Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.07.2014, Side 4

Fréttatíminn - 25.07.2014, Side 4
S igríður Björk Guðjóns-dót t ir verður f yrsta konan sem gegnir emb- ætti lögreglustjóra á höfuð- borgarsvæðinu. Hún hefur gegnt embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum frá árinu 2009. Sigríður segir gaman að vera fyrsta konan sem gegnir emb- ættinu á höfuðborgarsvæðinu og að nýju fólki fylgi alltaf nýjar áherslur svo væntanlega verði gerðar einhverjar breytingar þegar hún tekur við. „Ég á von á að innleiða einhverjar af þeim áherslum sem við erum með á Suðurnesjum en það er enn of snemmt að skýra nánar frá því. Mitt fyrsta verk verður að taka stöðuna með samstarfsfólkinu. Ég hlakka til að vinna með nýju samstarfsfólki og í þágu borgar- búa,“ segir hún. Aðspurð hvort konur sem gegni embætti lögreglustjóra séu almennt með aðrar áherslur en karlar segir hún erfitt að svara því þar sem einstaklingar séu mismunandi. „Það er æski- legt að í efstu lögunum sé blönd- un og að í yfirmannastöðunum séu bæði karlar og konur.“ Verkefni lögregluembættis- ins á höfuðborgarsvæðinu er mun umfangsmeira en á Suð- urnesjum en Sigríður segir eðli starfseminnar þó mjög áþekkt. „Embætti lögreglu- stjóra á Suðurnesjum sker sig úr vegna flugvallarins, en þar hafa verið miklar áskor- anir þar sem umferð um flug- völlinn hefur aukist verulega undanfarin ár.“ Í tengslum við starfsemina á Keflavíkur- flugvelli sat Sigríður í stjórn Frontex, landamærastofnun- ar Evrópu, og segir það hafa verið mjög áhugaverðan vett- vang. Sigríður hefur verið lög- reglustjóri á Suðurnesjum frá árinu 2009, en áður hefur hún starfað sem aðstoðarríkis- lögreglustjóri, sýslumaður á Ísafirði og skattstjóri á Vest- fjörðum. Hún er menntaður lögfræðingur frá HÍ og er með meistarapróf í Evrópurétti frá Háskólanum í Lundi. Þá er hún með diplómagráðu í stjór- nun frá Lögregluskóla ríkis- ins og í opinberri stjórnsýslu frá HÍ. Eiginmaður hennar er Skúli Ólafsson, sóknarprestur í Keflavík, og eiga þau hjónin þrjú börn. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is veður FöStudagur laugardagur Sunnudagur Smá væta v- og Sv-lanDS, En léttSkýjað na- og a-til. HöfuðborgarSvæðið: RigniR fRaman af degi, en síðan að mestu þuRRt. Hæglæti og rofar til. Hafátt og SuDDi mEð na-StrönDinni. HöfuðborgarSvæðið: nokkuð bjaRt, en hafgola. Hægur v-vinDur og yfirlEitt þurrt. Sól Einkum Sa- og S-lanDS. HöfuðborgarSvæðið: skýjað með köflum, en þuRRt. ágætt útlit og Suður- land stendur upp úr smám saman þornar s- og V-lands, en þó ekki fyrr en á laugardag. lægðin þaul- setna suðvestur af landinu hverfur loks af öllum veðurkortum og í staðinn verður hæðarhryggur með vestlægu lofti. Á laugardag er útlit fyrir þurrt veður um nánast allt land og víða sól, einna hlýjast s- og sa-lands að þessu sinni. svipað á sunnudag. þessa daga verður frekar skýjað úti við n- og na-ströndina. 13 13 17 20 12 14 12 11 15 17 13 11 15 15 18 Einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is líkið er af bandaríkjamanninum kennsla nefnd rík is lög reglu stjóra hef ur staðfest að lík manns ins sem fannst við háöldu suðvest ur af land manna laug um sé af banda ríkja mann in um nath an samu el foley-mendels sohn. hann hvarf 10. sept- ember síðastliðinn. Celtic ofjarl kR íslandsmeistarar kR eru úr leik í for- keppni meistara- deildar evrópu í knattspyrnu eftir 4-0 ósigur í glasgow á þriðjudaginn. Celtic vann fyrri leikinn hér heima 1-0 og því samanlagt 5-0. (18191 kR lógó) norðurlandalánið greitt upp Ríkissjóður og seðlabanki íslands endur- greiddu fyrr í vikunni 114 milljarða króna lán sem ísland fékk hjá norðurlöndunum haustið 2008. Lánið var upphaflega á gjalddaga á árunum 2019, 2020 og 2021. fjármagnið sem notað var til endur- greiðslunnar er afrakstur af sölu ríkissjóðs á skuldabréfum í evrum fyrr í mánuðinum. þar með hafa lán frá norðurlöndunum, í kjölfar hrunsins, að fullu verið endur- greidd. samtals námu þau 1.775 milljónum evra, jafnvirði ríflega 276 milljarða ís- lenskra króna. Tal og 356 stefna að sameiningu Viðræður hafa staðið yfir milli 365 miðla og tals um sameiningu félaganna undir merkjum 365. Viljayfir- lýsing þess efnis hefur verið undirrituð. slík sameining er háð samþykki samkeppnis- eftirlitsins og Póst- og fjarskiptastofnunar. Meira rigndi 1885 og 1926 Úrkoma í Reykjavík í júlí hafði mælst 76,4 millimetrar á þriðjudaginn. Íbúar á sunnan- og vestanverðu landinu eru orðnir langþreyttir á rigningunni en ólíklegt er þó að þessi mánuður slái úrkomumet, að því er fram kemur hjá trausta jónssyni veður- fræðingi. talsvert langt þarf þó að fara aftur í tímann til samanburðar en meira rigndi í júlí 1885 og 1926. Júní var hins vegar næstblau- tasti júní frá því að mælingar hófust í höfuð- borginni. aðeins júní 1899 slær hann út. Vegakerfið fari í forgang brýnt er að huga að viðhaldi vega næstu árin, að því er fram kemur hjá hönnu birnu kristjánsdótt- ur innanríkisráðherra. Vegamálastjóri hefur lýst því yfir að vegna ónógs viðhalds sé hætta á að vegakerfið brotni smám saman niður og verði hættulegt umferðinni.  vikan Sem var Skriða féll í öskjuvatn Rúmlega kílómetra breið spilda féll úr fjalli við öskju aðfararnótt þriðjudags. hluti skriðunnar lenti ofan í Víti. Nokkrar 50 metra háar flóðbylgjur skullu á klettunum umhverfis vatnið. Hrunið varð í suðaustanverðri öskjunni. Ljóst er að tugmilljónir rúmmetra hafa fallið ofan í vatnið. mildi þykir að enginn ferðamaður var nærri þegar skriðan féll. göngu leiðin norðan með öskju vatni er lokuð. sigríður björk guðjóns- dóttir tekur á næstunni við embætti lögreglu- stjóra höfuðborgar- svæðisins. frá árinu 2009 hefur hún gegnt embætti lögreglustjóra á suður- nesjum.  lögreglan Sigríður lögregluStjóri á höFuðborgarSvæðinu Kona ráðin til að stjórna karlaveldi sigríður björk guðjónsdóttir mun á næstunni taka við embætti lögreglustjóra á höfuðborgar- svæðinu. Hún segir æskilegt að í efstu lögunum sé blöndun og að í yfirmannastöðum séu bæði karlar og konur. Ég á von á að inn- leiða einhverjar af þeim áherslum sem við erum með á Suður- nesjum. STÍGVÉLABÚÐIN STÍGVÉLABÚÐIN STÍGVÉLABÚÐIN STÍGVÉLABÚÐINSTÍGVÉLABÚÐIN STÍGVÉLABÚÐIN Vertu smart í stígvélum! Álfabakka 14a í Mjódd · 109 Reykjavík · Sími: 527 1519 4 fréttir helgin 25.-27. júlí 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.