Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.07.2014, Side 56

Fréttatíminn - 25.07.2014, Side 56
V innustofan Samferða, en að henni standa Hrefna Lind Lárusdóttir og Halldóra Markúsdóttir, kynnir verkið Svefngalsa í Tjarnarbíói. Verkið á sér stað aðfararnótt laugardagsins 26. júlí og miðar að þróun líkamlegrar spunavinnu fyrir lista- menn. Hrefna Lind Lárusdóttir og Halldóra Markúsdóttir hafa verið með vinnustofu í Tjarnarbíói síðustu tvo mánuði. Ferðalaginu er nú að ljúka og bjóða þær fólki að taka þátt í lokaverkinu Svefngalsi. Rannsóknarverkefni sumarsins var að þróa líkamlega spunavinnu fyrir listamenn til þess að opna á sköpunar- flæði og tjáningu. Verkið mun standa yfir í átta klukkustundir, frá miðnætti í kvöld til klukkan 8 laugardagsmorguninn 26. júlí. Yfir nóttina mun hópurinn skapa saman draumkenndan heim þar sem allt getur gerst. Þátttakendur mætast, hlusta á hvern annan og tengjast í gegnum spunann. „Síðan er hægt að hafa það kósý og sofa eða fylgjast með,“ segir í tilkynningu Tjarnarbíós. Allir eru velkomnir, hvort sem þeir taka þátt eða horfa á en takmarkaður fjöldi kemst að á þennan viðburð. Mælt er með því, segir enn fremur, að fólk taki með sér svefnpoka, tjalddýnu og þægileg föt til að þjálfa í. Búning- ar eru líka frábær viðbót en þó ekki nauðsyn- legir. Hrefna og Halldóra munu leiða vinnuna og Auðunn Lúthersson mun spinna tónlist á staðnum. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Svefngalsi yfir nótt Spunavinna fyrir listamenn stendur í átta tíma. Gestir geta tekið með sér svefnpoka og dýnu. Yfir nóttina mun hópurinn skapa saman draumkenndan heim þar sem allt getur gerst. Mynd Tjarnarbíó  tjarnarbíó Sofið og Spunnið aðfararnótt laugardagS Síðan er hægt að hafa það kósý og sofa eða fylgjast með ... 159kr.stk. Pepsi, 2 lítrar Hámark 12 x 2 lítrar á mann meðan birgðir endast! – fyrst og fre mst ódýr! Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt. Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur. Ert þú að huga að dreifingu? Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatimi n.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt. Dreifing með Fréttatímanum á bækli um og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur. Ert þú að huga að dreifingu? 56 menning Helgin 25.-27. júlí 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.