Frjáls verslun - 01.09.2012, Page 28
28 FRJÁLS VERSLUN 10. 2012
Það eru margir spámenn eftir á en það hefur all-taf verið erfitt að veðja rétt og stundum verða til dæmisögur sem þeir sem tóku ákvarðanir vilja gleyma. Nú eru Rolling Stones að halda upp á fimmtíu ára starfsafmæli
og þegar þeir mættu í fyrsta sinn
í hljóðver stakk upptökustjórinn
upp á að reka Mick Jagger og fá
sætari söngvara.
Áður fyrr vantaði mörg tæki
og tól á Íslandi og ekki hægt að
nálgast þau með góðu móti og
því leystu svokallaðir þúsund
þjalasmiðir þetta á sinn hátt.
Menn neyddust til að hugsa út
fyrir kassann. Þessi sjálfsbjarg
arviðleitni blundar ennþá með
þjóðinni. Við erum hugmyndarík!
Í dag er vinsælt að tala um
nýsköpun og möguleika. Hlut-
fallið er að það eru um 80% sem
bara tala en einungis 20% sem
eru að gera eitthvað. Reyndar
þar sem ég hef komið nærri líta
hlutirnir í raunveruleikanum al-
drei eins vel út og í excel. Þetta
er það sem verður að reikna
með og má ekki valda vonbrigð
um síðar meir. Stóra málið er
hvernig er tekið á málum til að
þróa hlutina áfram.
Næst að byggja upp sam-
stöðu í hópnum og tryggja
fjármagn eða leysist allt upp í
óeiningu um mismunandi leiðir
og stjórnendur?
Í haust hef ég verið að leita
að fjármagni í nýsköpunarfyrir
tæki og undirtektir verið undir
væntingum.
En hvernig get ég ætlast til að
ná árangri með því að lofa t.d.
hagnaði? Það eru komnir refsis-
kattar á svoleiðis óhæfu og það
er bannorð „að græða“! Enginn
hvati, eins og t.d. skattafsláttur,
fyrir fjárfestingar í nýsköpun.
Ef þú gerir ekki neitt færðu
bara 20% skatt á bankabókina.
Það er ef til vill best fyrir þig, en
ekki fyrir þjóðfélagið, framtíðina
og börnin okkar sem munu erfa
landið.
Gamalt spakmæli segir: Ein
kynslóð gróðursetur tré og
næsta kynslóð hvílir í skugga
þess. Örugglega ekki íslenskt
spakmæli en merkingin er nokk
uð skýr.“
Að veðja á réttan hest
ÁRni ÞóR ÁRnason
– stjórnarformaður oxymap ehf.
FYRIRTÆKJA-
REKSTUR
Endalokin á annars góðum ferli
gÍsli KRisTjÁnsson
– blaðamaður
STJÓRNUNAR-
MOLI
Hvaða mistök eru verst ef menn vilja endilega hrapa úr toppstöðu í atvinnu lífinu og enda
á götunni? Þetta var nýverið
kannað meðal á fimmta þúsund
stjórnenda og stjórnunarfræð
inga í Bandaríkj unum. Þetta
fjallar um dýrkeypt mistök í fram-
komu frekar en beinlínis rangar
ákvarðanir í rekstrinum. Sumt
má og annað ekki í daglegri
umgengni.
Margt af þessu eru óskráðar
reglur sem gilda um flestar þjóðir
og menningarhópa. Auðvitað
get ur þó verið munur milli landa;
í Frakklandi þykir til dæmis daður
ekkert tiltökumál og það má blóta
á skrifstofum útgerðarfyrirtækja en
ekki á útfararstofum. Flest er þó
líkt og það sem er ólíðandi fram
koma í einu landi er það líka í öðru.
Hvergi er vinsælt að hafa flissandi,
skælandi, hrokafullan, fleðulegan
og sjálfsánægðan stjóra.
Hér er listi yfir tíu atriði sem allir
ættu að forðast – ja, nema þeir
vilji endilega fara í taugarnar á
starfsfólkinu og ljúka ferlinum
með skömm. Svörin byggjast
á reynslu fólks sem hefur sinnt
mannaráðningum í fyrirtækjum
og stofnunum og rannsakað
framkomu á vinnustað fræðilega.
Þetta er listi yfir það sem ekki má.
Lærum því af mistökum annarra.
Það er þægilegra en að neyðast
til að læra af eigin mistökum.
1. Kynþáttafordómar. Það geng ur
ekki að stjórnandi hafi í frammi
gildishlaðnar yfirlýsingar um
kyn þætti og litarhátt fólks. Yfir 70
prósent aðspurðra nefndu þetta
fyrst. Þetta gildir jafnt um karla og
konur í stjórnunarstöðum.
2. Óviðeigandi brandarar. Það er
neyðarlegt að hlusta á óviðeig
andi brandara. Stjórnandi verður
að hafa tilfinnngu fyrir hvað er
viðeigandi og hvað ekki. Þetta er
spurning um félags greind en ekki
faglega þekkingu.
3. Grátur. Stjórnandi ætti ekki að
gráta í augsýn undirmanna sinna.
Í könnuninni sögðu 59 prósent
að þetta ætti við um konur og 63
prósent um karla svo þarna er
lítilsháttar kynjamunur. En grátur
þykir merki um veik leika.
4. Heimska. Stjórnandi má aldrei
opinbera heimsku sína! Ekki heldur
gera sér upp heimsku. Sum um
þykir það töff að látast ekki vita,
tala um eigin vankunn áttu og segja
„ég er nú svo vitlaus!“. Þetta er
að mati aðspurðra ekki einkenni á
góðum stjórnanda. Þetta er merki
um hroka.
5. Blót. Það er ekki gott að blóta
mikið. Bölv og ragn er talið merki
um veikleika og vanstillingu en
fyrir gesfst í undantekningar
tilvikum.
6. Daður. Það er ekki algilt að
daður á vinnustað þykir óvið eig
andi en helmingur aðspurðra í kön-
nuninni taldi þó að daður end aði
oftast illa. Því væri ráðlegast fyrir
stjórnendur að forðast daður.
7. Fitl. Margir nefndu að fitl með
hluti eða jafnvel fötin sín og hár
væri veikleikamerki. Fitlið fer í
taug arnar á þeim sem verða að
horfa upp á það. Og fitlið ýtir und
ir grun um að stjórinn sé óstyrk ur
og skorti sjálfsöryggi.
Forðist því fitl.
8. Flóttalegt augnaráð. Yfirleitt
er mælt með að starfsfólk mæti
augnaráði stjórans og það er ekki
talið gott ef stjórinn er flótta legur
til augnanna og forðast að horfast
í augu við fólkið. Aðspurðir voru
þó ekki á einu máli um þetta. Það
er ekki talin stórsynd að líta undan
ef stjórnin er annars styrk.
9. Babl. Það kann ekki góðri lukku
að stýra að tala óskýrt og sam-
hengislaust. Stjórinn á að vera
skýr í tali og boðskapur hans eða
hennar auðskiljanlegur.
10. Fliss. Oftast eru konur
sakaðar um að flissa mikið og
fyrirgefst það stundum en fliss
andi karlstjóri öðlast aldrei virð
ingu. Það er talið veik leika merki að
flissa og ekki gott, sérstakelga ef
stjórnin er veik fyrir á fleiri
sviðum.
skoðun
GEFÐU FRÍ UM JÓLIN
JÓLAPAKKAR ICELANDAIR ÞAR SEM ALLT ER INNIFALIÐ*
Evrópa frá 31.900 kr.
eða 27.900 Vildarpunktar og 12.000 kr.
*Innifalið: Flug, flugvallarskattar, sætisbókun án
endurgjalds og ein taska að hámarki 23 kg.
USA frá 54.900 kr.
eða 47.900 Vildarpunktar og 22.000 kr.
*Innifalið: Flug, flugvallarskattar, sætisbókun án
endurgjalds og tvær töskur, að hámarki 23 kg hvor.
Jólapakkatilboðið á þessu verði gildir til London Heathrow, London Gatwick, Manchester,
Glasgow, Kaupmannahafnar, Stokkhólms, Oslóar, Amsterdam, Frankfurt, Munchen, París
og Helsinki í Evrópu og til New York, Boston, Denver, Seattle og Toronto í Norður-Ameríku.
Ferðatímabil er frá 10. janúar til og með 15. apríl 2013 (síðasti ferðadagur).
Eftir að ferðatímabili lýkur gildir jólagjafabréfið sem inneign upp í fargjöld Icelandair.
Skilmálar: Sölutímabil er frá 23. nóv. til 24. des. 2012 kl. 18.00. Bókunartímabil jólafargjalda er frá 20. des. 2012 til og með 11. jan. 2013. Lágmarksdvöl er aðfaranótt sunnudags nema á Saga Class.
Takmarkað sætaframboð. Sjá nánar á icelandair.is. Þessar ferðir gefa 3.000-16.200 Vildarpunkta. Jólafargjöld eru ekki endilega í boði í hverju flugi og sætaframboð er takmarkað.
+ Kauptu jólapakka á www.icelandair.is