Fréttatíminn - 25.07.2014, Síða 30
arnir litlar sem engar tekjur. Þeir
náðu að kría út smá lán hjá vinum
og vandamönnum og unnu auka-
vinnu meðfram forritunarvinn-
unni. „Eftir á að hyggja var þetta
ekkert góð hugmynd,“ segir Davíð
og hlær. „Ef litið er á viðskipta-
hugmyndina „objektívt“ var þetta
ekkert áhugaverður markaður.
En „pródúktið“ var svakalegt...
mjög, mjög gott. Þótt það hafi verið
frekar slæmt til að byrja með hafði
það óskaplega flotta styrki. Ég
segi við fólk sem biður mig um ráð
fyrir viðskiptahugmyndina sína
að það eigi ekki að hafa áhyggjur
af veikleikanum heldur einblína
á sterkasta styrkleikann. Það er
oft nóg að gera eitthvað eitt alveg
svakalega vel svo hugmyndin geti
orðið að veruleika,“ segir Davíð.
„Það sem við gerðum vel var að
við bjuggum til hugbúnað sem var
mjög létt að nota. Hann var ekkert
mjög öflugur þótt hann hafi orðið
það seinna. En það var þægilegt að
nota hann þannig að þeir sem byrj-
uðu að nota hann vildu halda því
áfram. Þeir fáu notendur sem við
fengum framan af sögðu vinum
sínum frá vörunni, sem sögðu svo
vinum sínum. Við vorum hins veg-
ar mörg ár að vaxa mjög hægt. Við
höfðum örlitlar tekjur frá sumrinu
2005. Fyrst dugðu þær til að borga
fyrir skrifstofu, svo fengum við
smá vasapeninga og svo fórum við
að geta ráðið einn og einn snill-
ing,“ segir Davíð.
„Við réðum nokkra óskaplega
snillinga, það er eitt af því sem við
gerðum vel. Allir þeir sem komu
inn voru á heimsmælikvarða. Við
fórum í raun ekki að fá mannsæm-
andi laun fyrir en árið 2009 og
vorum því einhvern veginn í svona
„survival“ gír í 6 ár,“ segir Davíð
og hlær og bætir því við að hann
mæli ekki með því við nokkurn
mann að fara þá leið sem þeir fóru.
iPhone stóri vendipunkturinn
Stóri vendipunkturinn hjá Unity
var árið 2008 þegar Appstore
iPhone opnaði og Unity náði for-
skoti á markaðinn með því að sníða
hugbúnað sinn að leikjagerð fyrir
iPhone. „Við höfðum haft mik-
inn áhuga á iPhone eftir að hann
kom út 2007 og vorum spenntir
fyrir snjallsímahugmyndinni.
Við bjuggumst við því að eitthvað
myndi gerast á markaðinum þegar
iPhone myndi opna Appstore –
en sáum náttúrulega aldrei fyrir
hversu stórt þetta tækifæri reynd-
ist vera. Við flýttum okkur því að
búa til útgáfu af Unity fyrir iPhone
og fengum í raun enga keppinauta
í mörg ár. Við höfðum þennan
markað því lengi í friði og gerðum
mikið úr því. Það er sjaldan sem
kemur svona svakaleg bylting í því
hvernig fólk notar tölvur eða tæki.
Síðast var það PC byltingin sem
hófst um miðjan áttunda áratug-
inn,“ segir Davíð.
„Upp frá þessu fór Unity að vaxa
villt og galið. Við vorum 15 manns
þegar við komum út hugbúnað-
inum fyrir iPhone en vorum tvöfalt
fleiri hálfu ári síðar. Þá fundum
við að við þyrftum verulega á
fjármagni að halda því fyrirtæki
verða brothætt þegar þau vaxa
svona hratt því maður er alltaf að
fjárfesta veltuna um leið og hún
kemur inn. Veltan jókst mjög hratt
en bara smá mistök hefðu getað
sett okkur á hausinn. Svo var þetta
ekki bara okkar fyrirtæki. Þetta
var fyrirtæki sem var gert fyrir
leikjaþróarana sem voru að nota
hugbúnaðinn og þeir voru orðnir
um 1000 talsins og ábyrgð okkar
því mikil,“ segir hann.
Fékk 50 nei frá fjárfestum
Davíð segist hafa talað við alls
kyns fjárfesta, fyrst í Danmörku
og Þýskalandi og loks í Silicon
Valley í Bandaríkunum og fengið
samtals um 50 nei. „Við skömmuð-
umst okkur svolítið fyrir það þótt
ég hafi síðar komist að því að það
sé nálægt meðaltalinu í Silicon
Valley. Vorið 2009 rakst ég á konu
sem heitir Diane Greene sem hafði
stofnað nokkur fyrirtæki, þar á
meðal VM Ware sem er eitt af
stærstu hugbúnaðarfyrirtækjum í
heimi, sem varð mjög spennt fyrir
því sem við vorum að gera og vildi
fjárfesta í okkur og kynnti okkur
jafnframt fyrir Sequioa Capital,
sem er eitt stærsta fjárfestinga-
félag í þessum geira,“ segir Davíð.
Sequioa varð leiðandi fjárfestir
í fjárfestingu upp á 5,5 milljónir
dollara, um 633 milljónir íslenskra
króna og hefur Unity vaxið jafnt og
þétt upp frá því. „Við vorum mjög
vel undirbúnir fyrir þessa stundu,“
segir Davíð. „Við höfðum verið
í kjallara og litlum skrifstofum
í nokkur ár að undirbúa þetta
augnablik sem við vissum þó ekki
að myndi koma. Við vorum komin
með sögu, góða vöru og kúnna
sem elskuðu vöruna. Þótt við
værum alls ekki fullkomin og með
marga galla þá vorum við undirbú-
in fyrir að grípa þetta tækifæri,“
segir hann.
„Svona tækni er flókin og maður
gerir ekki svona á nokkrum vik-
um. Það tekur nokkur ár að undir-
búa svona „leikja-game-engine“.
Þetta var ótrúlega mikil heppni
en jafnframt mikil þrautseigja.
Ekkert fyrirtæki verður stórt án
dálítið mikillar heppni. Enda þegar
fólk spyr mig í dag hvað ég myndi
vilja hafa gert öðruvísi þá svara
ég eiginlega bara að ég þori ekki
að hugsa til þess að við hefðum
gert neitt öðruvísi því ef fiðrildi
hefði blakað vængnum öðruvísi í
Súmötru hefði þetta allt getað farið
til fjandans, tilfinningin er svolítið
þannig,“ segir Davíð.
Flutti til San Fransisco
Eftir að fjármagn var komið inn
í fyrirtækið flutti Davíð til San
Fransisco, sumarið 2009, þar sem
hann hefur búið síðan. Hann á
danska eiginkonu, Mie Hørlyck
Mogensen, og tveggja ára dóttur,
Korku. Hann segir yndislegt að
búa í San Fransisco. Fyrir utan
hina landfræðilegu þætti sé margt
annað einnig svo jákvætt við
Silicon Valley. „Þar kemur saman
fólk úr tölvuleikja- og hugbúnaðar-
geiranum og allir eru svo fullir
af bjartsýni. Það er allt hægt á
vesturströndinni. Fólk er jafnframt
vinnusamt og hugsar stórt. Maður
lærir sjálfur að hugsa stórt því
maður umgengst fólk sem hugsar
sjálft svo stórt því það hefur gert
stóra hluti stundum úr engu, eins
og Twitter eða Google, sem eru
dæmi um hluti sem verða stórir
þrátt fyrir að líta ekki út fyrir að
geta orðið það í byrjun. Það er allt
hægt einhvern veginn ef maður
reynir á sig í því að finna ávallt
réttu lausnina og vandar sig,“ segir
hann.
„Þetta er hollt umhverfi fyrir
fyrirtæki til að vaxa í – að minnsta
kosti fyrirtæki af þessari tegund,
sem vaxa hratt og verða stór. Hér
er einnig auðvitað aðgangur að
fjármagni og reyndu starfsfólki,“
segir hann.
Auðmýkt í Silicon Valley
„Það er líka ákveðin auðmýkt í Sili-
con Valley. Jafnvel þeir sem hafa
náð mestum árangri vinna mikið
og berast lítið á. Þeir sem eiga pen-
inga eru ekkert að sýna þá. Það er
enginn betri þótt fyrirtæki hans
hafi hlotið velgengni. Zuckerberg
er gott dæmi um það. Fyrir utan að
hann vinnur sjálfur eins og skepna
þá er konan hans að taka kandí-
datsárið sitt í læknanáminu sínu
og vinnur bara næturvaktir á spít-
ala eins og aðrir læknanemar. Þau
eru milljarðamæringar í dollurum
talið en eru bara eins og venjulegt
fólk. Ef þau eru ekki of fín til að
vinna og haga sér eins og venjulegt
fólk þá eru aðrir það ekki,“ segir
Davíð.
Davíð situr í stjórn Plain Van-
illa, íslenska fyrirtækisins sem
framleiðir spurningaleikinn Quiz
Up, og er því í nánu samstarfi við
Þorstein Friðriksson, forstjóra og
stofnanda. Það er hins vegar ekki
á allra vitorði að Davíð ber í raun
ábyrgð á því að kynna Þorstein
fyrir stærstu fjárfestunum í Plain
Vanilla, Sequioa Capital.
Fyrir tveimur árum kynnti
Gunnar Hólmsteinn Guðmunds-
son, stofnandi hugbúnaðarfyrir-
tækisins Clara, Davíð og Þorstein
þegar Þorsteinn var í Silicon Vall-
ey að leita að fjármagni fyrir Plain
Vanilla. „Þorsteinn var með skýra
hugmynd þótt hún hafi ekki verið
fullmótuð,“ lýsir Davíð fyrsta fundi
þeirra. „Við þrír fengum okkur
hádegismat rétt hjá skrifstofunni
minni og á 45 mínútum tókst Þor-
steini að sannfæra mig um að setja
allt spariféð mitt í fyrirtækið hans.
Þetta er ekki djók. Ég átti ekki
mikinn pening en allt sem ég átti
setti ég í Plain Vanilla, og fékk vini
mína til að gera slíkt hið sama, svo
mikið trúði ég á þetta,“ segir Davíð
og hlær. Stuttu síðar kynnti Davíð
Þorstein fyrir fulltrúa Sequioa
Capital sem trúði einnig á hug-
myndina og gerði Þorsteini kleift
að láta hana verða að veruleika.
Fjárfesting Sequioa og annarra
fjárfesta í Plain Vanilla nemur nú
um 27 milljónum Bandaríkjadala,
sem samsvarar um þremur millj-
örðum íslenskra króna.
Enginn endir virðist á vexti
Unity sem er nú með 460 starfs-
menn í 18 löndum og segir Forbes
tímaritið til að mynda að „allir sem
fylgist með því sem gerist í snjall-
símaheiminum ættu að taka vel
eftir Unity.“ Unity er því orðinn risi
í leikjamarkaðnum sem eflist ár frá
ári – og íslenskur í þokkabót.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
VIKAN 16.07.14 - 22.07.14
1 2
5 6
7 8
109
43
Iceland Small World - lítil
Sigurgeir Sigurjónsson
Iceland Small World - stór
Sigurgeir Sigurjónsson
Stúlkan frá Púertó Ríkó
Esmeralda Santiago
Niceland
Kristján Ingi Einarsson
Vegahandbókin 2014
Steindór Steindórsson
Amma biður að heilsa
Fredrik Backman
Skrifað í stjörnurnar
John Green
Bragð af ást
Dorothy Koomson
Frosinn - Þrautir
Walt Disney
Frosinn - Anna og Elsa
eignast vin
Walt Disney
Það er líka
ákveðin auð-
mýkt í Silicon
Valley. Jafnvel
þeir sem hafa
náð mestum
árangri vinna
mikið og
berast lítið á.
„Ég var
flinkur for-
ritari þegar
ég var lítill.“
30 viðtal Helgin 25.-27. júlí 2014