Fréttatíminn - 25.07.2014, Qupperneq 16
kannski aðrir unnið en
hún sagðist þá bara ætla að
hlaupa hraðar.“
Öll fjölskyldan er á kafi
í íþróttum en Hinrik Snær,
tvíburabróðir Þórdísar,
æfir einnig frjálsar og
badminton og hefur náð
góðum árangri. Pabbi Þór-
dísar er Steinn Jóhannsson
sem á árum áður keppti í
millivegalengdar hlaupum
og hefur að undanförnu
keppt í þríþraut og meðal
annars átt Íslandsmetin í
hálfum og heilum Járn-
karli. Eldri systirin er um
tvítugt og æfði áður sund
af miklu kappi. Þá æfði afi
Súsönnu og langafi Þórdís-
ar frjálsar með FH á fyrstu
árum frjálsíþróttadeildar-
innar svo frjálsíþrótta
tengingin nær langt aftur.
Þórdís æfir enn eins
og barn og er ekki í sér-
stakri afreksþjálfun og
segja foreldrarnir mjög mikilvægt
að halda því þannig. „Við erum í
góðu sambandi við þjálfarana sem
eru alveg frábærir.“ Foreldrarnir
mæta á nánast öll mót en bæði hafa
þau mikla reynslu af frjálsíþrótta-
þjálfun og aðstoða því stundum á
mótum. „Það er samt erfitt að ætla
að leiðbeina sínum eigin börnum.
Þau eru ekki ánægð með það.
Nema kannski í tæknigreinunum,
eins og langstökki og þrístökki,“
segir Steinn.
Góður árangur Anítu Hinriks-
dóttur á hlaupabrautinni hefur
eflaust ekki farið framhjá neinum
og er fjölskyldan sammála um að
hún hafi að mörgu leyti rutt braut-
ina og vakið athygli fjölmiðla enn
frekar á frjálsum íþróttum, ásamt
því að vera góð fyrirmynd fyrir
stúlkur í frjálsum. Þegar Þórdís er
spurð hvort hún ætli að bæta metin
hennar Anítu í framtíðinni segir
hún: „Já, ég ætla að reyna það,“ án
þess að hika.
Dagný Hulda Erlendsdóttir
dagnyhulda@frettatiminn.is
Þ
órdís Eva Steinsdóttir er
fjórtán ára gömul stúlka
úr Hafnarfirði sem þykir
einstaklega efnileg í
frjálsum íþróttum. Á
undanförnum þremur
árum hefur hún sett á sjötta tug Ís-
landsmeta. Tvö metanna, í 300 og 800
metra hlaupum 14 ára stúlkna, átti
mamma hennar, Súsanna Helgadóttir
og höfðu þau staðið í yfir þrjátíu ár.
Met mömmu sinnar í 800 metra
hlaupi sló Þórdís fyrr í sumar á móti
í Gautaborg í Svíþjóð. „Ég held að ég
hafi verið ánægðust þegar metið féll og
grét næstum því af gleði uppi í stúku
þegar ég sá tímann hennar á töflunni.
Þetta gerist ekki betra,“ segir Súsanna.
Í gegnum tíðina hefur oft munað litlu
að metið yrði slegið. Frá því Þórdís var
tíu ára hefur því mikið verið gantast
með það að ef til vill yrði það hún sem
myndi á endanum ná að bæta metið.
Þórdísi finnst félagslífið og fjöl-
breytnin það skemmtilegasta við
frjálsar íþróttir. „Það eru svo margar
ólíkar og skemmtilegar greinar. Svo á
ég líka mjög góðar vinkonur sem æfa
með mér,“ segir Þórdís sem ekki lætur
nægja að æfa frjálsar heldur er líka
á fullu í fótbolta þar sem hún leikur í
stöðu vinstri kantmanns. Æfingarnar
skarast oft svo hún sleppir þeim til
skiptis. 400 metra hlaup og þrístökk
eru í mestu uppáhaldi hjá Þórdísi og
hlakkar hún til að keppa í 400 metra
grindahlaupi þegar hún eldist en í
hennar aldursflokki er aðeins keppt í
300 metra grindahlaupi.
Aðspurð um lykilinn að góðum
árangri og hvort hún borði aðeins
hollan mat segir Þórdís svo ekki vera.
„Ég fæ mér nú bara eitthvað ef ég er
svöng, svona venjulegan mat.“ Mamma
hennar bætir við að ef til vill sé það
karakterinn sem ráði miklu. „Þegar
SANYL ÞAKRENNUR
• RYÐGA EKKI
• PASSA Í GÖMLU RENNUJÁRNIN
• STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR
• AUÐVELDAR Í UPPSETNINGU
• ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR
á mót kemur veit Þórdís alveg
hvað hún vill, að vinna. Hún er
mjög einbeitt og mikil keppnis-
manneskja. Svona hefur þetta
alltaf verið. Þegar hún var fjög-
urra ára og tók þátt í víðavangs-
hlaupi Hafnarfjarðar sagði hún
að það væri góður dagur og að
hún héldi að hún myndi vinna.
Þá sagði ég henni að það gætu
Á dögunum bætti Þórdís Eva Íslandsmet
mömmu sinnar, Súsönnu Helgadóttur, í
800 metra hlaupi stúlkna. Metið hafði
staðið í tæplega 31 ár. Ljósmynd/Teitur
Þórdís Eva hefur sett á sjötta tug Íslandsmeta í frjálsum íþróttum og hlakkar til að
fá að spreyta sig í 400 metra grindahlaupi þegar hún verður eldri.
Bætir Íslandsmet
mömmu sinnar
Þórdís Eva Steinsdóttir, fjórtán ára stúlka úr
Hafnarfirði, hefur sett fjölda Íslandsmeta í
hinum ýmsu greinum frjálsra íþrótta. Á dög-
unum bætti hún 31 árs gamalt met mömmu
sinnar í 800 metra hlaupi í flokki 14 ára
stúlkna. Hún setur markið hátt og stefnir að
því að bæta fleiri met í framtíðinni.
16 íþróttir Helgin 25.-27. júlí 2014