Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.09.2011, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 01.09.2011, Blaðsíða 30
30 FIMMTudagurInn 1. sepTeMber 2011 • VÍKURFRÉTTIRvf.is Halla Har á Ljósanótt Sýningin er opin: Fimmtudag 16-20 Föstudag 16-22 Laugardag 13-22 Sunnudag 13-18 Halla Har gler- og myndlistarkona verður með sýningu á Hótel Keili, Hafnargötu 37, á Ljósanótt. Verið velkomin ATVINNA Í Sveitarfélaginu Vogum er starfræktur frístundaskóli fyrir nemendur í 1.-4.bekk. Þar verður nemendum boðið upp á tómstundir ýmiss konar, sem hæfa aldri þeirra og þroska að loknum skóladegi til klukkan 17. Vegna forfalla vantar umsjónarmann með frístundaskólanum. Helstu verkefni og ábyrgð • Skipulagning á faglegu frístundastarfi fyrir 6-9 ára börn. • Leiðbeina börnum í leik og starfi. • Samráð og samvinna við börn og starfsfólk. • Samskipti og samstarf við foreldra og starfsfólk grunnskóla. Hæfniskröfur • Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi. • Áhugi á að vinna með börnum. • Frumkvæði og sjálfstæði. • Færni í samskiptum. Í boði er hlutastarf, 50% -70% Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir Svava Bogadóttir skólastjóri og Jón Ingi Baldvinsson aðstoðarskólastjóri , Stóru-Vogaskóla í síma 440-6250. Umsóknir má senda á skoli@vogar.is FRÍSTUND Fjólan og Elgurinn sýna á Flughóteli Listakonan Fjóla Jóns og ljós-myndarinn Ellert Grétars- son (elg) leiða saman hesta sína á samsýningu á Ljósanótt. Sýn- ingin, sem verður á Flughóteli, verður opnuð fimmtudaginn 1. sepetmber kl. 17:15 og lýkur sunnudaginn 4. sept. kl. 18:00. Fjóla Jóns hefur fengist við mynd- list síðustu tvo áratugina og hefur fengið útrás fyrir sköpunargleði sína í ýmsum miðlum. Fjóla hef- ur haldið fjölmargar sýningar í gegnum árin, bæði einka- og samsýningar. Ljósanótt hefur löngum verið fastur liður í starfi hennar og nú í ár sýnir hún verk sem hún hefur unnið á þessu ári. Þar hefur hún haft að leið- arljósi regluna um að minna sé meira (Less is more), og að ekki sé nauðsynlegt að vera með fjölda lita til að ná fram þeim hughrif- um sem hún stefnir að. Náttúruunnandinn Ellert Grét- arsson hefur undanfarin ár ferðast fótgangandi um fagra Ísland með myndavélina um hálsinn. Margir hafa hrifist af ljósmyndum hans af íslensku landslagi og náttúrusýn- ing hans í Duushúsum á síðustu Ljósanótt vakti mikla athygli. Ell- ert hefur haldið fjölda sýninga hér heima og erlendis og unnið til alþjóðlegra viðurkenninga. Opnunartími: Fimmtudagur 17:15 - 21:00 Föstudagur 10:00 - 21:00 Laugardagur 10:00 - 21:00 Sunnudagur 12:00 - 18:00 Körfuknattleikskonan Anna María Ævarsdóttir hef- ur ákveðið að skipta út grænni treyju Njarðvíkinga og klæðast svart-hvítum búningi KR á næsta tímabili. Anna María sem að upplagi er Keflvíkingur var fyrirliði Njarðvík- urliðsins í fyrra sem öllum að óvör- um fóru alla leið í úrslit í Iceland Express-deild kvenna þar sem Kefl- víkingar höfðu reyndar betur, 3-0. Anna María sem er búsett í Reykja- vík þessa dagana gekk til liðs við Njarðvíkinga árið 2007 skrifaði undir hjá KR í fyrradag. „Ég flutti til Reykjavíkur í byrjun sumars og fékk þar góða vinnu strax eftir útskrift. Ég reiknaði bara dæmið út og það hefði ekki gengið fyrir mig að vinna og búa í Reykjavík og keyra á milli til Njarðvíkur á æfing- ar,“ sagði Anna eftir að Víkurfréttir höfðu samband við hana. Hún bætti því við að henni litist vel á aðstæður hjá KR-ingum. „Ég á góðar vinkonur í KR og þetta er flottur og vel rekinn klúbbur með góðan þjálfara,“ sagði Anna María í samtali við Víkurfréttir en hún leikur með KR-ingum á Ljós- anæturmótinu sem fram fer um helgina. Lið Keflvíkinga fékk heldur bet-ur slæma útreið gegn Selfyss- ingum í 1. deild kvenna í fótbolta í vikunni. Eftir að Keflvíkingar höfðu haft 3-2 sigur á heimavelli sínum í umspili um það hvort liðið léki í úrvalsdeild að ári þá sýndu Selfyssingar hvers þær eru megnugar á sínum heimavelli. Lokatölur urðu 6-1 fyrir Selfossi og sáu Keflavíkurstúlkur aldrei til sólar. Þær leika því aftur í 1. deild að ári. Grindavíkurstúlkur gætu sömu- leiðis leikið í 1. deild næsta sumar en þær eru í næstneðsta sæti Pepsi- deildar kvenna þegar tvær umferð- ir eru eftir. Þær töpuðu síðasta leik sínum 4-0 á heimavelli gegn ÍBV og eiga að spila við nýkrýnda Íslands- meistara Stjörnunnar næst. Stór töp í kvennaboltanum Anna María til liðs við Kr Keflavíkurstúlkur fögn- uðu þegar þær tryggðu sætið í undanúrslitum. AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.