 Reykjavík | sími 553-8331
25
%
25
%
af
slá
ttu
r
af
slá
ttu
r
10
o
g
30
st
k.
p
ak
kn
in
ga
r
10
o
g
30
st
k.
pa
kk
ni
ng
ar 30
st
k.
p
ak
kn
in
g
10 mg Loratadin
10 og 30 töflur
Ódýrt
frá
Flestir fluttu til Noregs
Alls fluttu 190 Íslendingar til Noregs á öðrum
ársfjórðungi ársins, samkvæmt tölum Hag-
stofunnar, og var Noregur helsti áfanga-
staður brottfluttra Ís-
lendinga á tímabilinu.
Til Danmerkur, Noregs
og Svíþjóðar fluttust
430 íslenskir ríkis-
borgarar af 650 alls. Af þeim 680 erlendu
ríkisborgurum sem fluttust frá landinu fóru
flestir til Póllands, 140 manns. Alls fluttu 130
einstaklingar til landsins umfram brottflutta.
Fleiri karlar en konur fluttust frá landinu. -sda
Aukinn kaupmáttur launa
Launavísitala í júní 2014 hækkaði um 0,5%
frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði
hefur launavísitalan hækkað um 5,4%, að því
er Hagstofa Íslands greinir frá. Vísitala kaup-
máttar launa í júní hækkaði um 0,1% frá fyrri
mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala
kaupmáttar launa hækkað um 3,1%. - jh
Seljalandsfoss fær viður-
kenningu TripAdvisor
Seljalandsfoss hefur hlotið viðurkenningu
frá ferðamálavefnum TripAdvisor sem einn
af þeim ferðamannastöðum í heiminum sem
fær stöðugt góðar athugasemdir inni á vef
þeirra. Þetta kemur fram á vefnum sunn-
lenska. TripAdvisor er einn af stærstu ferða-
miðlum heims með yfir 100 milljón notendur.
Á síðunni gefa ferðalangar stöðum, afþrey-
ingu, hótelum og fleira einkunn sem aðrir
ferðamenn geta svo nýtt sér, að því er fram
kemur á vefnum. -sda
Hanarán á Eyrarbakka
Hananum Gullkambi var rænt af heimili
sínu á Eyrarbakka, að því er fram kemur á
vefnum sunnlenska.is. Haft er eftir eigand-
anum, Helgu Sif
Sveinbjarnardóttur,
sem býr í Sóltúni á
Eyrarbakka, að hans
sé sárt saknað. „Ég
ætlaði ekki að trúa
því að það væri búið
að stela hananum
þegar ég fór að vitja
um hænurnar,“
segir hún í viðtali við vefinn. „Það hefur
ekki minkur drepið hann því það er allt í lagi
með allar hænurnar og engar fjaðrir að sjá,“
segir hún. „Gullkambur er ekki bara fallegur
heldur sérstaklega gæfur enda stendur hann
stundum á höfðinu á mér,“ bætir Helga Sif
við. Myndin við fréttina er tekin af vef Sunn-
lenska. -sda
Veiða nær helmingi meira
Heildarveiði íslenskra skipa var um 40%
meiri í júní 2014 en í sama mánuði árið 2013,
samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands.
Botnfiskafli
var almennt
nokkuð
meiri en í
júní í fyrra
og kolmunni
veiddist
einnig mun betur. Þegar borin eru saman
12 mánaða tímabil á milli ára kemur í ljós
nokkur minnkun í bæði botnfisk- og upp-
sjáfarafla á milli ára. -sda
Lögreglustjóri til Reykjavíkurborgar
Stefán Eiríksson lögreglustjóri var í
gær ráðinn sviðsstjóri velferðarsviðs
Reykjavíkurborgar og tekur hann til starfa
þann 1. september. Stefán hefur starfað
sem lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins
frá árinu 2007 en á árunum 2002-2007
var hann skrifstofustjóri og staðgengill
ráðuneytisstjóra dóms- og kirkjumálaráðu-
neytis. Stefán lauk embættispróf í lögfræði
frá Háskóla Íslands í febrúar 1996 og hdl.
1997. Hann hefur sótt fjölmörg námskeið,
sinnt kennslu í lögfræði á háskólastigi og
verið fyrirlesari á ýmsum vettvangi, m.a. í
opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands.
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að
Stefán hafi verið talinn uppfylla best allra
umsækjenda þær kröfur sem gerðar eru til
starfs sviðsstjóra velferðarsviðs
verslunArMAnnAhelgin tónlistArflutningur í vestMAnnAeyjuM
Rýr hlutur kvenna á dagskrá Þjóðhátíðar
Formaður KÍTÓN gagnrýnir hversu
fáar konur stíga á stokk á Þjóðhátíð
í Eyjum. Ljósmynd/GettyImages/
NordicPhoto
2 fréttir Helgin 25.-27. júlí 2014