Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.09.2011, Side 14

Víkurfréttir - 01.09.2011, Side 14
14 FIMMTudagurInn 1. sepTeMber 2011 • VÍKURFRÉTTIR Hátíðartónleikar sunndudaginn 4. september kl. 16:00 og 20:00 í Andrews Theater, Ásbrú. og í Nettó á föstudag frá kl. 14:00. Miðasala í fullum gangi á óhanna Margrét Snorradótt- ir er nýlega orðin 16 ára og er rétt að hefja göngu sína í fram- haldsskóla. Hún er einn af efni- legri knöpum landsins þótt hún vilji kannski ekki sjálf viðurkenna það, en sigrar á Landsmótinu og á Ís- landsmóti ungmenna gefa svo til kynna. Blaðamaður Víkurfrétta hitti Jóhönnu Mar- gréti í vikunni og forvitnaðist um hesta- mennskuna. Einn efnilegasti knapi landsins ›› Jóhanna Margrét Snorradóttir í Hestamannafélaginu Mána: vf.is Texti: Eyþór Sæmundsson Mynd: Úr einkasafni Hvenær fórstu fyrst á bak? „Áður en ég man eftir mér, ábyggilega þegar ég var nánast nýfædd enda er öll mín fjölskylda í hestunum. Ég byrja svo að stunda þetta af einhverri alvöru þegar ég er 6-7 ára.“ Hversu oft æfir þú í viku? „Nánast alla daga vikunnar. Það þarf að sinna hestunum og það er mikil vinna sem liggur í því. Ég fer svo á bak nánast alla daga alveg frá 15 mínútum til rúmlega klukkutíma. Það þarf að þjálfa form á hestinum þannig að hann sé í sem bestu standi. Jóhanna segir enga gangtegund vera í sérstöku upp- áhaldi og það þjálfast allt bara jafnt og þétt og hestarnir eru mis móttækilegir fyrir hverri gangtegund. Þeir eru mis hæfi- leikaríkir hestarnir eins og gengur og gerist.“ Fjölskylda Jóhönnu á eitthvað yfir 10 hesta að hennar sögn og eru með fingurna í ræktun eins og svo margir sem eru í hestunum af einhverju viti en Jóhanna segist geta hugsað sér að fara í þjálfun eða eitthvað tengt hestum þegar hún verður eldri. „Maður hefur allt opið en ég stefni nú á háskólanám. Það er hellingur af fólki hérlendis sem er atvinnumenn í hestamennsku. Það er fólk sem á kannski sveitabæ og sinnir hestamennsku allt árið um kring, bæði í ræktun og þjálfun.“ Jóhönnu hefur gengið ákaflega vel í sumar og sigrað sinn flokk á Landsmótinu og svo sigraði hún í fimmgang á Íslands- móti sem fram fór á Mánagrund í júlí. Einnig sigraði hún á dögunum Suðurlandsmót í bæði fjórgangi og fimmgangi. Jóhanna er sammála því að þetta sé hennar besti árangur á stuttum ferli en að titlarnir á Íslandsmótinu og Landsmótinu eru risastórir en hún etur í raun kappi við hundruði unglinga á aldrinum 14-17 ára alls staðar að af landinu. Ekki er alltaf notast við sama hestinn og hefur Jóhanna landað titlunum tveimur í sumar á sitthvorum hestinum sem hún hefur fengið að láni frá Jóni Olsen. Þegar blaðamaður spyr hvort þessir sigrar hennar í sumar setji hana ekki í flokk með efnilegri knöpum landsins þá vill hún kannski ekki viðurkenna það svo glatt. „Ég hef alla vega verið kosin efnilegasti knapinn hjá Mána undanfarin þrjú ár,“ segir hún hógvær en það er ljóst að Jóhanna er að ljúka sínu langbesta tímabili til þessa. Hestarnir heilluðu Jóhönnu strax í barnæsku þrátt fyrir að það hafi komið smá bakslag snemma á ferlinum. „Ég hætti í stuttan tíma þegar ég var 7 ára en þá hafði ég fallið illa af baki og varð mjög hrædd eftir það. Svo byrjaði ég bara aftur af krafti og hef ekki stoppað síðan.“ Jóhanna segir hestamennskuna vera lúmskt erfiða þótt hún líti ekki út fyrir að vera það. Það sem góður knapi þarf að hafa til brunns að bera er fyrst og fremst traust. „Maður þarf að treysta hestinum og hesturinn þarf að finna fyrir þessu trausti. Ástundun er svo stór hluti af þessu eins og öllu öðru sem þú ætlar þér að ná árangri í, maður hoppar ekkert bara á bak og hlutirnir gerast af sjálfu sér.“ Óneitanlega tengjast knapar hestum sínum miklum tilfinningaböndum. „Árið 2006 átti ég hest sem við seldum út til Finnlands og það var ótrúlega erfitt að segja bless. Þetta er erfiður hluti í hesta- mennskunni,“ segir Jóhanna. Eins og flestir vita hefur íslenski hesturinn fimm gangteg- undir og er eini hesturinn í heiminum sem státar af því. „Sú sem er hvað flóknust og erfiðast að útfæra er skeiðið og það finnst mér skemmtilegt. Ég var eiginlega bara að byrja á því nú í ár og það er algjör heppni að Jón hafi lánað mér hestinn sem færði mér Íslandsmeistaratitilinn.“ Fyrstu árin á baki eru knapar bara á brokki eða á svokölluðu lulli. Þá er maður að venjast hestinum og þjálfa jafnvægið en svo bætast gangteg- undirnar við hægt og bítandi. Hvað er svona skemmtilegt við þetta? „Bara allt. Hvernig maður tengist hestinum, félagslífið og útiveran. Svo þegar vel fer að ganga þá verður þetta ennþá skemmtilegra.“ Jóhanna segir stefnuna alltaf setta á það að bæta sig enn frekar og auðvitað sé það draumur að geta kom- ist í atvinnumennskuna og að keppa á mótum erlendis. Verður þú vör við það að fólk viti almennt lítið um hestaí- þróttir? „Já maður fær oft mikið af spurningum og fólk veit ekki alveg um hvað þetta snýst. Fólki finnst þetta auðvelt en knapar eru alveg jafn miklir íþróttamenn og hverjir aðrir.“ En verður Jóhanna vör við það að hestaíþróttin fái ekki verðskuldaða athygli? Já, en ég er samt ekkert mikið að pæla í því.“ Eins og svo margir íþróttaáhugamenn þá kíkir Jóhanna á síður á netinu sem tengjast hennar íþrótt og mikill tími fer í það að pæla í hestunum. „Við tökum æfingar upp á myndbönd og horfum svo á þær heima í stofu og förum yfir það sem betur mætti fara, þannig að þetta er bara mjög líkt því sem tíðkast í öðrum íþróttagreinum. Ef maður er skipulagður þá gefst tími fyrir félagslífið en Jóhanna vill þó meina að mestur hennar tími fari í eitthvað sem við kemur hestum.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.