Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.05.2011, Síða 22

Víkurfréttir - 26.05.2011, Síða 22
22 Fimmtudagurinn 28. apríl 2011VÍKURFRÉTTIR Lyftingadeildin Massi mun halda æfingamót í kraftlyftingum nk. laugardag kl. 09 með vigtun en fyrsta lyfta fer af stað kl. 11. Það eru fáir keppendur, þannig að þetta verður ekki langur tími en skemmtilegt fyrir þá sem vilja kynna sér kraftlyftingar að koma og fylgjast með í lyftingasal Massa í íþróttahúsinu í Keflavík. Á mótinu er verið að prófa dómara og einnig er Massi að prófa rennsli fyrir þátttakendur frá félaginu sem eru að fara að keppa á stóru móti sem fram fer í Noregi í júní. Þar er um að ræða Noregsmót drengja og unglinga á aldrinum 14-18 ára. Á mótinu verða fjórir gestir frá Íslandi og fjórir frá Bretlandi en bresku þátttakendurnir hafa boðað forföll vegna Evrópumóts sem þeir halda á sama tíma. Stefnan er og draumurinn að á næsta ári förum við til Bretlands og að árið 2013 verði samskonar mót haldið hér á landi og það komi þá fjórir gestir frá Noregi og fjórir frá Englandi til þátttöku hér. Strákarnir sem Sturla Ólafsson, þjálfari þeirra, fer með til Noregs eru allir 17 ára og eru sterkustu strákar Massa í þessum aldursflokki. Sturla segir Noregsferðina vera verðlaun til þessara stráka fyrir góðan árangur og ástundun. „Við erum stoltir af þessum strákum og þeir eru búnir að standa sig vel. Við erum búnir að vera að æfa mjög grimmt undanfarnar vikur og það hafa verið gríðarlegar bætingar á þessum stutta tíma. Sjálfstraustið þeirra er líka mikið og það er búið að selja þeim það að þeir geti þetta,“ segir Sturla. - Er þetta í fyrsta skiptið sem farið er út með keppendur í þessum aldursflokki? „Já, ég held að ég geti sagt að þetta sé í fyrsta skiptið sem Íslendingar fara út með svona stóran hóp til keppni í þessari íþrótt í þessum aldursflokki“. - Í hverju verður keppt? „Þett a er u þ ess ar k lass í sku kraftlyftingar, bekkpressa, hnébeygja og réttstöðulyfta. Þessir fjórir drengir keppa sem einstaklingar en einnig sem lið, þar sem samanlagður árangur liðsins keppir við Noreg, þ.e. þá fjóra frá Noregi og fjóra frá Englandi. vf.is 22 Fimmtudaguri n 26. maí VÍKURFRÉTTIR Munum landa Íslandsmeistaratitli innan þriggja ára -segir Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflvíkinga. María Ben Erlingsdóttir semur við Val María Ben Erlingsdóttir hefur samið við nýliða Vals í Iceland Express-deild kvenna í körfuknattleik og mun hún leika með liðinu næsta vetur. María sem lék með Keflvíkingum áður en hún hélt í háskólanám árið 2007 hefur verið fastamaður í Landsliði Íslands frá árinu 2004 og á að baki 30 A-landsleiki. Þegar María lék síðast með Keflvíkingum tímabilið 2006-2007 þá var hún með 17,2 stig og 6,0 fráköst að meðaltali í leik. Guðmundur til liðs við Þór Þorlákshöfn Njarðvíkingurinn Guðmundur Jónsson hefur ákveðið að semja við Þór Þorláks- höfn í Iceland Express-deild karla í körfubolta en Guðmundur var samningslaus eftir nýafstaðið tímabil. Guðmundur sagði í samtali við Víkurfréttir að hann hefði langað að breyta til og ýmislegt hefði spilað inn í þessa ákvörðun sem hann segir hafa verið gríðarlega erfiða. „Þetta var búið að liggja þungt á manni undanfarnar vikur en ég var ekki að leika mitt síðasta tímabil hjá Njarðvík, ég mun koma ferskur inn þar síðar,“ sagði Guðmundur. Hann sagði Benedikt Guðmundsson þjálfara Þórs hafa sannfært hann um að liðið ætlaði sér stóra hluti í Iceland Express- deildinni á næstu leiktíð. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta voru allar líkur á því að í gærkvöldi yrði gengið frá félagaskiptum Sigurðar Þorsteinssonar úr Keflavík og Jóhanns Á. Ólafssonar úr Njarðvík yfir í Grindavík. Lokahóf Njarðvíkur Gamla kempan Páll Kristinsson var um helgina kjörinn besti leikmaður tímabils- ins á lokahófi körfuknattleiksdeildar UMFN. Hjá kvennaliðinu var Ólöf Helga Pálsdóttir valin best. Hjá körlunum var Friðrik Stefánsson svo valinn besti varnarmaður og Ína María Einarsdóttir hjá stúlkunum. Efnilegustu leikmenn UMFN í ár voru svo Ólafur Helgi Jónsson og Árnína Rúnarsdóttir. Þeir Páll Kristinsson og Friðrik Stefánsson voru einnig heiðraðir fyrir starf sitt hjá félaginu, en báðir hafa þeir lagt skóna á hilluna. Lokahóf yngri flokka UMFN Á föstudag fór fram lokahóf hjá yngri flokkum UMFN. Fjölmargir ungir körfu- boltaiðkenndur lögðu leið sína í Íþróttahús Njarðvíkur og mátti Logi Gunnarsson atvinnumaður í Svíþjóð og fyrrum leikmaður Njarðvíkur hafa sig allan við að af- henda bikara til þeirra sem þóttu skara framúr í vetur. Hefð er fyrir því að afhenda Elfarsbikarinn þeim leikmanni félagsins sem þykir hvað efnilegastur og að þessu sinni féll bikarinn Ólafi Helga Jónssyni í skaut. Björn Lúkas Norðurlandameistari annað árið í röð Björn Lúkas Haraldsson úr júdódeild Grindavíkur varð um helgina Norðurlandameistari í -81 kg flokki yngri en 17 ára í júdó en mótið fór fram í Osló í Noregi. Hann vann einnig gull á Norðurlandamótinu í fyrra. Mótið sem haldið var í Osló er það fjölmennasta hingað til með 320 keppendum. Auk Björns voru Guðjón Sveinsson og Reynir Berg Jónsson meðal fulltrúa Grindvíkinga. SPORTMOLAR Fjórir 17 ára kraftakarlar frá Massa til keppni í Noregi - taka þátt í æfingamóti Massa á laugardagsmorgun Reynir Sandgerði leika í 2. deild þetta sumarið. Liðið tapaði ekki leik í Lengjubikarnum þetta árið en liðið sigraði tvo leiki og gerði þrjú jafntefli og óheppni að liðið hafi ekki komist áfram. Liðið hefur misst sterka leikmenn á borð við gamla refinn Sinisa Ke- kic og Hafstein Rúnarsson en þó fengið til baka nokkra uppalda Sandgerðinga. Við heyrðum frá Snorra Má Jónssyni þjálfara og Aroni Reynissyni fyrirliða liðs- ins. Snorri þjálfari segir að stemmingin sé mjög góð í hópnum. „Undirbún- ingstímabilið hefur gengið vel og við erum að verða klárir í mótið. Við erum búnir að æfa fimm sinnum í viku síðan í janúar og spila átta leiki og það hefur gengið vel,“ segir Snorri. Liðið er mikið breytt síðan í fyrra það eru 10 leik- menn farnir frá liðinu síðan í fyrra en fimm nýir leikmenn komnir í þeirra stað. Markmiðið segir Snorri að enda ofar í deildinni en í fyrra, svo einfalt sé það. Aron fyrirliði tekur undir með þjálfaranum og segir stemninguna vera miklu betri heldur en undan- farin ár, það séu komnir margir Sandgerðingar í hópinn sem hafa ekki verið lengi hjá liðinu og það hafi bætt andann mikið. „Æft hefur verið af krafti í vetur og menn ættu nú að vera komnir í gott stand fyrir fyrsta leik,“ segir Aron. Hann segir jafnframt að liðið ætli sér að byrja mótið af krafti og hafa um leið gaman af því sem þeir eru að gera. Í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins hafa Sandgerðingar unnið sigur í báðum, fyrst gegn Hveragerði 2:3 úti og svo á heimavelli sl. laugardag gegn Dalvík/Reyni 6:3. Meðfylgjandi myndir voru teknar í Sandgerði sl. laugardag. Ætlum að enda ofar en í fyrra v Myndir: Davíð Örn Óskarsson og Eyþór Sæmundsson. MAR K? Keflvíkingar töpuðu fyrir ÍBV í Pepsi deildinni í knatt- spyrnu á Nettóvellinum sl. sunnudag 0:2. Grindvíkingar gerðu jafntefli á sama tíma við Víkinga á útivelli. Í leik Keflavíkur og ÍBV vildu heimamenn fá dæmt mark þegar boltinn rúllaði eftir marklínunni og að flestra mati yfir hana. Dómari leiksins var hins vegar ekki á sama máli. Um næstu helgi verður umferð í deildinni en þá mæta Keflvíkingar Fylkismönnum og Grindavík fær heimaleik á móti Þór frá Akureyri. DApuRt í KeFlAvíK Sandgerðingar byrja vel í 2. deildinni í knattspyrnu: Reynismenn fengu 500 þús. kr. ávísun frá Landsbankanum af- henta sem þeir gáfu Hjartavernd.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.