Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.07.2014, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 25.07.2014, Blaðsíða 62
Geimfílingur á smástirni Breiðskífan Smástirni frá Klassart hefur fengið lofsamlegar viðtökur. Sveitina skipa þrjú systkini, feðgar og frændur. Trommuleikarinn er ekki tengdur þeim blóðböndum en þó hluti af fjölskyldunni. H ljómsveitin Klassart gaf á dög-unum út breiðskífuna Smástirni sem hefur fengið góðar viðtökur og hefur lagið Flugmiði aðra leið setið ofarlega á vinsældalista Rásar tvö. Þá gaf Andrea Jónsdóttir breiðskífunni hæstu mögulegu einkunn í Popplandi á dögunum. Smástirni er þriðja breiðskífa Klassart og að sögn Fríðu Dísar Guðmundsdóttur er tónlistin þar svolítið öðruvísi en áður hjá þeim. „Við teljum hraðar í og vinnum með sinta þannig að það er smá geimfílingur. Undir niðri er samt þessi melankolía sem hefur fylgt okkur. Það má segja að þetta sé gamaldags tónlist í nýjum búningi.“ Segja má að Klassart sé sannkallað fjöl- skylduband því að hana skipa auk Fríðu Dísar tvö systkini hennar; þau Smári Guð- mundsson, eða Smári klári, eins og hann er kallaður og Særún Lea, yngri systir þeirra sem syngur bakraddir. Þau systkinin eru úr Sandgerði. Upptökustjóri plötunnar var Keflvíkingurinn Björgvin Ívar Baldursson en faðir hans, Baldur Þórir Guðmundsson, leikur einnig með Klassart. Frændi þeirra feðga, Gunnar Skjöldur Baldursson, spilar einnig með hljómsveitinni. „Trommarinn, Þorvaldur Ingveldarson, er úr Reykjavík og hann er ekki skyldur neinu okkar en er samt eins og einn af okkur í fjölskyldunni,“ segir Fríða Dís. Hljóðmaðurinn, Ástþór Sindri Baldursson, fylgir Klassart í hvert mál en hann bróðir Björgvins Ívars og sonur Baldurs. Eftir útgáfuna hefur Klassart spilað á tónleikum víða um land og fylgt plötunni eftir. Útgáfutónleikar voru haldnir í Sand- gerði og í Kaldalónssal í Hörpu. Þá voru þau Örn Eldjárn gítarleikari og Soffía Björg söngkona úr Brother Grass með í för. Næst á dagskránni eru svo tónleikar á tónlist- arhátíðinni Gærunni á Sauðárkróki um miðjan ágúst. Fríða Dís segir þó aldrei að vita nema þau telji í tónleika áður. Auk þess að lifa og hrærast í tónlist stundar Fríða Dís nám í listfræði við Há- skóla Íslands og stefnir að útskrift næsta vor. „Þá verð ég vonandi búin að leggja þann grunn að tónlistarferlinum sem mig langar. Svo er bara að stökkva. Þetta er það sem ég ætla að leggja fyrir mig svo það er aldrei að vita hvað gerist.“ Breiðskífan kom bæði út á geisladiski og vínyl og er þetta í fyrsta sinn sem Klass- art gefur út á vínyl. „Við erum að reyna að koma til móts við alla okkar aðdáendur. Það er misjafnt hvernig fólk vill hlusta á sína tónlist.“ Plötuna er hægt að nálgast á vefnum tonlist.is og á Spotify. Nánari upp- lýsingar um Klassart má nálgast á Facebo- ok-síðunni Klassart. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Það er misjafnt hvernig fólk vill hlusta á sína tónlist. 62 dægurmál Helgin 25.-27. júlí 2014  tónlist Fjölskylduband Fær góðar viðtökur Klassart gaf á dögunum út breiðskífuna Smástirni bæði á geisladiski og vínyl. Myndin er tekin á tónleikum á Rósenberg á dög- unum. Ljósmynd/Þorsteinn Surmeli Fríða Dís söngkona Klassart stundar nám í list- fræði við HÍ og ætlar að gefa sig alla að tónlistar- ferlinum að lokinni útskrift næsta vor. Ljósmynd/ Þorsteinn Surmeli Ora grillsósur fást í næstu verslun! Lúxus Bernaisesósa  tónlist HaFdís Huld kynnir Þriðju sólóplötuna Í tónleikaferð um landið með fjölskylduna É g hef haldið mörg hundruð tónleika erlendis en mjög fáa hér á Íslandi svo það var alveg komin tími á það,“ segir Hafdís Huld sem gaf út sína þriðju sólóplötu nú í vor, „Home“. Hafdís hélt út- gáfutónleika á Álafosskaffi í Mosfellsbæ í vor, en hún er nýflutt í Mosfellsdal. „Nú er ég nýflutt heim til Íslands með manninum mínum sem er breskur og tveggja ára dóttur okkar. Mig langaði til að ferðast með þau um land- ið svo ég ákvað að fara bara í tónleikaferð. Amma dóttur minnar kemur með okkur og ætlar að passa hana á meðan við spilum. Ég er búin að stefna svo lengi á að gera þetta en aldrei haft tíma til þess fyrr en núna,“ segir Hafdís en nýja platan fjallar um upplifun hennar af því að flytja heim. „Hún er öll tekin upp heima í bleika húsinu okkar í Mosfellsdalnum og þemað á henni tengist mínu um- hverfi. Platan er frekar jarð- bundin og þess vegna ákvað ég að tala við Ferðaþjónustu bænda og er að skipuleggja ferðina í samstarfi við þá. Þetta verða 10 tónleikar og svo gistum við í bændagist- ingu nálægt hverjum stað,“ segir Hafdís sem getur ekki beðið eftir að sýna fjölsyld- unni landið. „Útgefendum mínum í Bretlandi og Bandaríkjun- um leist nú ekkert sérstak- lega vel á það að ég ætlaði að vera í allt sumar á Íslandi svo ég lofaði að nýta ferðina í að taka líka upp óraf- mögnuð vídeó af fallegum stöðum á landinu,“ segir Hafdís stefnir á tónleikaferð um Bandaríkin og Bretland í vetur. Tónleikaferðin stendur yfir frá 17. júlí til 2. ágúst og hægt er að sjá tónleikastað- ina á vefsíðu Hafdísar: www. hafdíshuld.com -hh Hafdís Huld er nýflutt til Ís- lands og hefur komið sér vel fyrir í bleiku húsi í Mosfells- dalnum. „Look around you“ Sýning Önnu Hrundar Más- dóttur og Helga Más Krist- inssonar verður opnuð í Kunstschlager á morgun, laugardaginn 26. júlí. Heiti sýningarinnar er „Look around you en hún er samtal milli listamannanna en leiðir þeirra liggja saman í litapælingum, fundnum hlutum og hversdags- leikanum. Verkin á sýningunni eru öll ný og sérstaklega sniðin Glænýtt íslenskt tónverk verður frumflutt í Skálholti um helgina. Verkið er eftir staðartónskáld sumarsins, Pál Ragnar Pálsson, en hann samdi það sérstak- lega fyrir Sumartónleika, við texta úr Ljóðaljóðunum. Hljómeyki mun flytja verkið en einnig verða flutt fleiri verk eftir Pál Ragnar. Ein- söngvarar á tónleikunum eru Hafsteinn Þórólfsson baritón og hin eistneska sópransöngkona Yiu Hirv. Páll Ragnar lærði tón- smíðar í Listaháskóla Ís- lands en hélt svo til Tallin í framhaldsnám. Sumartón- leikarnir standa yfir í fjórar vikur á hverju sumri og það er hefð fyrir því að kórinn Hljómeyki komi þar fram, Það er líka hefð fyrir því að pantað sé eitt verk af staðarskáldi hvert sumar sem er svo flutt á tónleikum hér,“ segir Páll sem ákvað að semja 20 mínútna verk við Ljóðaljóðin. Tónleikar Hljómeykis og Páls Ragnars verða fluttir á laugardag- inn 26. júlí klukkan 15 og sunnudaginn 27. júlí klukkan 15.  skálHolt glænýtt íslenskt tónverk Tuttugu mínútna verk við Ljóðaljóðin fyrir Kunstschlager. Anna Hrund starfar sem mynd- listarmaður en hefur einnig bakgrunn í stærðfræði og stefnir á framhaldsnám í Los Angeles. Helgi Már starfar líka sem myndlistarmaður en auk þess er hann sýningarstjóri í Listasafni Íslands. Verk hans einkenn- ast af tengingum í listasöguna og hversdagsleikann. Djass á Jómfrúnni Veitingahúsið Jómfrúin við Lækjargötu verður með djasstónleika á morgun, laugardaginn 26. júlí klukkan 17. Það er sveif- lukvartett Reynis Sigurðssonar sem mun stíga á stokk þessa helgina en tón- leikarnir eru hluti af sumardjasstónleika- röð Jómfrúrinnar. Í sveiflukvartett Reynis Sigurðssonar víbrafónleikara eru auk hans Haukur Gröndal á klarinett og saxófón, Gunnar Hilm- arsson á gítar og Leifur Gunnarsson á kontrabassa. Þeir munu flytja sígilda sveiflutónlist og tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúartorginu. Páll Ragnar Pálsson, staðartónskáld Sumartónleika í Skálholtskirkju 2014.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.