Víkurfréttir - 01.09.2011, Page 18
18 FIMMTudagurInn 1. sepTeMber 2011 • VÍKURFRÉTTIR
Björgin – Geðræktarmiðstöð Suðurnesja er orðin mörg-
um kunn en Björgin hóf starfsemi
sína í byrjun árs 2005. Björgin er
úrræði fyrir fólk með geðheilsu-
vanda. Lagt er upp með að fólk
geti sótt Björgina á mismunandi
forsendum og reynt er eftir besta
megni að koma til móts við þann
fjölbreytta hóp sem leitar í Björg-
ina. Að sögn Ragnheiðar Sifjar,
forstöðumanns hefur það sýnt sig
að mikil þörf er á þessari þjónustu
ekki síst nú í því árferði sem er.
Þjónustan hefur byggst hratt upp,
en á þessum rúmu 6 árum sem
liðin eru frá opnun hefur fjöldi
þeirra sem hingað sækir aukist ár
AÐ LIFA LÍFINU
Námskeiðið, Að lifa lífi nu er ætlað ungu fólki á aldrinum 18-25 ára
en það er hluti af verkefninu Energí og trú sem Kefl avíkurkirkja
stendur fyrir.
Markmið þess er að efl a þátt takendur í því að mæta þeim áskorunum sem lífi ð krefst.
Þessar áskoranir eru af ýmsum toga. Sumar tengjast peningum, aðrar heilsu og vellíðan
og enn aðrar snúast um það að vera sjálfur í leiðtogahlutverkinu í eigin lífi .
Leiðbeinendur eiga það sameiginlegt að hafa mikla reynslu á þeim sviðum sem þeir
fj alla um.
Námskeiðið er 100 kennslustundir og stendur frá september ti l desember.
Skráning hefst 20. ágúst hjá Hjördísi í Kefl avíkurkirkju 4204300 eða
á netf angið hjordis@kefl avikurkirkja.is
›› Björgin - Geðræktarmiðstöð Suðurnesja:
frá ári. Það sem er áberandi núna
er að það virðist vera mikil þörf
á úrræði fyrir fólk sem er enn í
vinnu eða námi og þarf stuðning
með til að takast á við lífið. Einnig
hefur leitað til okkar fólk sem hef-
ur misst vinnuna og jafnvel verið
án atvinnu í lengri tíma.
Hugræn atferlismeðferð í Björg-
inni. Til að bregðast við þessari
þörf fór Björgin í vor, í samstarfi við
geðsvið Landspítalans, af stað með
námskeið í hugrænni atferlismeð-
ferð við þunglyndi og kvíða. Nám-
skeiðið er í höndum Huldu Sævars-
dóttur sálfræðings og Ragnheiðar
Sifjar Gunnarsdóttur MS í sálfræði.
Kenndar eru helstu aðferðir hug-
rænnar atferlismeðferðar til að
takast á við vanlíðan. „Í rauninni
hentar þetta námskeið flestu fólki,
jafnvel þó það eigi ekki við mik-
inn vanda að stríða,“ segir Hulda.
Fjölbreyttur hópur fólks á öllum
aldri hefur sótt námskeiðin, bæði
fólk innan og utan vinnumarkaðar
sem og námsmenn. Þátttakendur
áttu það allir sameiginlegt að vilja
styrkja sjálfan sig til að geta betur
tekist á við þau verkefni sem lífið
felur þeim hverju sinni.
Hugræn atferlismeðferð (HAM)
er talin virka vel við ýmsum sál-
rænum vanda. Námskeiðið hefur
verið kennt í nokkur ár á Landspít-
alanum og á heilsugæslustöðvum
og gefið góða raun. HAM byggir
á þeirri hugmyndafræði að hugs-
un og hegðun hafi áhrif á líðan.
Markmiðið er að þátttakendur læri
aðferðir til að breyta líðan sinni
meðal annars með því að endur-
meta óhjálplegar hugsanir sem
valda vanlíðan. Næsta námskeið
hefst 13. september, skráning er
hafin á hulda@bjorgin.is eða í síma
421-6744. Frekari upplýsingar um
starfsemi Bjargarinnar er að finna á
heimasíðunni, www.bjorgin.is.
Það er engin heilsa án geðheilsu
›› FRÉTTIR ‹‹
Nýr vefur Sand-
gerðisbæjar
opnaður
Sigrún Árnadóttir bæj-arstjóri Sandgerðis opn-
aði í síðustu viku endurbætta
heimasíðu Sandgerðisbæjar
og var þeim Selmu og Smára
hjá Tónaflóði/245.is og Guð-
jóni Kristjánssyni þakkað fyrir
vel unnin störf. Vefurinn nú er
allur í notendavænna umhverfi
sem auðveldar starfsmönnum
að halda vefnum uppfærðum.
Allt grunnefni á að vera komið
inn á vefinn og annað efni fer
inn á næstu vikum.
Allar ábendingar eru vel þegnar
og sendist þær á Guðjón á net-
fangið gudjon@sandgerdi.is
Heimasíða Sandgerðisbæjar:
www.sandgerdi.is
Auglýsingadeild í síma 421 0001
Fréttadeild í síma 421 0002
Afgreiðsla í síma 421 0000
vf.is • m.vf.is • kylfingur.is
Víkurfréttir