Frjáls verslun - 01.09.2012, Page 50
50 FRJÁLS VERSLUN 10. 2012
Stýrðu orkunni þinni – Ekki tímanum þínum
tímastjórnun eða orkustjórnun?
TexTi: Herdís Pála PálsdÓTTir
Herdís Pála Pálsdóttir, MBA,
markþjálfi og eigandi
www.herdispala.is
Árið 2007 birtist í Harvard Business Review grein eftir Tony Schwartz og
Catherine McCarthy með titilinn „Manage Your Energy, Not Your Time“ sem
gæti útlagst sem „Stýrðu orkunni þinni, ekki tímanum þínum“.
Ert þú einn af þeim sem hugsa reglulega um hvernig þeir geti fengið meira út úr tíma sínum
og aukið afköstin í vinnunni –
og helst heima líka?
Ert þú með flottan og vel
skipu lagðan verkefnalista sem
því miður virðist oft lengjast
frekar en styttast og reynir því
að „kaupa þér tíma“ með því að
færa til verkefni?
Ég get fullvissað þig um það
strax, lesandi góður, að þú
munt ekki fá meiri tíma en þú
hef ur nú þegar! Þú, eins og allir
aðrir, hefur bara 24 klukku stund
ir í sólarhringnum.
Í staðinn fyrir að halda áfram
að færa til verkefni í þeirri von
að geta þannig „keypt“ tíma vil
ég núna hvetja þig til að skoða
frekar hvernig orkubúskapur
þinn er. Hvað eyðir helst upp
ork unni þinni og hvernig getur
þú endurnýjað hana eða byggt
upp að nýju?
• Hvort fer meiri orka í
það hjá þér í vinnunni að
hugsa um það sem þú
getur haft áhrif á eða það
Hvort fer meiri orka í
það hjá þér að hugsa
um allt það sem þú
átt eftir að gera – eða
að demba þér bara
strax í verkefnin og
fagna því sem þú
þegar hefur lokið?
stjórnun