Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.05.2011, Qupperneq 21

Víkurfréttir - 26.05.2011, Qupperneq 21
Fimmtudagurinn 26. maí 2011 VÍKURFRÉTTIR 21 Margs er að minnast þegar skrifa á minn- ingargrein um ungan mann sem hrifinn er á brott frá ástríkum foreldrum, systrum, ættingjum og fjöl- mörgum vinum. Albert Karl eða Alli Kalli eins og hann var alltaf kallaður kom í þennan heim mánuði fyrir tímann og gárungarnir sögðu að hann hafi ekki mátt vera að því að vera lengur í móðurkviði. For- eldrar Alla Kalla veittu mér þau forréttindi frá fyrstu tíð að fá að umgangast hann sem minn eigin son. Við göntuðumst oft með það systurnar að börnin okkar væru lánsöm að eiga tvær mömmur, mömmu eitt og mömmu tvö, hvað svo sem börnunum okkar fannst um alla þessa afskiptasemi. Ég fékk að vera mamma Alla Kalla númer tvö og verð ég ævinlega þakklát Möggu systur og Sigga fyrir örlætið. Þegar ég hugsa til Alla Kalla koma margar myndir upp í hugann. Alli Kalli að leiðrétta frænku sína þegar ég benti honum á dýrin í sveitinni með hljóðum dýranna. Alli Kalli að selja brandarann um tjakkinn fyrir fimmtíu krónur á Suðureyri. Alli Kalli á leiðinni í frí til mín til Spánar. Í flug- vélinni sat hann hjá góðri konu, sem hafði tekið að sér að fylgja honum. Hann vildi endilega bjóða henni upp á drykk eins og herra- manni sæmir. Alli Kalli hafði ekki aldur til að kaupa áfengi þannig að konan borgaði fyrir drykkinn. Rétt fyrir lendingu sagði Alli Kalli við k onu n a : „ Þ a ð er svo mikill munur að ferðast með eldri konum, þessar ungu eru svo stressaðar“. Þ e s s i g ó ð a k o n a ljómaði eins og sólin þegar hún skilaði þessum unga frænda í mínar hendur í flughöfninni. Alli Kalli að keppa með Njarðvík – valinn efnilegastur. Alli Kalli í Norður-Karólínu í Bandaríkj- unum með foreldrum sínum og systur þar sem móðir hans var við nám. Þar varð hann strax mjög vinamargur enda einstak- lega hnittinn í tilsvörum. Strax á fyrsta degi í gula skólabílnum ætluðu nokkrir strákar að taka nýja strákinn og láta hann finna fyrir því. Alli Kalli snéri á þá með fyndnum athugasemdum sem verða ekki tíundaðar hér. Alli Kalli með bílskúrssölu fyrir heimferð frá Norður-Karólínu þar sem hann bauð eldri konum að kaupa leikföng og fatnað fyrir barnabörnin með stigvaxandi af- slætti eftir því sem þær keyptu fleiri stykki. Fólkið spurði hver hefði verið í viðskiptanámi móð- irin eða sonurinn. Alli Kalli að spila frumsamin lög með hljóm- sveitinni Gunshy ásamt vinum sínum. Alli Kalli áfram í fótbolta með Njarðvík og síðar með fleiri félögum á Suðurnesjum. Alli Kalli leiðtoginn í vinahópnum og hrókur alls fagnaðar. Alli Kalli með svo sterka réttlætiskennd að á stundum gat hún komið honum í vandræði. Alli Kalli að tala máli þeirra sem urðu undir vegna ein- eltis eða af öðrum orsökum. Í gegnum tíðina höfum við oft rætt um að Alli Kalli væri gömul sál. Hann hafði strax á unga aldri bæði þroska og skilning á mann- legri líðan sem fólk almennt öðl- ast á langri ævi. Fyrir réttu ári síðan fór að bera meira en áður á kvíða sem sótti að þessum góða dreng. Hann bar þessi veikindi ekki utan á sér, var vinamargur, vinsæll og skemmti- legur strákur. Hann fékk góðan stuðning á heimili sínu og reynt var með öllum ráðum að finna heildstæð úrræði við kvíðanum sem honum hentaði og gátu veitt honum frið og ró. Alli Kalli þráði að ná bata og reyndi eins og hann gat til þess. Hann varð bráð- kvaddur í svefni síðdegis sunnu- daginn 15. maí sl. Staðfest er að ásetningur olli ekki dauða hans. Sofðu rótt elsku drengurinn minn og megi góður Guð taka þig í sinn faðm og veita þér ró. Möggu systur minni, Sigga, Siggu minni, Sylvíu og öðrum ætt- ingjum og vinum vottum við Þor- bergur okkar dýpstu samúð. Jónína A. Sanders ÍÞRÓTTA- OG LEIKJASKÓLI KEFLAVÍKUR AÐEINS EITT NÁMSKEIÐ 6. JÚNÍ - 1. JÚLÍ FYRIR BÖRN FÆDD 2001-2005 Gönguferðir, fjársjóðsleit, hjólreiðaferð, sund, leikir, íþróttir og fl. Innritun 31. maí og 1. júní kl.10:00 - 12:00 og kl. 13:00 - 16:00 báða dagana. Innritað er í félagsheimili Keflavíkur Sunnubraut 34 GJALDIÐ 10.000 KRÓNUR. SYSTKINAAFSLÁTTUR 1.000 KRÓNUR Dagskrá afhent við innritun Ath ekki hægt að greiða með greiðslukorti. Elegans Hársnyrtistofan á Nesvöllum - Reykjanesbæ - S. 421 4848 Sumartilboð Nýtt fráTigi Gefum öllum nýja Tigi Color combat sjampóið sem koma í litun+klippingu. tilboðið gildir 26. maí til 3. júní Kort í tækjasal sem gildir frá 1. júní til 31. ágúst á kr.10,000. Innifalið er eitt af eftirfarandi vali: • Leiðsögn ásamt æfingarforriti í tækjasal 40 mínútur • Hálftíma sjúkranudd framkvæmt af sjúkraþjálfara • Skoðun, blóðþrýstingsmæling og sérsniðið æfingarforrit hjá sjúkraþjálfara án leiðsagnar í sal. SUMARTILBOÐ Í TÆKJASAL Endurbætur - tilboð óskast Húsfélagið Hof Suðurgötu 4, 6 og 8 Keflavík óskar eftir tilboðum í eftirfarandi: • Neysluvatnslagnir (4, 6 og 8). • Steypuviðgerðir utanhúss (4, 6 og 8). • Málun á húsi, gluggum, útihurðum og öllu sem telst sameiginlegt utandyra. • Málun á þaki. • Rennufestingar. Tilboð óskast fyrir 1. júní 2011. Fyrir hönd húsfélagsins Hofs, Sigurður Arnbjörnsson, Suðurgötu 6, sími 421-0025/899-5565 Margrét Sanders, Sigurður Guðnason, Sigríður Sigurðardóttir, Sylvía Sigurðardóttir, Guðni Róbertsson, Sigríður Sigurjónsdóttir, Guðni Sigurðsson, Kolbrún Jóna Færseth, og aðrir ættingjar og vinir. Ástkær sonur okkar, bróðir, barnabarn, frændi og vinur, Albert Karl Sigurðsson, Tunguvegi 7, Njarðvík, varð bráðkvaddur á heimili sínu, sunnudaginn 15. maí. Útförin fer fram frá Ytri - Njarðvíkurkirkju föstudaginn 27. maí 2011 kl. 14:00 Margrét Sanders, Sigurður Guðnason, Sigríður Sigurðardóttir, Sylvía Sigurðardóttir, Guðni Róbertsson, Sigríður Sigurjónsdóttir, Guðni Sigu ðsson, Kolbrún Jóna Færseth, og aðrir ættingjar og vinir. Ástkær sonur okkar, bróðir, barnabarn, frændi og vinur, Albert Karl Sigurðsson, Tunguvegi 7, Njarðvík, varð bráðkvaddur á heimili sínu, sunnudaginn 15. maí. Útförin fer fram frá Ytri - Njarðvíkurkirkju föstudaginn 27. maí 2011 kl. 14:00 Lilja Björk Erlingsdóttir, Vignir Þór Gunnarsson, Þórey Jóhanna Óskarsdóttir, Arnar Þór Gunnarsson, Erlingur Þór Gunnarsson, og aðrir aðstandendur. Einlægar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vinsemd og hlýju við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns og besta vinar, föður, tengdaföður, tengdasonar, bróður og mágs, Gunnars Benediktssonar, Fífumóa 18, Njarðvík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Öryggismiðstöðvarinnar, Vikari Sigurjónssyni og starfsfólki Lífsstíls fyrir einstakan stuðning á þessum erfiðu tímum. Þið eruð öll ómetanleg. Albert Karl Sigurðsson - minning Síminn er 421 0000 Opnun Komp- unnar á nýjum stað frestast um nokkra daga Af óviðráðanlegum orsök-um verður nokkura daga töf á því að nytjamarkaðurinn Kompan opni á nýjum stað við Smiðjuvelli 5 í Reykjanesbæ. Stefnt er að því að markaður- inn nái að opna sem fyrst og verður opnun hans auglýst sér- staklega. Fjölsmiðjan á Suðurnesjum er nýlega tekin við rekstri Komp- unar af Rauða krossinum og mun verslunin því flytjast í nýtt húsnæði sem í eina tíð hýsti Húsasmiðjuna. Það hefur tekið aðeins lengri tíma að gera nýja húsnæðið tilbúið og því dregst opnun á nýjum stað um nokkra daga.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.