Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.07.2014, Síða 32

Fréttatíminn - 25.07.2014, Síða 32
M ín velferð hef- ur verið því að þakka að ég sagði frá, ekki þeirri staðreynd að hann beitti mig ofbeldi.“ Þetta segir Björk Brynjarsdóttir, blaðakona og ein stofnenda veftímaritsins Blævar, en hún er á meðal þeirra fjölmörgu sem hyggjast ganga Druslugönguna á morgun, laugar- daginn 26. júlí. Ástæðuna segir Björk vera einfalda, hún gengur til þess að skila skömm þangað sem hún á heima en hún var beitt kyn- ferðisofbeldi þegar hún var sex ára gömul af einstaklingi sem hún þekkti vel og treysti. „Það sem er sérstakt við þetta atvik er að strákurinn var 14 ára þegar brotið átti sér stað, hann var átta árum eldri en ég. Það var því ekki hægt að kæra hann og þrátt fyrir augljóst valdamisræmi þá var hann líka barn,“ útskýrir Björk fyrir blaðamanni þar sem við sitjum yfir kaffibolla í heimahúsi. Björk hefur heillandi nærveru og fyrir þau sem trúa á fyrri líf myndi hún sannarlega flokkast sem gömul og reynd sál í ungum líkama. „Litla leyndarmálið okkar“ Björk fæddist árið 1994 og er yngsta barn foreldra sinna, eða rétt um tvítugt. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Björk ferðast frá Síberíu um Austur-Asíu til Burma, verið í klaustri í Taílandi, búið í Berlín, flakkað um heiminn. Margt mis- þungt hefur þannig ratað í bak- pokann á lífsleiðinni. Það þyngsta hefur hún burðast með allt frá barnæsku, leyndarmálið ljóta sem hún ætlar ekki að skammast sín fyrir lengur. „Þetta gerist árið 2000, rétt eftir 6 ára afmælisdaginn minn. Hann var fjölskylduvinur,“ segir Björk og útskýrir að drengurinn hafi verið gestur á heimili hennar í um viku- tíma en hann bjó á landsbyggðinni ásamt foreldrum sínum. „Hann bauð mér inn í herbergi og nálgað- ist mig með að bjóðast til að kenna mér svolítið. Ég var á þeim aldri að ég vildi læra allt í heiminum svo ég fór með honum,“ útskýrir Björk og dregur ekkert undan í lýsingum sínum af verknaðinum við blaða- mann. Pilturinn sleikti kynfæri hennar nokkrum sinnum og lét hana svo kyssa sig með tungunni. „Hann ítrekaði að þetta væri litla leyndarmálið okkar.“ Skömmin varð að magaverk Eftir þetta var Björk sem annað barn. „Ég sem áður hafði verið glaðvær og kát fékk oft grátköst og kvartaði stöðugt yfir verkjum í maganum. Ég gerði mér grein fyrir að magaverkurinn tengdist því sem gerst hafði inni í herberg- inu en ég gat ekki sagt neinum frá því. Ég fór í rannsóknir og ég man eftir að hafa legið á læknabekk eitt sinn á meðan ég var skoðuð þegar ég hugsaði með mér að læknirinn myndi aldrei fatta af hverju mér var illt í maganum.“ Foreldrar Bjarkar voru ráðþrota um stund enda breytingin snörp. Rétt áður en þau gripu til þess að senda Björk til barnasálfræðings ákvað hún upp á sitt einsdæmi að segja foreldrum sínum frá misnotk- uninni en Björk segist alltaf eiga eftir að muna þann dag. Ákvað sjálf að segja frá „Ég var að horfa á Tomma og Jenna á laugardagsmorgni þegar ég ákvað að tíminn væri kominn. Ég fór inn í rúm til þeirra og sagðist þurfa að tjá þeim svolítið. Á þeim tíma vissi ég ekki að ég væri að segja þeim frá ofbeldi, bara að eitthvað rangt hafi átt sér stað og það að leyna því olli þrálátu magaverkjunum.“ Björk segir foreldra sína hafa brugðist hárrétt við í aðstæðunum. Þau voru yfirveguð og spurðu hana spurn- inga. „Létu mig finna að ekkert af þessu væri mér að kenna og að þetta hafi hann ekki átt að gera. Svo kúrðum við þarna öll saman í smá stund þangað til ég ákvað að ég vildi horfa meira á barnatímann. Þegar ég horfi til baka á þessa sex ára litlu stúlku þá finnst mér hún vera hugrakkasta stúlka í heimi. Ég hugsa líka oft til þess hvernig lífið mitt hefði verið allt öðruvísi ef ég hefði ekki sagt frá á þessum tíma og hvað ég er heppin að foreldrar mínir brugðust strax við.“ Við tók langt ferli þar sem foreldrar Bjarkar fundu viðeigandi úrræði hjá fagaðilum, tilkynntu atvikið til barnavernd- arnefndar og Björk fékk aðstoð í Barna- húsi. Áfall fyrir alla Fjölskyldu stráks- ins var jafnframt gert viðvart en viðbrögð þeirra voru óvægin í garð Bjark- ar. „Hann gekkst ekki við þessu og foreldrar hans af- neituðu þessu alveg. Ég veit svosem ekki hvernig þeim datt í hug að 6 ára barn hefði hugmyndaflug í að búa þetta til. Það er kannski mann- legt að bregðast svona við þegar barnið þitt beitir slíku ofbeldi,“ segir Björk og bætir við, „en með afneitun tæklum við aldrei vanda- málið.“ Samskiptum fjölskyldnanna lauk, eðli málsins samkvæmt, á þessum tímapunkti. Björk segist þó vita til þess að drengurinn hafi verið send- ur í tíma hjá sálfræðingi. „Ég veit ekkert hvernig það fór en ég vona innilega að hann hafi fengið hjálp við að brjóta ekki aftur af sér.“ Mikil hjálp frá Stígamótum Kynferðisbrotið angraði hana vissu- lega sem barn en það var ekki fyrr en Björk var orðin tólf ára að hún eignast loks orð yfir líðan sína. „Við vorum nokkur í frímín- útum að skiptast á að lesa „Hvað er málið“ sem voru unglingabækur. Ég var að lesa upphátt kaflann um kynferðisofbeldi þegar ég skildi allt í einu það sem hafði átt sér stað sex árum áður. Þetta var ofbeldi og nú gat ég loks rætt það á þeim forsendum. Fyrst um sinn vissi ég ekki alveg hvernig ég á að fóta mig með þessar upp- lýsingar,“ segir Björk sem leitaði þá aftur til Stígamóta. „Með hjálp kvennanna Stígamótum fór ég fyrst að vinna úr skömminni og sektarkenndinni því ég skildi allt í einu miklu betur en áður hvað hafði gerst.” Seinna stóra bakslag Bjarkar kom á fyrsta ári í menntaskóla en þá dembdi hún sér í félagslífið af fullum krafti. „Ég geng dálítið fram af mér á þeim tíma. Þá er líka allt í einu komin þessi pressa um að fara að sofa hjá og verða kynvera. Ég þurfti því að leita aftur upp í Stíga- mót til að fá stuðning.“ Á þessum tíma lærði Björk að þekkja svokölluð váhrif eða „trigger“, eitthvað utanaðkomandi sem vekur upp gömul sár og veldur óskiljanlegri vanlíðan löngu eftir að brotið er framið. Áhrif kyn- ferðisofbeldis geta því fylgt þolanda þess allt út lífið. Björk segir það því mikilvægt að læra að þekkja sín mörk og að læra á tækin til þess að takast á við slík bakslög. Heilræðið sem breytti öllu Björk hafði útilokað andlit ger- andans úr minni sínu sem barn en rifjaði það upp síðar meir. Á síðasta ári stóð hún svo frammi fyrir að hitta gerandann í fyrsta skipti eftir brotið, á hátíð úti á landi, en há- tíðina hafði hún alla tíð forðast af hættu við að rekast á hann. Hún hafði samband við vinkonu sína sem þekkti svipaðar aðstæður. Sú kona gaf Björk mikilvægt heilræði: „Björk, hann á ekkert í þér.“ „Ég er mjög ánægð með mann- eskjuna sem ég er í dag en sú kona er náttúrulega mótuð af þessari reynslu. Mér fannst því alltaf sem hann ætti eitthvað í mér. Það var ekki fyrr en þarna sem ég tengdi að mín velferð hefur verið því að þakka að ég sagði frá, ekki þeirri staðreynd að hann beitti mig ofbeldi.“ Vill fórnarlambavæðingu burt Á þessum sömu nótum segir Björk að það sé afar ríkt hjá almenningi að setja fórnarlambsstimpil á brota- þola. „Slíkt verður til þess að ekki einungis þarftu að vinna úr áfallinu eftir kynferðisofbeldi heldur líka því hvernig samfélagið horfir á þig. Mér fannst Þórdís Elva orða þetta svo vel í bókinni sinni, Á Manna- máli, en þar sagði hún; Ímyndum okkur hvaða áhrif það hefur á sjálfsmyndina að vera kallaður fórnarlamb ár eftir ár. Getur verið að það sé nógu mikið lagt á herðar þeirra sem verða fyrir ofbeldi án þess að þeim sé statt og stöðugt líkt við deyjandi dýr?“ Björk horfir hvergi bangin fram veginn. Hún hvetur brotaþola til þess að leita sér aðstoðar, sama hversu langt sé um liðið. „Ég veit af eigin reynslu hvað það skilar miklu að rjúfa þögnina og leita sér hjálpar. Áhrif kynferðisof- beldis eru oft á tíðum langvarandi en með góðri aðstoð er hægt að yfirstíga þau. Sem betur fer búum við að samtökum eins og Stíga- mótum, Drekaslóð og Barnahúsi,“ segir hún og hvetur fólk jafnframt til þess að skila skömminni til síns heima og fjölmenna í Druslugöng- una á morgun, laugardag, fyrir öll þau sem hefur ekki ennþá gefist tækifæri á að rjúfa þögnina. María Lilja Þrastardóttir ritstjorn@frettatiminn.is Hugrakkasta stúlka í heimi Björk Brynjarsdóttir, blaðakona og ein stofnenda veftímaritsins Blævar, varð ung fyrir kynferðisofbeldi af hendi mun eldri dreng sem var ekki hægt að kæra fyrir verknaðinn því hann var sjálfur enn barn að aldri. Hún segir að þó svo að afleiðingar kynferðisofbeldis séu oft á tíðum langvarandi sé með góðri aðstoð hægt að yfirstíga þær. Björk er ung blaðakona á upp- leið og stofnaði nýverið vef- ritið Blær ásamt öðrum. „Ég er mjög ánægð með manneskjuna sem ég er í dag.“ Lj ós m yn d: T ei tu r 32 viðtal Helgin 25.-27. júlí 2014

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.