Frjáls verslun - 01.09.2012, Qupperneq 10
10 FRJÁLS VERSLUN 10. 2012
Í stuttu máli
Nú er hægt að senda spurningar sem vakna í
kjölfar frétta til spyr.is í þeim tilgangi að fá svar
frá þeim sem tengjast málefninu.
spyr.is
vilJa efla
málefnalega
umRæðu
GóðvinuR
ClintonS StæRSti
eiGandi EimSkipS
meiRa dót GeRiR enGan
HaminGJuSaman
Eiginkona Englandsbankastjóra:
Það eru 12 konur sem standa á bak við fyrir tækið spyr.is. Áherslurnar hjá fyrir tækinu
eru fyrst og fremst að kalla eftir
nánari upplýsingum í kjölfar
frétta eða umræðu. Það er því
hægt að senda spurningar til
spyr.is, starfsmenn lesa þær
yfir og ef þær þykja málefna
legar eru þær sendar til þeirra
sem tengjast viðkomandi frétt
eða umræðu og þeir beðnir að
svara þeim. Spurningarnar og
svörin birtast síðan á heimasíðu
fyrirtækisins, spyr.is.
„Þetta eru alls kyns fréttir
sem endurspegla flóruna sem
er í umræðunni,“ segir Rakel
Sveinsdóttir framkvæmdastjóri.
„Aðalmálið hjá okkur er að efla
málefnalega umræðu. Fólk
svarar nánast án undantekn
inga,“ segir Rakel og bendir á
að góð upplýsingamiðlun sé
hjá flestum orðin hluti af góðum
stjórnarháttum og að fyrirtæki
og stofnanir séu farin að miðla
upplýsingum til fjölmiðla og
almennings í miklum mæli.
„Fólki finnst þetta horfa öðru vísi
við þegar það veit að við lesum
spurningarnar og sam þykkjum
ekki allt. Þetta eru spurningar
sem hafa upplýsinga gildi.
Með því að svara geta aðilar
líka nýtt tækifærið til að koma
sjónarmiðum sínum betur á fram-
færi. Til viðbótar nýta fyrir tæki
og stofnanir sér síðan raf ræna
miðlun efnis með því að skrá sitt
efni inn sjálfir. Þetta er gert með
aðgangi að greina og fréttakerfi
spyr.is en þjónusta sem þessi
hefur lengi verið þekkt erlendis
þótt hún sé ný af nálinni hér.“
Rakel Sveinsdóttir.
Ronald Burkle.
HLUTI AF FJÖLSKYLDUNNI
Dálæti sumra á Kofareykta hangikjötinu frá Kjarnafæði virðist engum takmörkunum háð.
það er vissulega skemmtilegt að ljúffengt hangikjötið öðlist þann virðingarsess sem hér
má sjá, en auðvitað nýtur það sín betur á matarborðum landsmanna, þar sem það hefur
í áranna rás glatt og satt íslendinga og skapað sannkallaða hátíðar- og jólastemmningu,
enda um sérlega bragðgott hangikjöt að ræða.
Kofareykta hangikjötið frá Kjarnafæði er sérvalið fyrsta flokks lambakjöt með ljúffengu, ríku og hefðbundnu
íslensku reykbragði, verkað og reykt af kjötiðnaðarmeisturum fyrirtækisins.
Eftir glæsilegt útboð og skráningu Eimskips í Kauphöllinni er bandaríski fjárfestingasjóðurinn Yucaipa núna stærsti eigandi Eimskips með 25% hlut en var áður sá næststærsti með
32,3% og kom á eftir gamla Landsbankanum sem var með 37,3%
hlut. Góðvinur Bills Clintons, auðkýfingurinn Ronald Burkle, fer fyrir
fjárfest ingarsjóðnum sem er með hlut sinn í Eimskip í tveimur félögum;
Yucaipa Fund II (15,3%) og Yucaipa Parallel (10,0%). Forbes metur
auð Ronalds Burkles á 3,5 milljarða dollara eða 420 milljarða króna.
Burkle er sagður hafa mikinn áhuga á Eimskip. Lífeyrissjóður versl
unarmanna er annar stærsti hluthafinn með 14,6% og skilanefnd
gamla Landsbankans er með 10,4%
Mark Carney, aðalbankastjóri Seðlabanka Kanada, tekur við
em bætti Englandsbankastjóra
um mitt næsta ár. Skipan hans
vakti verulega athygli – en
skoð anir eiginkonu hans, Díönu
Carney, gera það ekki síður.
Hún hefur lýst alþjóðlegum
fjár málafyrirtækjum sem rotnum
og hvetur fólk til að draga úr
neyslu til að verja náttúruna.
Hún hefur lýst yfir samúð með
Occupy Wall Streethreyfingunni
sem gagnrýnt hefur að eigendur
banka hirði gróðann af bönkun
um en skattborgarar taki á sig
tapið. Á heimasíðu sinni segir
hún að meira dót geri engan
ham ingjusaman.
Díana Carney.