Fréttatíminn - 25.07.2014, Síða 56
V innustofan Samferða, en að henni standa Hrefna Lind Lárusdóttir og Halldóra Markúsdóttir, kynnir verkið
Svefngalsa í Tjarnarbíói. Verkið á sér stað
aðfararnótt laugardagsins 26. júlí og miðar að
þróun líkamlegrar spunavinnu fyrir lista-
menn.
Hrefna Lind Lárusdóttir og Halldóra
Markúsdóttir hafa verið með vinnustofu í
Tjarnarbíói síðustu tvo mánuði. Ferðalaginu
er nú að ljúka og bjóða þær fólki að taka þátt í
lokaverkinu Svefngalsi. Rannsóknarverkefni
sumarsins var að þróa líkamlega spunavinnu
fyrir listamenn til þess að opna á sköpunar-
flæði og tjáningu. Verkið mun standa yfir í átta
klukkustundir, frá miðnætti í kvöld til klukkan
8 laugardagsmorguninn 26. júlí.
Yfir nóttina mun hópurinn skapa saman
draumkenndan heim þar sem allt getur gerst.
Þátttakendur mætast, hlusta á hvern annan og
tengjast í gegnum spunann. „Síðan er hægt að
hafa það kósý og sofa eða fylgjast með,“ segir í
tilkynningu Tjarnarbíós.
Allir eru velkomnir, hvort sem þeir taka
þátt eða horfa á en takmarkaður fjöldi kemst
að á þennan viðburð. Mælt er með því, segir
enn fremur, að fólk taki með sér svefnpoka,
tjalddýnu og þægileg föt til að þjálfa í. Búning-
ar eru líka frábær viðbót en þó ekki nauðsyn-
legir.
Hrefna og Halldóra munu leiða vinnuna
og Auðunn Lúthersson mun spinna tónlist á
staðnum.
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Svefngalsi
yfir nótt
Spunavinna fyrir listamenn stendur í átta tíma.
Gestir geta tekið með sér svefnpoka og dýnu.
Yfir nóttina mun hópurinn skapa saman draumkenndan
heim þar sem allt getur gerst. Mynd Tjarnarbíó
tjarnarbíó Sofið og Spunnið aðfararnótt laugardagS
Síðan er
hægt að
hafa það
kósý og
sofa eða
fylgjast
með ...
159kr.stk.
Pepsi, 2 lítrar
Hámark
12 x 2 lítrar
á mann meðan
birgðir endast!
– fyrst og fre
mst
ódýr!
Leitið upplýsinga á auglýsingadeild
Fréttatímans í síma 531 3310 eða á
auglysingar@frettatiminn.is
Fréttatímanum
er dreift á heimili á
höfuðborgarsvæðinu
og Akureyri auk
lausadreifingar um land allt.
Dreifing með
Fréttatímanum á
bæklingum og fylgiblöðum
er hagkvæmur kostur.
Ert þú að huga
að dreifingu?
Leitið upplýsinga á auglýsingadeild
Fréttatímans í síma 531 3310 eða á
auglysingar@frettatimi n.is
Fréttatímanum
er dreift á heimili á
höfuðborgarsvæðinu
og Akureyri auk
lausadreifingar um land allt.
Dreifing með
Fréttatímanum á
bækli um og fylgiblöðum
er hagkvæmur kostur.
Ert þú að huga
að dreifingu?
56 menning Helgin 25.-27. júlí 2014