Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.07.2014, Page 24

Fréttatíminn - 25.07.2014, Page 24
T oshiki Toma er prestur innflytjenda á Íslandi og starfar á vegum þjóðkirkjunnar. Í starfi sínu aðstoðar hann fólk af öllum trúarbrögðum og hefur beitt sér fyrir mannréttindum innflytjenda. Fyrstu árin var hann oft spurður hvers vegna hann væri aðstoða fólk sem ekki væri kristinnar trú- ar en hann segir þetta ekki flókið; sé fólk í vanda, sé hann reiðubúinn að hjálpa, sama hver trúin er. Toshiki giftist íslenskri konu árið 1990 og saman fluttu þau til hingað til lands tveimur árum síðar. Síðar skildu þau en eiga saman tvö börn, þau Ísak og Önnu Maríu. Kristni er nátengd verka- lýðshreyfingunni í Japan Kristin trú er ekki algeng í Japan og er Toshiki sá eini kristni í sinni fjölskyldu. „Á unglingsárunum var ég leitandi og las mikið um heimspeki og hin ýmsu trúarbrögð. Í kirkjunni hitti ég gott fólk og leið vel þar. Svo þegar ég var tvítugur var ég skírður.“ Toshiki segir að þó kirkjan í Japan sé fámenn hafi hún haft mikil áhrif á samfélagið. „Japan var lokað land þar til fyrir 150 árum er Meji-byltingin var gerð. Þá var byrjað að byggja upp nútímaríki með hugmyndum um lýðræði og mannréttindi. Þá kom mót- mælendatrú til Japans sem ný hugmyndafræði. Í Japan er kristni nátengd verkalýðs- hreyfingunni og til vinstri pólitískt séð og það fannst mér alveg rökrétt. Svo kom ég til Íslands þar sem þessu er öðruvísi háttað.“ Hjálpar þeim sem þurfa hjálp Í starfi sínu veitir Toshiki innflytjendum aðstoð og vinnur að því að koma í veg fyrir fordóma og mismunun. Á fyrstu árunum var hann nær daglega spurður að því hvers vegna hann, sem þjóðkirkjuprestur, væri að aðstoða búddista frá Asíu. Enn þann dag í dag er hann spurður þessarar spurn- ingar. „Það skiptir mig ekki máli hverrar trúar fólk er. Ef það þarf á hjálp að halda, hjálpa ég. Nú til dags hitti ég marga múslima. Stundum er kvartað yfir því að ég geri ekki meira af því að sinna trúboði. Sumir telja það mikilvægasta hluta starfsins en því er ég ósammála. Fyrir mér er mikilvægara að að- stoða innflytjendur andlega og einnig við praktíska hluti og að sýna þeim fram að kirkjan sé með þeim.“ Prestar innflytjenda á Norðurlöndum hittast annað slagið og meðal þeirra eru tvær andstæðar stefnur ríkjandi. Annars vegar að tala um Jesú við fólk í neyð því trúin eigi eftir að hjálpa því. Hins vegar einfaldlega að hjálpa fólki í neyð svo að það fái sjálfstraust aftur. „Sú síðari er mín stefna og ég held að miklu fleiri aðhyllist hana. Það er eitthvað rangt við það að segja við fólk í neyð: „Ef þú trúir á Guð skal ég hjálpa þér.“ Glósaði blaðagreinar Toshiki fæddist í Tókýó árið 1958 og bjó þar til þrítugs er hann tók við stöðu prests í borginni Nagoya. Stuttu áður en hann lauk námi í prestaskóla fór hann til Ísra- els á námskeið hjá sænskri stofnun og kynntist þá Helgu Soffíu Konráðsdóttur sem þá starfaði sem prestur í Uppsölum í Svíþjóð. Þau felldu hugi saman og giftu sig á Íslandi stuttu síðar og hún flutti svo til Nagoya. „Þar bjuggum við í tvö ár en ákváðum svo að flytja til Íslands í þeirri von að við gætum bæði þjónað sem prestar,“ segir hann. Fyrstu árin á Íslandi gekk illa hjá Toshiki að fá starf og vann hann ýmis hlutastörf og hugsaði um börnin tvö, þau Ísak og Önnu Maríu. „Þá fékk ég tækifæri til að kenna börnunum mínum japönsku og enn í dag tala ég alltaf jap- önsku við þau,“ segir hann og brosir. Toshiki fór svo í íslenskunám við HÍ og lauk auk þess fögum um sögu kristni og annað svo hann yrði fullfær um að messa hér á landi. Réttu orðin til að nota við prestsstarfið lærði hann svo við lestur aðsendra greina í dagblöðunum. „Þar var alltaf eitthvað um kirkju- SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711 EYE ON FILMS, SEX SPENNANDI MYNDIR BEFORE YOU KNOW IT ONLY IN NEW YORK MAN VS TRASH THE GAMBLER SUPERNOVA CLIP Það er eitt- hvað rangt við að segja við fólk í neyð: „Ef þú trúir á Guð skal ég hjálpa þér.“ Toshiki Toma hefur starfað sem prestur innflytjenda á Íslandi í nær tvo áratugi. Hann segir fólk oft tapa útgeislun sinni í erfiðleikum en að hún komi alltaf aftur þegar lífið kemst á réttan kjöl. Toshiki er frá Japan þar sem gamalgrónar reglur gilda í samskiptum fólks og öldruðu sem og háttsettu fólki er alltaf sýnd mikil virðing. Hann kann vel að meta íslensku samskiptareglurnar þar sem fólk hefur val um það fyrir hverjum það ber ómælda virðingu. Ég er sá eini kristni í fjölskyldunniToshiki Toma flutti til Íslands árið 1992 með þáverandi eiginkonu sinni, Helgu Soffíu Konráðsdóttur. Hann telur viðhorf Íslendinga til innflytjenda hafa tekið miklum breyt- ingum á þeim tíma og nú sé í góðu lagi að tala ekki framúrskarandi góða íslensku. Lj ós m yn d: H ar i Framhald á næstu opnu 24 viðtal Helgin 25.-27. júlí 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.