Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.07.2014, Side 46

Fréttatíminn - 25.07.2014, Side 46
46 matur Helgin 25.-27. júlí 2014 N ok Narumon opnaði á dögunum taílenskan skyndibitastað, Pad Thai Noodles Iceland, við Álfheima. Þar er boðið upp á pad thai sem er vinsæll taílenskur núðluréttur. „Pad thai í Taílandi er svipað og pylsur á Íslandi. Þegar fólk er úti, til dæmis niðri í bæ, og að flýta sér fær það sér pad thai. Ég lærði að gera sósuna hjá mömmu minni en er svo aðeins búin að breyta uppskriftinni í gegnum árin,“ segir Nok og hlær. Nok hefur búið á Íslandi í 25 ár og rekur fjölskyldan tvo Noodle Station veitingastaði, einn í miðbæ Reykja- víkur og annan í Hafnarfirði og hefur hún starfað þar með sonum sínum. Þessa dagana er Bogi Jónsson, eigin- maður hennar, í Noregi þar sem þau opnuðu nýlega Noodle Station stað svo að í nógu er að snúast hjá þeim þessa dagana. „Sonur minn keypti húsnæði hér í Álfheimum og hvatti mig til að gera eitthvað sniðugt. Það gengur mjög vel og pad thai leggst greinilega vel í Íslendinga.“ -dhe Uppskrift að pad thai Hrísgrjónanúðlur Steikingarolía Egg (eitt á mann) Kjúklingur, rækjur eða grænmeti Gulrætur Púrrulaukur Baunaspírur Hvítkál Ristaður hvítlaukur Saxaðar salthnetur Aðferð Sjóðið núðlurnar samkvæmt leið- beiningum og látið renna af þeim. Steikið kjúkling í bitum eða rækjur og grænmeti og leggið til hliðar. Setjið olíu á pönnuna. Steikið egg (eitt egg á mann), blandið svo saman kjúklingnum / rækjunum / grænmetinu við eggið og leggið til hliðar. Setjið núðlur á pönnuna, blandið gulrótum og púrrulauk saman við og hrærið í. Setjið sósu yfir núðl- urnar og steikið í 1 til 2 mín. Því næst er baunaspírum, hvít- káli, hnetum og hvítlauk blandað við. Að lokum blandað saman við kjúkling / rækjur og egg. Pad thai sósa fyrir fjóra 5 msk. sykur smá salt og pipar 2 1/2 msk. edik 1 msk. Tamarinde 1 msk. tómatsósa sjóða saman í smá stund og hræra Ilmandi krásir í Fógetagarðinum G ötumatar markaður verður í Fóg-etagarðinum í miðbæ Reykjavíkur á morgun laugardag þar sem tólf veitingastaðir bjóða upp á „götuútgáfu“ af sinni matargerð. Mataráhugafólkið Gerður Jónsdóttir og Ólafur Örn Ólafsson, hafa haft veg og vanda að skipulagningunni. Hann segir hugmyndina að fólk komi og gæði sér á góðum mat og drykk og njóti lífsins og lif- andi tónlistar. „Þarna leiða saman hesta sína margir af þekktustu kokkum af fínustu veit- ingahúsunum og aðrir sem þekktir eru fyrir einfaldan mat og búa til sína útgáfu af göt- umat. Boðið verður upp á íslenska matargerð, austurlenska og indverska sem eitthvað sé nefnt,“ segir hann. Götumatar markaðurinn verður næstu fimm laugardaga, frá klukkan 13 til 18 og verður sá síðasti á menningarnótt. Ólafur segir að ef vel gangi sé aldrei að vita nema gert verði meira úr honum á næsta ári. Mark- aðurinn er hluti af verkefninu Torg í biðstöðu þar sem almenningsrými eru glædd lífi og hvatt til umhugsunar og umræðu um framtíð VAKANDI!VERTU blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR Góð samskipti milli þín og barna þinna er besta leiðin til að vernda þau gegn kynferðislegu ofbeldi! Taílenskur skyndibiti í Álfheimum Götumatar mark- aður verður í Fóg- etagarðinum næstu fimm laugardaga þar sem veitinga- staðir munu bjóða upp á götuútgáfu af matargerð sinni. Á markaðnum verður góð stemning og lif- andi tónlist. þeirra. Byggðir hafa sérstakir básar fyrir markaðinn sem setja svip sinn á Fógetagarðinn. Nánari upplýs- ingar um Götumatarmarkaðinn má nálgast á Facebook-síðunni Krás Götumatar markaður. Ítalskur götumatur frá Uno Meðal matreiðslumanna á götu- matar markaðnum eru kokkarnir á Uno. Þeir ætla að bjóða upp á ítalska réttinn Arancini sem á uppruna sinn að rekja á Sikiley og er nafnið dregið af orðinu „arancia“ sem þýðir appelsína. Bollurnar eru líkar þeim að lögun og lit. Til eru ýmis afbrigði af réttinum en yfirleitt er notast við sama risotto grunninn en fyllingin mismunandi. Uppskrift 1 dl jómfrúarólífuolía 250 gr risotto hrísgrjón 1 lítri kjúklingasoð 1 til 2 skarlottulaukar 100 gr rifinn mozzarella ostur 100 gr sólþurrkaðir tómatar 1 knippi basil lauf (söxuð) salt og pipar Heil egg Ferskur brauðraspur Aðferð Hitið olíuna í potti. Steikið laukinn þar til hann fer að gljáa. Bætið grjónunum við og blandið vel saman við laukinn og hrærið í um það bil 1 mínútu. Hellið 250 ml af soðinu út í pottinn og hrærið þar til grjónin hafa tekið vökvann í sig. Endurtakið með því að hella 250 ml í hvert skipti. Grjónin eru tilbú- in þegar þau eru farin að mýkjast og búin að drekka í sig vökvann. Bætið að lokum sólþurrkuðum tómötum, basil og mozzarella osti út í pottinn og blandið vel saman. Setjið grjónin á ofnskúffu og dreifið aðeins úr og kælið. Mótið grjónin í jafnar kúl- ur. Dýfið kúlunum í eggin og veltið þeim svo upp úr brauðraspi. Endurtakið leikinn og dýfið aftur í eggin og veltið svo aftur upp úr brauðraspinum. Kúlurnar eru svo steiktar í djúp- steikingarolíu við 180°C þar til þær verða fallega gylltar. Nok Narumon „Pad thai í Taílandi er svipað og pylsur á Íslandi." Sérstakir básar hafa verið hannaðir og settir upp í Fógetagarðinum í tilefni af götumatar markaðnum. Ólafur Örn Ólafsson hefur skipu- lagt markaðinn ásamt Gerði Jónsdóttur. Kokkarnir á Uno verða á Krás götu- matar markaði á morgun laugardag og bjóða upp á ítalska réttinn Arancini. Ljósmynd/Teitur Láu hjartað ráða Svalandi engiferdrykkur alveg eir mínu höfði enda er engifer í miklu uppáhaldi. Drykkurinn er gerður úr fyrstaflokks lífrænu hráefni, meira að seg ja vatnið hefur lífræna vottun.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.