Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.07.2014, Síða 38

Fréttatíminn - 25.07.2014, Síða 38
38 hönnun Helgin 25.-27. júlí 2014 fonix.is • Hátúni 6a • 105 Reykjavík • S. 552 4420 Heimilistæki 2 0 1 4 00000 w w w . v e i d i k o r t i d . i s Eitt kort 36 vötn 6.900 kr FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ 2 0 1 4 bleium í Noregi og Svíþjóð þar sem ég er með endursöluaðila. Það var sænsk kona sem byrjaði að blogga um bleiurnar mínar og þá rauk salan þar upp.“ Þegar eftirspurnin eftir bleiunum fór að minnka hér heima ákvað Eva að bæta barnafötum við fram- leiðsluna, sem fer öll fram í stofunni heima hjá henni. Þar sníður hún, saumar og hannar munstur í photos- hop. Skemmtilegt samstarf Bæði bleiurnar og fötin eru úr mjög skrautlegum efnum en Eva segist alltaf hafa verið hrifin af fallegum munstrum. „Þegar ég byrjaði á bleiunum langaði mig alltaf að gera mín eigin munstur en það gekk ekki upp fyrr en ég byrjaði á fötunum og fór að panta efni í meira magni. Þetta er allt úr 100% bómull en efnin í bleiurnar fæ ég send frá Bandaríkj- unum en efnin í fötin læt ég prenta fyrir mig í Evrópu. Ég byrjaði að leika mér í photoshop með myndir sem var leyfilegt að nota af netinu og fannst það svo gaman að ég ákvað að læra bara almennilega á þetta,“ segir Eva um upphafið að fataframleiðslunni. „Svo fór mig að langa til að nota Ísland sem myndefni á fötunum og þar sem ég er úr Loðmundarfirði, sem er algjör paradís á jörðu, ákvað ég að nota hann sem bakgrunn. Vinur minn, Einar Ben Þorsteinsson, gaf mér svo myndir af hestum til að klippa inn í landslagið. Svo langaði mig að nota fleiri dýr og fékk mynd hjá Náttúrufræðistofnun Vesturlands af branduglunni og hjá gamla líf- fræðikennaranum mínum úr ME af hreindýrunum. Það er bara ótrúlega gaman að vinna í þessu og sérstak- lega skemmtilegt að gera þetta í samstarfi við vini og kunningja.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  hönnun Kisur í útrás Kisukertin í Urban Outfitters K isulaga kerti eftir Þórunni Árna-dóttur hönnuð eru nú komin úr framleiðslu og í sölu víða um heim. Kertin eru nokkuð frum- leg í eðli sínu því þegar þau brenna kemur í ljós beinagrind. Þórunn safnaði fyrir framleiðsl- unni á vefnum Kick- starter og gekk vonum framar og safnaði því sem til þarf á aðeins fjórum dögum. Við- brögðin hafa verið góð og segir Þórunn ótrúlega gaman að fá vöruna sína úr fram- leiðslu. „Ferlið var ekki vandræðalaust því kertin þurftu að fara í gegnum alls konar gæðaprófanir til að standast bandaríska og evrópska gæðastaðla. Það er skemmtilegt að sjá fólk birta myndir af kertunum út um allan heim á samfélags- miðlunum og gleðilegt hvað allir eru ánægðir með kisurnar sínar. Þegar ég gerði fyrstu prufurnar af kertunum hefði ég aldrei getað ímyndað mér að þau yrðu svona vinsæl. Ég gerði þetta bara svona hálf part- inn í gamni á meðan ég var í námi úti í London.“ Í febrúar voru kertin kynnt á stórri hönnunar- sýningu í Frankfurt og náðust þá samningar við stórar keðjur eins og Urban Outfitters. Hér á landi fást Kisukertin í Minju, Spark Design Space, Kraum, Hrím, Epal, Aurum og á vefnum Snúran.is. -dhe Framleiðir bleiur og föt heima Eva Sædís Sigurðardóttir var orðin leið á því að henda bleium í ruslið og ákvað að taka til sinna ráða. Hún stofnaði fyrirtækið RassÁlfa og hefur selt heimagerðar bleiur á netinu í tvö ár. Nú er hún líka farin að gera barnaföt sem njóta mikilla vinsælda. É g byrjaði að gera tau-bleiur fyrir 2 árum,“ segir Eva sem var orðin leið á því að henda bleium í ruslið, langaði að vera umhverf- isvæn og ákvað að búa bara til sínar eigin bleiur. „Þetta fór vel af stað en í dag sel ég mest af Nýjasti bolurinn úr fataframleiðslu Evu. Myndin er tekin á heima- slóðum Evu, í Loðmundarfirði. Bleiurnar eru þægilegar og mjúkar, úr 100%bómull sem þolir endalausa þvotta. Eva með börnin sín, Hilmi, Júlíus og Elísu. Mynd/ Teitur

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.