Fréttatíminn - 25.07.2014, Qupperneq 22
Lausn - Þú ratar þangað ef þekkt heiti sveitarfélaganna eru tilgreind:
www.siggaogtimo.is
Demantshringur 1.36ct
Verð kr 1.275.000.-
finndu sveitarfélagið
Sundabyggð
og fleiri byggðir
Í
Helgarpistli Fréttatímans
fyrir hálfum mánuði var
sett fram fróm ósk um að
Keflavík hlyti fyrri sess en
nafni bæjarins var fórnað við
sameiningu sveitarfélaga
á Suðurnesjum. Jafnframt var á það
bent að enn þann dag í dag, tuttugu
árum eftir sameiningu og nafnabreyt-
ingu, færu allir til Keflavíkur – ekki
Reykjanesbæjar. Þá var vakin athygli
á ýmsum bæjar- og sveitarfélagsnöfn-
um sem trauðla hafa slegið í gegn. Á
hvaða leið eru menn til dæmis þegar
þeir halda í Norðurþing eða Rangár-
þing ytra?
Óhætt er að segja að pistillinn hafi
vakið viðbrögð og vonandi leyfist að
vitna í tvo sómamenn málinu viðkom-
andi. Jón Eysteinsson, fyrrverandi
sýslumaður í Keflavík, sagði meðal
annars í tölvupósti: „Nú er kominn
tími til að vinna að því að breyta nafni
bæjarins [Reykjanesbæjar] aftur í
Keflavík...“ „... og leggja niður þetta
nafn(skrípi), sem einungis að mig
minnir 487 íbúar kusu á sínum tíma,
en þær kosningar voru nauðungar-
kosningar, þar sem einungis mátti
kjósa um nöfnin Suðurnesjabær og
Reykjanesbær, en öll önnur atkvæði
voru ógild...“ en þar skilaði stór hluti
kjósenda auðu eða greiddi Keflavík
atkvæði og gerði atkvæðaseðilinn þar
með ógildan.“
Viðbrögð Ísólfs Gylfa Pálmasonar,
sveitarstjóra í Rangárþingi eystra,
voru einföld þar sem hann ræddi
um nafngiftir á sveitarfélögum: „Fín
ábending sem við þorum ekki að tala
um.“ Vilji menn hitta Ísólf Gylfa og
hans fólk halda þeir rakleitt til Hvols-
vallar.
Komi einhvern tímann til samein-
ingar Reykjavíkur og Seltjarnarness,
bæjanna tveggja við Sundin blá, má
reikna með því af fenginni reynslu, að
sameinað sveitarfélag og höfuðborg
landsins fái nafnið Sundabyggð!
Sumarfrí standa nú sem hæst og
landsmenn eru á ferð út og suður
með landakortið útbreitt. Til að stytta
mönnum stundir á milli staða má því
setja upp léttan sumarleik undir heit-
inu: „Finndu sveitarfélagið“. Reynist
það einhverjum erfitt má finna lausn
hér á síðunni undir því heiti sem
það – eða þau – þekkjast í raun. Nöfn
þessara sveitarfélaga breyttust við
sameiningar, þegar minni sveitarfé-
lög gengu inn í stærri af hagkvæmnis-
ástæðum.
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Strandabyggð .....
Norðurþing .....
Rangárþing eystra .....
Dalabyggð .....
Skagafjörður .....
Ölfus .....
Fjarðabyggð .....
Reykjanesbær .....
Fljótsdalshérað .....
Borgarbyggð .....
Árborg .....
Sundabyggð .....
Langanesbyggð .....
Fjallabyggð .....
Vesturbyggð .....
Rangárþing ytra .....
Snæfellsbær .....
Hornafjörður .....
1. Árborg: Selfoss, Eyrarbakki og Stokkseyri. 2. Fjarðabyggð: Neskaupstaður, Eskifjörður, Reyðarfjörður, Fáskrúðsfjörður
og Stöðvarfjörður. 3. Skagafjörður: Sauðárkrókur, Hofsós og nágrenni. 4. Borgarbyggð: Borgarnes og nágrenni. 5. Fljóts-
dalshérað: Egilsstaðir og nágrenni. 6. Norðurþing: Húsavík, Kópasker og Raufarhöfn. 7. Hornafjörður: Höfn og nágrenni.
8. Fjallabyggð: Siglufjörður og Ólafsfjörður. 9. Ölfus: Þorlákshöfn og nágrenni. 10. Rangárþing ytra: Hella og nágrenni. 11.
Rangárþing eystra: Hvolsvöllur og nágrenni 12. Snæfellsbær: Ólafsvík, Hellissandur og Rif. 13. Vesturbyggð: Patreksfjörður
og Bíldudalur. 14. Dalabyggð: Búðardalur og hreppar Dalasýslu. 15. Langanesbyggð: Þórshöfn og Bakkafjörður. 16. Strand-
abyggð: Hólmavík og hreppar Strandasýslu. 17. Reykjanesbær: Keflavík, Njarðvíkur og Hafnir 18. Sundabyggð: Hugsanlegt
framtíðarnafn á höfuðborginni, sameinist hún Seltjarnarnesi!
Vilji menn
hitta Ísólf
Gylfa og
hans fólk
halda þeir
rakleitt til
Hvolsvallar.
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
Tengdu sveitar-
félagið við númer og
sjáðu hvað þú nærð
mörgum réttum
22 sumarleikur Helgin 25.-27. júlí 2014