Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.09.2011, Page 4

Víkurfréttir - 01.09.2011, Page 4
4 FIMMTudagurInn 1. sepTeMber 2011 • VÍKURFRÉTTIR Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýs- ingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa: Leiðari Víkurfrétta PÁLL KETILSSON, RITSTJÓRI Ljósanótt í Reykja-n e s b æ h ef u r í rúman áratug sam- einað íbúa svæðisins og nú er svo komið að það sé jafnvel talað um fyrir og eftir Ljósanótt. Hundruð bæjarbúa taka þátt í hvers kyns sýning- um og uppákomum í fjóra daga og gestirnir þessa fjóra daga skipta tugum þúsunda. Það er óhætt að segja að Ljósa- nótt sé hápunktur menningar og lista og afrakstur starfs þessa fólks er sýndur á þess- ari árlegu hátíð okkar. Svo mikið er framboðið að erfitt er að sækja alla viðburðina. Þá þarf maður að velja úr dagskránni þá liði sem maður vill alls ekki missa af. Hápunkturinn að venju er glæsilegasta flugeldasýning ársins á laugardagskvöldið á Keflavíkurbjargi. Þá er jafnframt kveikt á ljósum bergsins sem lýsa þetta fallega berg í níu mánuði á ári. Á meðan listafólkið okkar nýtur góðs af ásamt auðvit- að fjölmörgum öðrum þá hafa íþróttadeildir bæjarins ekki nýtt sér nógu vel þessa stóru árlegu heimsóknir fólks til bæjarins. Í miðbænum hafa verið fyrirferðamiklir aðilar utan bæjarins að selja mat og fleira. Af hverju er ekki hægt að fá íþróttafélögin meira til að koma inn í þetta þannig að þau geti notið góðs af því fjárhagslega þegar þessi mikli fjöldi kemur til bæjarins. Manni svíður það að sjá ut- anaðkomandi aðila selja syk- urfrauð (kandífloss) í löngum bunum og fara héðan með fulla poka af peningum. Af hverju eru íþrótta- félögin ekki að gera það? Nógu erfitt er að fá styrki til íþróttastarfs í dag. Er ekki málið að íþróttahreyfingin setjist niður með forráðamönnum Reykjanesbæjar og skoði þessa hluti betur. Víða á bæjarhátíðum eru ein- ungis heimamenn með sölu á svona hlutum. Gleðilega Ljósanótt! Sterkt sameiningartákn vf.is Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 8. september. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is LAUS STÖRF HJÁ KAFFITÁRI Katár leitar að áhugasömum og lífsglöðum kaunnendum til starfa á kahús okkar á Stapabraut og í Flugstöðinni. Starfsmenn munu fá ómetanlega starfsþjálfun og kennslu í fagi kabarþjónsins. Sambærileg starfsreynsla er æskileg en ekki skilyrði. Störf í boði: • Hlutastarf á kaffihúsi Kaffitárs Stapabraut. • Hlutastörf og afleysingar á kaffihúsum Kaffitárs í Flugstöðinni. Umsóknum má skila með tölvpósti á lilja@katar.is eða á kahúsið Stapabraut 7. Nánari upplýsingar veitir rekstrarstjóri kahúsa Lilja Pétursdóttir í síma 696-8805. Umsóknarfrestur til 9. september. Skötumessan sem haldin er í Garðinum í júlí ár hvert er að festa sig í sessi sem stór og mikil fjáröflunarhátíð þar sem góð og þörf málefni fá veglegan stuðning. Í ár söfnuðust 850.000 krónur. Styrkina fá þeir sem með einum eða öðrum hætti sinna störfum fyrir sjúka og fatlaða eða eru fatl- aðir á einhvern hátt. Styrkirnir voru veittir við hátíðlega athöfn á Bessastöðum sl. þriðjudag og kom það í hlut Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, að afhenda styrkina. Þeir sem fengu styrk að þessu sinni voru m.a. Íþróttafélagið NES, Á allra vörum, Jón Margeir Sverrisson sundmaður í Kópavogi, Hallfríður Reynisdóttir og sjálfboðaliðar á Garðvangi. Öllum þeim er tóku þátt í Skötu- messunni í Garði og borðuðu til góðs er þakkað fyrir stuðninginn, hvort heldur var í framlögðu hrá- efni, framlagi í skemmtidagskrá og ekki síður vinnu og hvatningu með margskonar stuðningi við verk- efnið. Verðlaunahafi fyrstu viku í Facebook hlutanum á borg- arleik Icelandair er Sigríður Guð- brandsdóttir í Reykjanesbæ. Sigríði tókst að safna flestum á Facebook sem smelltu á „Like“ við söguna um uppáhaldsborgina hennar, New York. Sigríður er nemandi í 10. bekk í Holtaskóla í Reykjanesbæ og Ice- landair brá á leik með skólastjór- anum hennar í Holtaskóla, Jóhanni Geirdal. Rétt eftir hádegi á föstudegi var Sigríður boðuð fyrirvaralaust úr skólastofunni inn á skrifstofu til skólastjórans. „Ég hef aldrei verið kölluð til skóla- stjórans og ég mætti þangað með dúndrandi hjartslátt. Jóhann skóla- stjóri var mjög alvarlegur í fyrstu, en svo fór hann að skellihlæja og sagði mér að ég hefði unnið ferðavinning hjá Icelandair. Ég skildi hann ekki einu strax því ég var svo stressuð. Fyrst áttaði ég mig á því að ég hefði ekki gert neitt af mér og svo skildi ég loksins að ég hefði unnið í borg- arleiknum hjá Icelandair.“ Á myndinni er Sigríður með hrekkjóttum skólastjóranum, Jó- hanni Geirdal eftir að hann færði henni gleðitíðindin. Ekki laust að hún sé enn að átta sig á hlutunum. Styrkir frá Skötumessu afhentir á Bessastöðum Kölluð til skólastjóra ›› Vinningshafi í borgarleik Icelandair: 24 tíma vaktsími fréttadeildar Víkurfrétta er 898 2222

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.