Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.07.2014, Síða 14

Fréttatíminn - 25.07.2014, Síða 14
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Þ egar farþegar koma sér fyrir í flugvél treysta þeir því að áhöfnin sé vel þjálfuð, að reglum um viðhald vélarinnar sé fylgt og flugumsjón-armenn séu starfi sínu vaxnir. Þessu er vel fylgt eftir. Þess vegna er flug öruggur ferða- máti, þótt aldrei sé hægt að koma í veg fyrir öll slys, ekki frekar í flugi en öðru. Ástæðan getur verið óvænt bilun eða mannleg mistök. Fáir leiða hins vegar hugann að því að farþegaflugvél í fullri flughæð, jafnvel með mörg hundruð manns innanborðs, sé grandað með flugskeyti. Þess vegna er árásin á malasísku farþega- þotuna yfir Úkraínu svo mikið áfall. Hörmulegt manntjónið snertir fólk hvarvetna. Því miður er það ekki eins- dæmi að farþegavélar séu skotnar niður og dæmi eru um atburði svipaða þeim sem varð í liðinni viku, þar sem flugvélar flugu yfir átakasvæði. Þá hafa farþegavélar sem villst hafa inn í lofthelgi hernaðarvelda hlotið sömu örlög, auk þeirra sem skotnar hafa verið niður vegna einhvers konar hern- aðarmistaka. Í kjölfar atburðar eins og í Úkraínu velta ýmsir því fyrir sér af hverju farþegavélin hafi flogið yfir átakasvæði – einkum vegna þess að flugvélar frá sumum löndum sneiddu hjá flugleiðinni. Það eru eðlilegar vangaveltur en það breytir ekki því að flugleiðin var opin, hún var tiltölulega fjölfarin og fjölmörg flug- félög önnur en malasíska flugfélagið flugu sömu leið. Hinn hörmulegi atburður í lofthelgi Úk- raínu hlýtur að hafa afleiðingar, auk þeirra sem snúa beint að flugrekendum. Ómögulegt er á þessari stunda að segja fyrir um hverjar þær verða – en allra augu beinast að Rúss- landi, einkum Pútín forseta. Þótt atburðarás voðaverksins hafi enn ekki verið staðfest bendir flest til þess að farþegavélin, með 298 manns um borð, hafi verið skotin niður af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu, með flugskeyti sem Rússar hafi útvegað þeim. Rússar segja á hinn bóginn að stjórnvöld í Úkraínu beri ábyrgðina. Hvað svo sem Pútín Rússlandsforseti segir breytir það ekki því að Rússland, undir hans stjórn, ber þunga ábyrgð á því stríðs- ástandi sem ríkir í Úkraínu. Hann sætti sig illa við það að Úkraína færði sig nær öðrum Evrópuríkjum en ríkið öðlaðist sjálfstæði eftir fall Sovétríkjanna. Fyrr á þessu ári færði Rússlandsforseti Evrópu á nýjan leik í búning kalda stríðsins þegar úkraínskt yfirráðasvæði á Krímskaga var með hervaldi fært undir rússnesk yfirráð. Jafnframt hafa Rússar stutt aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu með beinum og óbeinum hætti. Framferði Rússa minnti Evrópumenn á að öryggi í álfunni er ekki tryggt. Vestrænar þjóðir svöruðu yfirgangi Rússa með efnahagsþvingunum og útilokun að hluta í samstarfi stórþjóða. Það hefur ekki dugað gagnvart yfirgangi Pútíns Rússlands- forseta. Tortíming malasísku farþegaþot- unnar kann hins vegar að reynast honum þyngri í skauti en þær aðgerðir, sama hver niðurstaða rannsóknar á voðaverkinu verður. Það mun veikja stöðu Rússlandsforseta á alþjóðavettvangi leiði rannsókn það í ljós að vélinni hafi verið grandað með flugskeyti sem Rússar útveguðu aðskilnaðarsinnum. Á það var meðal annars bent í fréttaskýringu í Morgunblaðinu, þar sem stuðst var við álit sérfræðinga, að hafni Pútín slíkri rannsókn- arniðurstöðu og haldi áfram stuðningi við að- skilnaðarsinna sé nánast öruggt að vestræn ríki herði refsiaðgerðir sínar gagnvart Rúss- landi. Þær geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahag landsins, leitt til kreppu og versnandi lífskjara. Ákveði Pútín hins vegar að una slíkri niður- stöðu og láta af stuðningi við aðskilnaðar- sinna gæti það sömuleiðis haft alvarlegar afleiðingar fyrir hann. Það mætti túlka, eftir öflugan áróður heima fyrir, sem hugleysi. Kannanir hafa sýnt mikið fylgi við Pútín á heimaslóð eftir innlimun Krímskagans. Rússlandsforseti gæti því staðið frammi fyrir miklu fylgistapi hvorn kostinn sem hann velur. Í þá stöðu hefur hann komið sér með árásargirni og yfirgangi, stöðu sem hann sá ekki fyrir áður en malasíska farþegaþotan var skotin niður. Afleiðingar árásarinnar á malasísku farþegaþotuna Aðþrengdur Rússlandsforseti Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LOABOROTORIUM LóA hjáLMTýsdóTTIR 14 fréttir Helgin 25.-27. júlí 2014 Cheddar ostar verða varla betri en þessir Leikskólastjóri óskast Leikskólinn Barnaból á Skagaströnd auglýsir eftir leikskólastjóra frá og með næsta skólaári. Leikskólinn er 30 – 40 barna, tveggja deilda skóli sem ætlar að innleiða aðferðir og starfshætti Hjallastefnunnar í samstarfi við Hjallastefnuna ehf. Nánari upplýsingar um leikskólann er m.a. að finna á http://skagastrond.is/leikskoli.asp Við leitum að jákvæðum einstaklingi sem er tilbúinn að taka þátt í innleiðingu á Hjallastefnunni þar sem metnaður, gleði og kærleikur er hafður að leiðarljósi. Viðkomandi þarf að vera leikskólakennari eða hafa aðra uppeldismenntun, sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og hafa brennandi áhuga á jafnrétti og lýðræði í leikskólastarfi. Skólar Hjallastefnunnar starfa að sameiginlegum markmiðum eftir sömu hugmyndafræði en sjálfstæði hvers skóla er mikið. Jafnréttisuppeldi, skapandi hugsun, félagsþjálfun og einstaklingsstyrking eru innviðir hugmyndafræðinnar sem við teljum að geti skipt sköpum í þroska komandi kynslóða. Áhugasamir sendi umsókn eða fyrirspurnir á netfangið hjallastefnan@hjalli.is eða Magnús B. Jónsson í síma 455 2700, magnus@skagastrond.is VAKANDI!VERTU blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR 55% þeirra sem beita stúlkur kynferðislegu ofbeldi eru karlar tengdir fjölskyldu þeirra.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.