Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2012, Síða 26

Frjáls verslun - 01.09.2012, Síða 26
26 FRJÁLS VERSLUN 10. 2012 Í lýðræðisríkjum eru prófkjör afar sjaldan notuð til að velja frambjóðendur á lista stjórn málaflokka. Það er einna helst að slíkt tíðkist í Banda­ ríkjunum en í almennum kosn­ ingum velja kjósendur þó ekki á milli framboðslista heldur á milli einstaklinga. Reyndin er sú að frambjóðendur þar telja sig lítið bundna af stefnu flokkanna sem þeir kenna sig við. Þess í stað móta bandarískir stjórn- málamenn eigin áherslur sem þeir telja líklegar til að tryggja vinsældir og stuðning kjósenda. Á Íslandi snúast prófkjör hins vegar um röðun frambjóðenda á lista enda er stefna stjórnmála­ flokka ákveðin á vettvangi flokksstofnana en ekki af fram- bjóðendunum sjálfum. Engu að síður virðist samt sú krafa stundum gerð til frambjóðenda í prófkjörum að þeir kynni eigin stefnu sem aðgreini þá frá öðrum frambjóðendum. Það og barátta einstaklinga um sæti veikir samheldni hópsins sem skipar síðan framvarðarsveit flokksins í kosningum. Í tillögum stjórnlagaráðs er lagt til að kjósendur geti á kjördag raðað frambjóðendum og þá jafnvel valið frambjóðendur af fleiri en einum lista. Þessar breyt ingar eru til þess fallnar að ýta undir að persónur frekar en stefnur flokka verða í forgrunni í kosningabaráttunni.“„Persónukjör í meira mæli“ DR. sTeFanÍa ósKaRsDóTTiR – lektor við HÍ STJÓRNMÁL Þ að má gefa sér fyrir ­ fram að andstaða verði við allar breyt- ingar sem stungið er upp á í fyrirtækj um,“ segir Ásta Bjarnadóttir, „nema kannski þá breytingu að hækka launin á línuna!“ Hún segir þetta ekki þurfa að koma á óvart í ljósi rannsókna á virkninni í heila okkar þegar við bregðumst við mismunandi áreiti og umhverfi. „Þegar við sinnum kunnugleg um verkum í kunnuglegu um hverfi, eins og algengt er á vinnu stöð­ um, sést mikil virkni í ákveðnum hlutum heilans. Virknin er jöfn og þétt og ekki ýkja mikil, því verkin eru orðin „rútína“ hjá okkur og endur tekn ing þeirra skapar vel líðunartilfinn ingu. Jafnvel upp vaskið getur skapað þessa tilfinningu.“ Ásta bendir á að breytingar á vinnustöðum séu flóknar og feli í sér meiri upplýsingar en hægt er að vinna úr í einu vetfangi. „Þessi tegund af áreiti á heilann framkallar aukna virkni á allt öðrum stöðum hans og það eru heilastöðvar sem einnig eru virkj aðar þegar við erum í hættu stödd. Þegar lífverur eru í hættu bregðast þær við með „flótta eða árás“ og það er einmitt það sem menn gera þegar breyting ­ ar eru annars vegar; fyrstu við brögð eru að flýja eða ráðast á boðbera breytinganna. Þessu fylgir andleg og jafnvel líkamleg vanlíðan, kvíði, svartsýni, þreyta og reiði.“ En hvernig er hægt að minnka andstöðu við breytingar? Ásta segir að andstaða við breytingar sé minni ef fólk sér þörfina fyrir þær, ef skilaboðin um breyting ­ arnar eru einföld og miðlað á fjölbreytilegan hátt og þegar fram tíðarsýnin er aðlaðandi. „Mikilvægast er kannski að forð ­ ast þá freistingu að ljúga að fólki og að reyna að selja breytingar sem þú trúir ekki á sjálf/ur.“ Af hverju eru breytingar svona erfiðar? DR. ÁsTa BjaRnaDóTTiR – ráðgjafi hjá Capacent MANNAUÐS- STJÓRNUN skoðun Forsvarsmenn ríkisstjórn­arinnar nefna reglulega hversu vel hagtölurnarlíta út og að hagspárn­ ar séu góðar, alla vega miðað við mörg nágrannalönd okkar. Hagvöxtur er ágætur, atvinnu- leysi hefur minnkað, útflutningur hefur aukist og aldrei hafa kom ið fleiri ferðamenn til lands ins. Vextir og verðbólga hafa verið lág en eru nú á uppleið aftur. En þessar hagtölur segja ekki allt og viðhorf þeirra sem reka fyrirtæki virðast segja annað.“ Jón Snorri bendir á að miklar pólitískar deilur séu um mörg mál, s.s. sjávarútvegsmál og erl endar fjárfestingar, og að mikil óeining sé um margar stór framkvæmdir og hafi þetta stuðlað að vantrú atvinnulífsins til að horfa björtum augum fram á veginn eins og ríkisstjórnin geri. „Skattar og gjöld hafa hækkað reglulega og þurfa fyrirtæki að breyta framleiðslu sinni og ney- tendur neyslu sinni en það tekur tíma. Hækkun skatta getur aldrei orðið til þess að auka neyslu eða framleiðslu. Fjárfesting er í sögulegu lágmarki sem hlutfall af landsframleiðslu og til langs tíma mun framleiðslugeta minn- ka án aukinna fjárfestinga. Ban- karnir virðast vera fullir af fé en ekki fer fjármagnið í fjárfest ingar m.a. þar sem vaxta munur er enn of mikill sem gerir lántökur mjög dýrar fyrir atvinnulífið. Mikil óvissa er um afnám gjaldeyrish- afta sem veldur því að fyrirtækin halda að sér höndum.“ Vantar hvata til fjárfestinga jón snoRRi snoRRason – lektor við viðskipta fræð i deild Háskóla Íslands FYRIRTÆKIÐ OG ÞJÓÐFÉLAGIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.