Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.07.2014, Síða 58

Fréttatíminn - 25.07.2014, Síða 58
Komdu með bílinn í skoðun hjá Aðalskoðun frá 15. til 30. júlí og þú gætir unnið sólarlandaferð með fjölskyldunni. ert þú á leið í sólina í boði aðalskoðunar? Opið kl. 8 – 17 virka dagawww.adal.is  tónlist lokatónleikar sumarsins í listasafni sigurjóns Öndvegisverk tveggja sovéskra tónskálda Einstakt tækifæri gefst til að hlýða á öndvegisverk tveggja stærstu tónskálda Sovétríkjanna í Listasafni Sigurjóns næsta þriðju- dagskvöld, 29. júlí. Strokkvartettinn Siggi flytur Strengjakvartetta númer 1 ópus 50 eftir Sergei Prokofiev og númer 8 ópus 110 eftir Dmitri Shostakovich. Kvartettinn skipa strengjaleikarar úr Sinfóníuhljóm- sveit Íslands, fiðluleikararnir Una Sveinbjarnardóttir og Helga Þóra Björgvinsdóttir, Þórunn Ósk Mar- inósdóttir víóluleikari og Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari. Með þessum tónum lýkur 26. starfsári sumartónleika LSÓ, að því er fram kemur í tilkynningu safnsins. Una hefur leikið fiðlukonserta Shostakovich, nr. 1, og Beethovens með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Einnig hefur hún frumflutt á Íslandi fiðlukonserta Philip Glass, Kurt Weill, Atla Heimis Sveinssonar, Páls Ragnars Pálssonar, Högna Egils- sonar og Sveins Lúðvíks Björnssonar með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún fæst einnig við tónsmíðar og hefur unnið með Jóhanni Jóhannssyni og Bedroom Community. Una er konsertmeistari Kammersveitar Reykjavíkur og hefur verið gestakonsertmeistari Klassische Philharmonie Bonn, Trondheim Symfoniorkester og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hún kennir fiðluleik og kammertónlist við Tónlistarskólann í Reykjavík og Nýja tónlistarskólann. Helga Þóra hefur oft leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins og með strengjasveitinni Skark. Hún hefur verið meðlimur kammer- sveitarinnar Ísafoldar frá upphafi, er meðlimur Elektra Ensemble og strokkvartettsins Siggi og leikur reglulega með Kammersveit Reykjavíkur og Ensemble Adapter í Berlín. Þórunn Ósk starfar sem leiðandi víóluleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands og kennir á víólu við Tón- listarskólann í Reykjavík og Listahá- skóla Íslands. Sigurður Bjarki hefur komið fram á tónleikum á Íslandi, Bretlandi, Japan, Bandaríkjunum og Kanada, með ýmsum tónlistarhópum í Skandinavíu, Bretlandi og Bandaríkj- unum, þar á meðal í Carnegie Hall og Lincoln Center. Sigurður Bjarki hefur starfað með í Sinfóníuhljóm- sveit Íslands síðan 2002. Strokkvartettinn Siggi varð til á tónlistarhátíðinni Ung Nordisk Musik 2012. Kvartettinn kom fram í röðinni Klassík í Salnum síðast- liðinn vetur, þar sem þau frumfluttu meðal annars strengjakvartett eftir Hauk Tómasson og í tónleikaröðinni Töframáttur tónlistar árið 2014. -jh B örnin skipa heiðurssess í Viðey næstkomandi sunnudag, 27. júlí þegar Reykjavíkurborg heldur Barna- daginn hátíðlegan í eyjunni. „Þá bjóðum við yngstu meðlimi fjöl- skyldunnar sérstaklega velkomna og gerum það sem börnum þykir skemmtilegast – við leikum okkur allan liðlangan daginn! Fullorðnir í fylgd með börnum eru auðvitað hjartanlega velkomnir líka,“ segir í tilkynningu borgarinnar. „Í júlílok skartar eyjan sínu feg- ursta og verður enn fallegri þegar litlir krakkar í litríkum fötum hlaupa um og leika sér. Við mun- um bjóða upp á allskonar skemmti- legt og það munu örugglega allir Sigurður Bjarki Gunn- arsson sellóleikari, Una Sveinbjarnar- dóttir fiðluleikari, Helga Þóra Björg- vinsdóttir fiðlu- leikari og Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleilari. Mynd/ Listasafn Sigurjóns  fjölskylduskemmtun yngsta kynslóðin í fyrirrúmi á sunnudaginn Barna- dagurinn haldinn hátíðleg- ur í Viðey Barnadagurinn verður í Viðey á sunnu- daginn. Þá skipar yngsta kynslóðin heiðurssess. finna eitthvað við sitt hæfi. Svo er auðvitað alveg yndislegt að njóta þess einfaldlega að vera úti í nátt- úrunni og skoða sig um. Þessi dagur hefur alltaf slegið í gegn hjá krökkunum og í ár verður örugg- lega engin breyting á því,“ segir enn fremur. Siglt er frá Skarfabakka klukkan 12.15. Ferjutollur er 1100 krónur fyrir fullorðna, 550 krónur fyrir 7–15 ára og ókeypis fyrir 6 ára og yngri. Eldri borgarar greiða 900 krónur í ferjuna. Handhafar Gestakortsins sigla frítt og hand- hafar Menningarkortsins fá 10% afslátt af bæði ferjusiglingu og veitingum. jonas@frettatiminn.is Viðey verður enn fallegri þegar litlir krakkar í litríkum fötum hlaupa um og leika sér. Myndir Reykjavíkurborg Dagskrá Barna- dagsins í Viðey 12.15–16.00 Hægt verður að kaupa grillaðar pylsur af kokkunum í Við- eyjarstofu. Ís í boði hússins! 12.15–14.45 Forvitnar og skrítnar furðuverur verða á vappi. 12.30–14.30 Skátarnir Landnemar fara í allskonar leiki með krökkunum. 12.30-14.30 Andlitsmálning. 12.30–13.30 Fjölskyldujóga með Arnbjörgu Kristínu Konráðsdóttur jógakennara. 12.30–15.00 Fjörufjör með Addý frá “Allt er hægt” náttúruupplifun. Takið með háfa, net, skóflu og, fötur í fjöruna. Einnig verður hægt að senda flöskuskeyti. 15.00–15.30 Fjörug barnamessa í Viðeyjarkirkju. 15.30–16.00 Lalli töframaður sýnir töfrabrögð og fær hjálparkokka af grasbalanum. 58 menning Helgin 25.-27. júlí 2014

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.