Frjáls verslun - 01.09.2012, Page 38
38 FRJÁLS VERSLUN 10. 2012
forsíðuefni
hverf ast um Steingrím J. Sigfússon. Í upphafi kjörtímabilsins gætti
hann ekki að því að tryggja stuðning alls þingflokksins við Icesave
og þá hugmynd að þingmenn frekar en þingflokkar ríkis stjórn arinnar
bæru ábyrgð á aðildarumsókn Íslands að Evrópu sam band inu.
Ögmundur Jónasson hefur á bak við tjöldin verið sá sem einna
mest hefur tekist á við Steingrím. Í nýafstöðnu prófkjöri var sótt
að Ögmundi en honum tókst að tryggja sér stuðning meirihluta
þeirra sem tóku þátt í prófkjörinu. Þátttakendur voru þó heldur
fá mennur hópur eða um 450 manns. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir,
sem var ýtt til hliðar sem þingflokksformanni eftir barneignarfrí,
gaf ekki kost á sér aftur. Liðsmönnum „órólegu deildarinnar“ innan
þingflokks VG fer því fækkandi en það verður fróðlegt að sjá hver
staða Jóns Bjarnasonar verður þegar flokksmenn velja listann í NV
kjördæminu í janúar.
Styrkur Steingríms innan VG er hins vegar mikill. Þrátt fyrir gífur
lega gagnrýni á hann frá flokksmönnum VG heyrast engar radd ir
opinberlega um að finna þurfi annan formann. Af því leyti er hann
óumdeildur foringi í eigin flokki.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tryggði sér efsta sæt ið á framboðslista Framsóknarflokksins í NAkjördæminu. Höskuldur Þórhallsson, sem skipar annað sæti listans, var ekki sáttur við að formaðurinn færi fram í kjördæminu enda hafði hann sjálfur hug á fyrsta sætinu.Norðausturkjördæmið er helsta vígi flokksins en sú
staðreynd hefur þótt skýra hvers vegna formaðurinn sóttist eftir
fyrsta sætinu þar en ekki eftir endurkjöri í Reykjavík. Sigur Sig
mund ur Davíðs kom ekki á óvart. Bæði má nefna að flokksmenn
í héraði ákváðu að fylgja frekar tillögu Sigmundar en Höskuldar
um hvernig frambjóðendur yrðu valdir. Í annan stað má nefna að
staða Sigmundar sem formanns virðist nokkuð sterk því hann fékk
því sem næst rússneska kosningu þegar hann var endurkjörinn
formaður síðast. En vel má vera að Höskuldur og stuðningsmenn
hans eigi erfitt með að sætta sig við tap og því kann þetta mál að
draga einhvern dilk á eftir sér.
Þá er Siv Friðleifsdóttir að hverfa af þingi og því þarf að velja
eftirmann hennar í Kraganum. Hún tók við forystusæti í kjör dæm
inu 1995 af Steingrími Hermannssyni, sem var formaður flokks
ins á undan Halldóri Ásgrímssyni. Það má velta fyrir sér hvers
vegna Sigmundur Davíð valdi að fara fram fyrir norðan frekar en
í Kraganum sem liggur nær hans heimahögum og hefur skilað
flokkn um þingmönnum fram að þessu.
Flutningur Sigmundar Davíðs norður þýddi einnig að fylla þurfti
sæti hans í Reykjavík.
„Hvað varðar möguleika
Fram sóknarflokksins í næstu
kosningum í samkeppninni
um atkvæði miðjufólks þarf
flokkurinn að komast frá próf
kjörstíðinni tiltölulega heill
og kappkosta að losa sig við
spillingarstimpilinn sem enn
vill loða við hann.“
FRAMSÓKNAR-
FLOKKURINN
Katrín Jakobsdóttir. Hún fer tæplega fram gegn Steingrími J.
þrátt fyrir átök innan flokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Hann er orðinn ótvíræður foringi
Framsóknarflokksins eftir sigurinn fyrir norðan.