Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.07.2014, Side 60

Fréttatíminn - 25.07.2014, Side 60
 Í takt við tÍmann hlynur hallgrÍmsson, söngvari Eglu og 1860 Gæti ekki farið í gegnum lífið án Leví s 501 og Pepsi Max Hlynur Hallgrímsson er 29 ára og starfar sem tónlistarmaður. Hann er meðlimur í hljómsveitunum 1860 og EGLA sem var að gefa út plötuna Þyrnirós núna á dögunum. Síðastliðin 6 ár hefur hann starfað sem við dagskrárgerð og útsendingarstjórn á Bylgjunni en stendur á tímamótum. Í haust ætlar hann að segja skilið við útvarpið og skella sér í meistaranám í stjórnmálahagfræði á Bifröst. Staðalbúnaður Ég hafði svosem ekki pælt í því fyrr en að mér var bent á það um daginn, en ég geng nær eingöngu í svörtum Levi’s 501 gallabuxum. Á þrenn pör sem ég bara rótera. Þess fyrir utan er ég alltaf með armbandsúr á vinstri og á þeirri hægri er ég með Datoga trúlofunararmband, sem ég og hún Una, unnusta mín, fengum okkur í Tanzaníu. Ef ég er ekki með bæði, þá fer eiginlega „innri balans- inn“ hjá mér í algjört rugl og ég verð ómögulegur. Síðan er aldrei langt í Pepsi Max dósina hjá mér. Þegar ég pæli í því, þá hugsa ég að ég myndi örugglega fúnkera alveg bærilega buxnalaus og án úrs og armbands ef ég fengi bara nóg af Pepsi Max. Hugbúnaður Oftast er dægrastyttingin að glamra, annað hvort á mandólínið eða á píanó. Þess utan eyði ég tíma í sjónvarpsgláp og kúr með kæró. Rick and Morty er t.d. stórkostlegt sjónvarpsefni en það er hinsvegar Game of Thrones sem er í sérstöku uppáhaldi. Er einmitt að ljúka við fimmtu bókina í A Song of Ice and Fire. Það er möguleiki á að ég gangi í hafið þegar ég klára hana og verð ekki með neitt Game of Thrones í lífi mínu, hvorki sjónvarpsþætti né bækur. Vélbúnaður Er með iPhone 4, sem stendur enn sína plikt. Það smáforrit sem ég nota langmest er Spotify, þvílíkur tryllingur sem það er að vera með nær alla heimsins tónlist í vasanum. Langar þig til að hlusta á General MD Shirinda & the Gaza Sisters, nú eða bara Vieux Farka Touré? Ekki málið, þetta er allt þarna inni! Síðan er Loopy appið líka snilld ef mann langar til að fíflast á meðan maður bíður eftir strætó. Heima fyrir er það Macbook Pro sem hefur reynst mér gríðarlega vel, bæði í hljóðvinnslu sem og í freelance umbrotsvinnu sem ég hef tekið að mér í gegnum tíðina. Fann það að vísu núna á dög- unum þegar ég vann að nýju plötu- umslagi fyrir Stórsveit Reykjavíkur að þessi elska var nú ekki alveg jafn lipur og maður hefði viljað, þannig að líklegast er stutt í uppfærslu. Aukabúnaður Ég er að taka tímabil þar sem ég er allt, allt of oft að fá mér núðlur á vaði frá Núðluskálinni. Núðlur á vaði og Pepsi Max... ég kemst bara í gott skap við að segja þetta upp- hátt. Ég er búinn með sumarfríið mitt, sem fór í ferðalag um megin- land Tanzaníu og Zanzibar með fjöl- skyldu minni og unnustu, þannig restin af sumrinu fer bara í að klára þessar síðustu vaktir á Bylgjunni. Við í 1860 erum að fara að spila eitt- hvað smá, og erum jafnframt að fara að taka upp myndband fyrir nýtt lag. Síðan þarf EGLA að kynna sig almennilega. Það er soldið sér- stakt fyrirkomulag í gangi, í raun tvær birtingarmyndir af hljóm- sveitinni – gamla EGLA og nýja EGLA. Upprunaleg mynd EGLU er einmitt að spila á Frönskum dögum á Fáskrúðsfirði um helgina og flytja þá gamla efnið. En svo þegar sveitin kemur til baka í bæinn þá fæ ég að vera memm aftur og þá verður efnið af nýju plötunni flutt. Það verður líka brjálað mikið að gera hjá kæró, Unu Stef. Það eru margir tónleikar á næstunni hjá henni. Það læðist að mér sá grunur að ég verði eitthvað að spila undir hjá henni. Þannig að það verður spilamennskufjör það sem eftir lifir sumars. Eftir þau herlegheit þarf maður bara að ydda blýanta, skoða námsskrá og preppa sig andlega fyrir það að setjast aftur á skólabekk. H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Lj ós m yn d/ Te it ur F áar konur taka þátt í gerð þeirra fjögurra kvikmynda sem teknar verða á Íslandi í sumar og haust með styrkjum frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Formaður félagsins Konur í kvikmyndum og sjónvarpi segir það þjóðfélagsmein að konur geti ekki speglað sig í íslenskum kvikmyndum, að því er fram kom í viðtali við Ríkisútvarpið. „Ég veit til þess að núna í ár sóttu fjórar af okkar efnilegustu kvikmyndagerðarkonum um handrits- styrk til þess að gera kvikmynd í fullri lengd. Þær fengu jákvætt svar frá ráðgjafa en peningarnir voru búnir í sjóðnum, þannig að þær fengu ekki styrk. Á sama tíma er verið að gera fjórar bíómyndir í sumar, sem er leikstýrt af körlum með karla í öllum aðalhlutverkum,“ segir Dögg Mósesdótt- ir, formaður félagsins Konur í kvikmyndum og sjónvarpi, að því er fram kemur í viðtalinu. Aðeins þrjár konur eru á meðal 21 handritshöf- undar, leikstjóra, framleiðanda og aðalleikara þeirra fjögurra kvikmynda sem teknar verða víðs vegar um Ísland í sumar. Bíómyndirnar fjalla allar að miklu leyti um samskipti karla. „Ísland er það eina af Norðurlöndunum þar sem nær öll framleiðsla kvikmynda er ríkisstyrkt. Þrátt fyrir það gengur konum illa að komast að við fram- leiðslu kvikmyndar í fullri lengd. Dögg telur að jafnvel ætti að eyrnamerkja hluta Kvikmyndasjóðs verkefnum eftir konum. Dæmin sanni að enginn skortur sé á sögum eftir þær. Kalla verði eftir þeim með skipulegum hætti, líkt og hafi gefist vel annars staðar á Norðurlöndunum,” segir enn fremur í RÚV viðtalinu. „Þetta er svo mikið þjóðfélagsmein, að konur sjáist ekki og geti ekki speglað sig í íslenskum kvikmynd- um. Þetta er bara alvarlegt mál. Það þarf að gera eitt- hvað róttækt í þessu því þetta breytist ekki af sjálfu sér,“ segir Dögg Mósesdóttir í viðtalinu við Ríkisút- varpið.  kvikmyndir styrkir kvikmyndasjóðs Kvikmyndagerðarkonur hafðar út undan Kvikmyndin Hrútar í leik- stjórn Gríms Hákonarsonar er ein hina fjögurra nýju mynda. Hún er í leik- stjórn Gríms Hákonarsonar og verður tekin upp á Mýri og Bólstað í Bárðardal í haust. Mynd 641.is 60 dægurmál Helgin 25.-27. júlí 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.