Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.05.2011, Qupperneq 7

Víkurfréttir - 26.05.2011, Qupperneq 7
Fimmtudagurinn 26. maí 2011 VÍKURFRÉTTIR 7 ›› Listatorg í Sandgerðisbæ: Erum að hætta með Hekluumboð á Suðurnesjum bæði verkstæðisrekstur og söludeild. Við þökkum viðskiptavinum okkar kærlega fyrir viðskiptin og samskiptin á liðnum árum. Á myndinni eru frá vinstri : Hörður Birkisson (hjá Bílar og Hjól Öskjuumboð þjónustuumboð /Kia og Mercedes-Benz), Sigtryggur Steinarsson (K.Steinarsson ehf Söluum- boð Öskju Kia og Mercedes-Benz), Kjartan Steinarsson (K.Steinarsson ehf Söluumboð Öskju /Kia og Mercedes-Benz), Guðbjörg Theodórsdóttir (K.Steinarsson ehf Söluumboð Öskju /Kia og Mercedes-Benz), Sigurgeir H. Ásgeirsson (Æco-Þjónustan Toyota umboð), Jacek K. Karczmarczyk (Hópferðir Sævars Baldurs og Ferðaþjónustu Reykajaness), Á myndina vantar Birnu Björnsdóttur (Icelandair veitingadeild) Fimmtudaginn 26. maí kl. 20:30. Þórir Baldursson, Einar Valur Scheving og Jóel Pálsson. Miðaverð kr.1500.- HR. HAMMOND KAFFI DUUS Undirbúningur stendur yfir hjá félagsmönnum Listatorgs vegna S j ó m a n n a d a g s - helgarinnar en þá verður blásið til heilmikillar veislu ti l heiðurs sjó- mönnum, sjónum og sjávarfangi, á hátíð sem kallast SJÁVARROKK. Gallerý handverksfólks í Listatorgi hefur farið í gegnum andlitslyftingu undanfarið og mun einnig opna eftir breytingar þessa helgi, með fullt af fallegu íslensku handverki. Dagskráin verður mjög fjölbreytt þessa fyrstu helgi í júní en fyrst má nefna opnun listsýningar Fríðu Rögnvaldsdóttur, listakonu úr Reykjanesbæ, laugardaginn 4. júní, í sal Listatorgs. Fræðasetrið í Sandgerði verður með opið upp á gátt þessa helgi en þar má meðal annars finna alls konar furðudýr og smáskrímsli úr sjónum. Á planinu úti við Listatorg verða kör frá Fræða- setrinu með lifandi fiskum og furðu- dýrum úr sjónum. Mjög spennandi sýning fyrir alla ald- urshópa. Veitingahúsið Vit- inn mun afhúpa sjávarréttamat- seðil sinn þessa helgi en í sumar er ráðgert að bjóða þar upp á ljúffenga fisk- og sjávarrétti. Forsmekkurinn að glæsilegu veitingasumri hefst þessa helgi hjá þeim hjónum Bryn- hildi og Stefáni. Vitinn býður gestum einnig upp á girnilegt kaffihlaðborð, bæði laugardag og sunnudag á sann- gjörnu verði þessa helgi. SJÁVARROKK verður sem sagt hátíðarskemmtun fyrir alla lands- menn, frá klukkan 13:00 til 17:00 á Sjómannadagshelgi í Sandgerðisbæ. Mætið snemma og eigið góðan dag í fersku sjávarlofti! Menningarráð Suðurnesja ásamt menningarfulltrúum sveitarfélaga á Suðurnesjum standa fyrir Málþingi um menningu, laugardaginn 28. maí nk. Mál- þingið fer fram í Bíósal Duushúsa og hefst kl. 11. Stefnt er að því að Málþinginu ljúki um kl. 15. Þema Málþingsins er Staðarvit- und/Staðarímynd. Við höfum fengið ti l l iðs við okkur valinkunna fyrirlesara, sem hafa mikla þekk- ingu og reynslu af menningarmálum og menningartengdri ferðaþjónustu. En það eru þeir Einar Falur Ingólfsson, ljósmyndari og blaðamaður, Kjartan Ragnarsson, forstöðu- maður Landnámsseturs Íslands í Borgar- nesi og Jónatan Garðarsson, útvarpsmaður, útgefandi og viðburðarstjórnandi. Auk þess munu 10 listamenn og menningar- forkólfar sem allir vinna á Suðurnesjum í skapandi greinum, verða með stutt inn- legg um framtíðarsýn og tækifæri í atvinnu- sköpun hver á sínu listasviði. Listamenn- irnir eru: Sossa, myndlist, Jóhann Smári Sævarsson, Norðuróp, Marta Eiríksdóttir, Púlsinn, Guðmundur Magnússon, Stein- bogi kvikmyndagerð, Marta Jóhannesdóttir, Hlaðan, Bergur Ingólfsson, GRAL atvinnu- leikhús, Baldur Guðmundsson, Geimsteinn, Ellert Grétarsson, gönguleiðir, ljósmyndir, Hildur Harðardóttir, Gallerí8, Íris Jónsdóttir, Spiral design. Auk þess sem Kristján Pálsson hjá Markaðsstofu Suðurnesja verður með stutt erindi um verkefni sem Markaðsstofan vinnur að m.a. fjölgun ferðamanna á Suður- nesjum. Málþingið er öllum opið og aðgangur er ókeypis. Rjúkandi heitt kaffi á könnunni og samlokur í hádegishléi. Suðurnesjamenn eru hvattir til að mæta og taka virkan þátt í framgangi menningar- og menningarferðaþjónustu á Suðurnesjum, segir í tilkynningu frá Menningarráði. Furðudýr til sýnis! Málþing um menningu í Bíósal Duus-húsa á laugardaginn

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.