Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2012, Page 16

Frjáls verslun - 01.09.2012, Page 16
16 FRJÁLS VERSLUN 10. 2012 Í stuttu máli 80 þúSund EinStaklingar eiGa ekki kRónu í Banka WalkEr Stolið fyrir Sex milljarða á ári páll ÓSkar Ehf. hagnaSt A lls 175 þúsund ein staklingar eiga innan við fimmtán milljónir í banka, eða að jafnaði 1,5 milljónir hver. 80 þúsund ein staklingar eiga hins vegar enga innistæðu í bönkum. Þetta kemur fram í svari fjár ­ mála ráðherra við fyrirspurn Margrétar Tryggvadóttur þing ­ manns. Ekki kemur fram í svar ­ inu hver hrein eign þeirra sem eiga innistæður í bönkum er há, þ.e. hve þeir hinir sömu skulda mikið. 241 einstaklingur og pör eiga 85 til 155 milljónir í banka. Fimm einstaklingar og eitt par eiga 500 til 600 milljónir hvert um sig. Tvö pör og einn ein­ staklingur eiga 700­800 mill jónir króna. Einhverjir eiga meira en milljarð í banka en það er ekki gefið upp. Þeir eru þó ekki fleiri en fimm. Þ jófnaður í verslun­ um nemur um sex milljörðum króna á ári, samkvæmt samantekt Samtaka verslunar og þjónustu. Morgun- blaðið fjallaði um úttektina og kemur fram hjá Gunnari Inga Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Hagkaupa, að þrátt fyrir hertar ráðstafanir komi það fyrir að fólk „hreinsi úr heilu hill unum“. Þá segir hann að dæmi sé um að fólk hafi keyrt heilu inn kaupa ­ körfurnar út með stol inn varning. Morgunblað ið sagði frá því á dögun um að forstjóri Iceland ­ keðjunnar, Malcolm Walker, stærsti eig andi Iceland­ versl unar keðjunnar í Bretlandi, væri á leið inni á norðurpól­ inn. Malcolm er við skiptafélagi Jó­ hannesar Jónssonar og á um 37% hlut í Iceland­verslun un­ um hérlendis á móti Jóhannesi. Walk er er þekktur ferða garpur og hef ur klifið margan tindinn. Það komst t.d. í fréttirnar í fyrra þeg ar leiðangur hans reyndi við Everest og fór upp í fjórðu búðir. Ferðin á norðurpól­ inn tekur 19 daga og verður til styrktar bresku Alzhei- mer­samtökunum, en Iceland­keðjan úti hefur verið dygg­ ur stuðningusaðili sam takanna. V iðskiptablaðið sagði frá því að hagnaður Páls Óskars ehf. á síðasta ári hefði num ið 9,8 milljónum króna borið saman við 300 þús und króna hagnað árið áður. Eigandi Páls Óskars ehf. er auðvitað enginn annar en Páll Óskar, tónlistarmaður og popp ­ stjarna. Þetta er alvörufyrir tæki. Eigið féð er 10,6 milljónir og haf ði aukist um 8,3 milljónir á milli ára. Um ástæðu hagnaðar ­ ins á síðasta ári sagði Páll við Við skiptablaðið: „Þetta kemur til þar sem showið með Sinfóníu­ hljómsveit Íslands varð mikið hitt á síðasta ári. Svona tækifæri kemur einu sinni á ævinni þann­ ig að þetta ár var einstaklega gott.“ Páll Óskar Hjálmtýsson. Malcolm heldur sig við ís og Iceland, förinni er núna heitið á norðurpólinn. á leiðinni á nOrðurpólinn

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.