Víkurfréttir - 01.09.2011, Qupperneq 20
20 FIMMTudagurInn 1. sepTeMber 2011 • VÍKURFRÉTTIR
Ungir vegfarendur
Á Suðurnesjum hafa nú allir grunn-
og framhaldsskólar hafið sitt skóla-
ár og vill lögreglan á Suðurnesjum
koma því á framfæri til íbúa, að
hafa það hugfast að umferð gang-
andi vegfarenda hefur aukist til
muna. Hluti nemenda er að hefja
sína grunnskólagöngu ásamt því að
stíga sín fyrstu skref í umferðinni á
eigin vegum. Mikilvægt er að for-
eldrar leiðbeini börnum sínum um
öruggustu leiðina til skóla og jafn-
vel fylgja barninu fyrstu skiptin.
Ef barni er ekið í skólann er einnig
mikilvægt að gæta fyllsta öryggis
og nota þau stæði og útskot sem í
boði eru við sumar skólastofnanir.
Endurskinsmerki auka
öryggi í umferðinni
Endurskinsmerki eru eitt af þeim
öryggistækjum sem hvert barn
ætti að bera sem og fullorðnir er
skammdegið gengur í garð. Endur-
skinsmerki þurfa að vera vel sýni-
leg, rétt staðsett í hæð ökuljósa og
fjöldi þeirra er í raun aldrei of mik-
ill. Í myrkri sér ökumaður bifreiðar
barn með endurskinsmerki fimm
sinnum fyrr en barn sem ekki ber
endurskinsmerki. Lögregla vill því
brýna fyrir fólki mikilvægi þess að
bera slíkt öryggistæki og sjá til þess
að börn þeirra beri þau einnig.
Útivistartími barna
og ungmenna
Þann 1. september breytist útvist-
artími barna og ungmenna. 12
ára börn og yngri mega vera úti til
20:00 og 13 til 16 ára börn mega
vera úti til 22:00. Útivistarreglur
eru samkvæmt barnaverndarlög-
um og mega börn ekki vera á al-
mannafæri utan ofangreinds tíma
nema í fylgd með fullorðnum. Út
af þessum reglum má bregða ef
börn 13 til 16 ára eru á heimleið frá
viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða
æskulýðssamkomu. Aldursmörk
miðast við fæðingarár.
Lögreglan á Suðurnesjum.
Öryggisnefnd Ljósanætur
Senn líður að Ljósa-
nótt, þeirri 12. í röð-
inni en undanfarnar
vikur hefur öryggis-
nefnd hátíðarinnar
verið að funda og
skipuleggja starf sitt
vegna hátíðarinnar.
Öryggisnefndina skipa fulltrúar
frá lögreglunni á Suðurnesjum,
Brunavörnum Suðurnesja, ýmsum
stofnunum bæjarins svo sem um-
hverfis- og skipulagssviði, þjónustu-
miðstöð, útideild og fjölskyldu- og
félagsþjónustu, Björgunarsveitinni
Suðurnes og Kvennasveitinni Dag-
björgu. Öryggisnefndin vinnur
náið með Ljósanæturnefndinni.
Megin markmið öryggisnefndar-
innar er að tryggja öryggi gesta.
Farið er yfir umferðarskipulag,
lokun gatna, bílastæðamál, lög-
gæslu, sjúkraflutninga og slökkvi-
lið, verkefni björgunarsveitarinnar,
eftirlit á sjó, uppsetning athvarfs,
umsjón með börnum sem hafa
orðið viðskila við forráðamenn
sína og fleira.
Öryggismiðstöð
Hafnargötu 8
Lögregla, sjúkralið, björgunarsveit,
athvarf og kvennasveitin hafa sína
miðstöð á Hafnargötu 8 þar sem
leigubílastöðin er til húsa. Lög-
regla er með sína stjórnstöð þar í
nýrri vettvangsstjórabifreið Lands-
bjargar. Björgunarsveitin er einnig
með sinn fulltrúa í bifreiðinni til
að samhæfa störf björgunarsveit-
armanna. Við vettvangsstjórabif-
reiðina verður staðsett sjúkrabif-
reið frá Brunavörnum Suðurnesja
ásamt því að björgunarsveitin verð-
ur með sjúkraskýli við miðstöðina.
Kvennasveitin Dagbjörg mun sjá
um týnd börn og fleira.
Athvarf
Hafnargata 8 verður síðan vett-
vangur athvarfs á kvöldin þar sem
lögreglumenn munu, ef til þess
kemur, fara með ungmenni sem
eru undir áhrifum áfengis eða eru
úti eftir að útivistartíma lýkur.
Athvarfið er starfrækt í samvinnu
við fjölskyldu- og félagsþjónustu
Reykjanesbæjar, útideildina og
FFGír.
Sýnileg löggæsla
Hátt í 40 lögreglumenn verða á
vakt á laugardagskvöldinu þegar
hæst lætur. Lögreglumenn verða í
fjölmennum gönguhópum á Hafn-
argötu, vel sýnilegir í gulum vest-
um. Lögreglumenn munu stuðla
að því að tryggja öryggi borgarana
með því að taka á þeim sem eru til
vandræða. Lögreglumenn munu
hafa afskipti, ef til þess kemur af
ungmennum sem eru ölvuð eða
með áfengi og þau færð í athvarf-
ið. Lagt verður hald á áfengið og
því eytt. Lögreglan á Suðurnesj-
um mun njóta aðstoðar sérsveit-
ar Ríkislögreglustjóra ásamt því
að umferðardeild lögreglunnar á
höfðuborgarsvæðinu mun leggja
til tvo bifhjólamenn til aðstoðar við
umferðarstjórnun. Lögreglan mun
njóta aðstoðar fjölda björgunar-
sveitarmanna við ýmis gæslustöf í
tengslum við hátíðina.
Fjölskyldan saman
á Ljósanótt
Lögreglan hvetur foreldra til að
fylgja börnum sínum og ungling-
um á Ljósanótt og njóta dagskrár-
innar saman. Það er mikilvægt
að foreldrar hugi að því að börn
og unglingar séu ekki eftirlitslaus
í bænum.
Þakkir.
Lögreglan á Suðurnesjum vill koma
á framfæri þökkum til fulltrúa ör-
yggisnefndarnnar fyrir gott sam-
starf í aðdraganda þessarar hátíðar.
Öryggisnefnd hefur verið starfrækt
frá fyrstu hátíð og er mikilvægur
þáttur í því að tryggja öryggi borg-
arana.
Virðingarfyllst,
Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn í almennri deild.
ZEDRA
Föt fyrir allar konur
Verslunarkjarnanum Fitjum Reykjanesbæ
Ljósanótt
20% afsláttur
1-3 september
Verið velkomin
Sími 568-8585
RAGNAR GUÐLEIFSSON
MEINDÝRAEYÐIR
Sími: 820 7873
Netfang: ragnargu@internet.is
Komdu í
skátana
Skátastarð er að heast.
Skráningar í fullum
gangi ásamt upplýsingum
um fundartíma á heima-
síðu félgasins.
www. skatafelag.is
Skemmtilegt starf fyrir
alla krakka.
Skátafélagið Heiðabúar
HÚSMÆÐRAORLOF
GULLBRINGU- OG KJÓSARSÝSLU
Við viljum vekja athygli á að það eru
nokkur sæti laus í aðventuferð til
Nürnberg í Þýskalandi
2.-5. des. 2011.
Upplýsingar gefa Guðrún í
síma 422 7174 og Ína Jónsdóttir
í síma 421 2876 eftir kl. 17:00.
Vertu í góðu sambandi!
Auglýsingadeild í síma 421 0001 (gunnar@vf.is)
Fréttadeild í síma 421 0002 (hilmar@vf.is)
Ritstjórn og afgreiðsla í síma 421 0000
vf.is • m.vf.is • kylfingur.is
Öryggi á Ljósanótt
›› Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, skrifar:
Í upphafi skólaárs ›› FRÉTTIR ‹‹
Gengu fram
á jólasvein á
Sveifluhálsi
Gönguhópur sem var á ferð um Sveifluháls um
helgina sá sér til mikillar undr-
unar jólasvein sitja uppi á einni
hæðinni.
„Hann horfði á okkur um stund,
tók smá hopp, veifaði og lét sig
svo hverfa á bak við hæðina.
Hvað hann var að gera þarna á
þessum árstíma höfum við ekki
hugmynd um en óneitanlega var
þetta furðuleg sjón. Við urðum
ekki vör við hann eftir þetta,“
sagði einn göngufélaginn í sam-
tali við Víkurfréttir.
Meðal annarra í hópnum var
Helma Gunnarsdóttir sem náði
þessari mynd af sveinka þar sem
hann sat á hæðinni.
Sagt hefur verið að jólasveinarnir
búi í Esjunni en þar hefur aldrei
neinn orðið var við þá. Ástæðan
er einfaldlega sú að þeir eiga ekki
heima þar heldur á Sveifluhálsi
eins og þessi mynd sannar.