Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.07.2014, Síða 34

Fréttatíminn - 25.07.2014, Síða 34
vel við sig þarna á mótum Kópa- vogs og Garðabæjar því hann varð Íslandsmeistari í holukeppni þar árið 2012, sama ár og hann varð Ís- landsmeistari. Ólafur Björn Loftsson Atvinnukylfingurinn Ólafur Björn var aldrei langt undan í baráttunni á síðasta ári. Ólafur er búinn að spila mikið erlendis þetta árið og fýsir efalaust í stigin sem sigur á Íslandsmeistaramótinu gefa á heimslistanum, auk heiðursins sem fylgir titlinum að sjálfsögðu. Fyrir mótið vann hann létta keppni nokkurra kylfinga um það hver kæmist næst holu af hundrað metra færi. Hann gerði sér lítið fyrir og setti boltann 64 sentímetra frá og virðist því í fantaformi. Kristján Þór Einarsson Íslandsmeistarinn í holukeppni virðist engan veginn hafa gert Kristján Þór saddan. Hann sendi í kjölfarið léttar pillur á Úlfar Jóns- son landsliðsþjálfara yfir því að vera ekki valinn í landsliðið. Nái Kristján að nýta það á vellinum í stað þess að pirrast bara meira er hann líklegur til að bæta Íslands- meistaratitli nr. 2 á ferilskrána. Fréttir eru þó að berast um að bakið sé að angra hann þessa dagana og gæti það sett strik í reikninginn. Ragnar Már Garðarsson Ragnar Már byrjaði mótaröðina sjóðheitur og sigraði á tveimur fyrstu mótunum í sumar. Nú hefur hann það sér í hag að spila á heimavelli og nái kylfingurinn ungi að nýta sér það að þekkja hverja þúfu er erfitt að veðja gegn honum. Komist hann fljótt framarlega þarf hausinn að halda og muna að svona mót er maraþon en ekki spretthlaup. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is Í slandsmótið í golfi fer fram á Leirdalsvelli nú um helgina. Völlurinn er mitt á milli Kópa- vogs og Garðabæjar og ku vera í toppstandi. Allir bestu kylfingar landsins mæta til leiks og þeir bestu munu leika 72 holur um Ís- landsmeistaratitilinn og verðlauna- gripinn sem leikið hefur verið um í jafn mörg ár. Allt frá því að Gísli Ólafsson vann það sem þá var kallað Landsmót þrisvar sinnum í röð. Það fyrsta árið 1942. Með sigri á Birgir Leifur Haf- þórsson möguleika á því að vinna mótið sex sinnum og jafna með því við þá Úlfar Jónsson landsliðs- þjálfara og gamla brýnið, Björg- vin Þorsteinsson, sem oftast hafa orðið Íslandsmeistarar. Þeir unnu sex titla á síðustu öld. Birgir Leifur byrjaði líka á tuttugustu öldinni, vann fyrst árið 1996, en hefur haldið áfram að safna titlunum á þeirri tuttugustu og fyrstu og er hvergi nærri hættur. Þeir eru þó nokkrir sem munu reyna að koma í veg fyrir að Birgir bæti við putta af vinstri til að telja titlana. Fréttatím- inn spáir hér í spilin um það hver mun hampa Íslandsmeistaratitl- inum á sunnudaginn. Haraldur Franklín Magnús Haraldur var hársbreidd frá því að verja Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli síðasta sumar og langar að koma krumlunum á bikarinn aftur. Þetta er mögulega síðasta árið sem Haddi verður með áhuga- mannaréttindi og hann vill örugg- lega klára þann kafla með titlinum eftirsótta. Virðist auk þess kunna VINCENZO NIBALI AND THE S-WORKS TARMAC – A HERO IS MADE. TOGETHER NIBALI AND THE TARMAC CONQUERED A LEGENDARY COURSE IN EVEN MORE LEGENDARY CONDITIONS TO BECOME GIRO D’ITALIA CHAMPIONS. THE BEST PROVING GROUND FOR RIDER AND MACHINE IS MADE IN RACING. SPECIALIZED.COM MADE IN RACING SPECIALIZED BICYCLES & COMPONENTS KRÍA HJÓL GRANDAÐGARÐUR 7 101 REYKJAVÍK s.5349164 Birgir Leifur reynir við sexuna Birgir Leifur reynir nú að landa sínum sjötta Íslandsmeistaratitli og jafna með því við gömlu kempurnar, Björgvin Þor- steinsson og Úlfar Jónsson. Áhorfendur Á Opna breska meistaramótinu í golfi sem haldið var um síðustu helgi komu fleiri en 200.000 áhorfendur á völlinn til að fylgjast með Norður-Íranum Rory Mcgilroy vinna silfurkönnuna eftir- sóttu. Hér á Íslandi hefur aldrei skapast stemning fyrir því að mæta á golfvöllinn til að horfa. En það eru 17.000 manns skráðir í golfklúbba landsins og vel rúmlega það sem spilar golf utan klúbb- anna. Því mætti halda að nokkur þúsund manns ættu að hafa áhuga fyrir að mæta á staðinn. En það er eins og landinn sé hræddur. Hræddur um að vera fyrir, hræddir um að þurfa að labba, hræddur um sjá ekki nóg nú eða veðrið. Svo er það letin sem spilar stóra rullu. Sjónvarpað er frá lokadögunum og því góð afsökun að vera bara heima með paprikkusnakk og Vogaídýfu fyrir framan imbann. En trixið er að það er ekki það sama að sjá golf í sjónvarpinu og mæta á völlinn. Alveg eins og í fótbolta og hvað hræðsluna varðar; þá vilja kylfingarnir fá sem flesta áhorfendur, mótshaldararnir vilja sem flesta áhorfendur og Golfsambandið vill fleiri áhorfendur. Hátt í hundrað manns verða á Íslandsmótinu bara til að aðstoða gesti, benda þeim á hvar á að standa og hvenær skuli hafa hljóð þannig að um er að gera að arka í Leirdalinn, finna lyktina af grasinu og sjá hversu góða kylfinga við Íslendingar eigum. Fyrir þá sem treysta sér ekki í að labba brautirnar er búið að setja upp áhorfendastúkur við tvær flatir þar sem gott útsýni er yfir innáhöggin og púttin í kjölfarið. Tveggja turna tal Aldrei hafa fleiri konur verið skráðar til leiks í Íslandsmeistaramótinu í golfi og nú. Þrjátíu og þrjár munu keppa um titilinn og eru þær Sunna Víðisdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir einna líklegastar til að hampa Íslandsmeistara- titlinum á sunnudaginn. Sunna vann á síðasta ári eftir bráðabana við þær Guð- rúnu Brá og Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur og veit því hvað þarf til að endurtaka leikinn. Hún hefur enda byrjað sumarið vel og er búin að vinna tvö af þeim fjórum mótum sem haldin hafa verið í sumar. Guðrún Brá hefur aldrei verið langt undan í ár og vill krækja puttunum utan um titilinn eftirsótta. Áðurnefnd Ólafía Þórunn, Ragnhildur Kristinsdóttir og Berglind Björnsdóttir eru þó allar líklegar um helgina og geta hæglega farið með sigur af hólmi. Birgir Leifur tryggir sér Íslands- meistaratitil nr. 5 fyrir framan fjölda áhorfenda á Korpúlfsstaðavelli. 34 golf Helgin 25.-27. júlí 2014

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.